Nýr rafbíll frá MG Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. ágúst 2022 07:00 Séð framan á MG4. Nýr rafbíll frá MG er væntanlegur til BL á haustmánuðum. Um er að ræða hlaðbak sem ber heitið MG4 sem er sérlega vel búinn fimm manna fjölskyldubíl í C millistærðarflokki. Forsala á MG4 hófst í vikunni og eru fyrstu bílarnir væntanlegir til BL við Sævarhöfða í lok október. Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá BL. Nýr undirvagn hannaður frá grunni MG4 er fyrsti bíllinn frá MG í þessum tiltekna stærðarflokki. Bíllinn er byggður á nýjum MSP undirvagni fyrir rafbíla (Modular Scalable Platform) sem MG hefur þróað fyrir flatt gólf og lægri þyngdarpunkt. Í undirvagninum er rafhlaða bílsins sem er aðeins 110 mm á hæð og gerir kleift að auka plássið verulega í farþegarýminu fyrir bæði farangur og farþega. Aðstaða ökmanns í MG4. 64 kWh rafhlaða MG4 verður boðinn í Luxury útfærslu með 64 kWh rafhlöðu sem dregur allt að 435 km. Bíllinn er 201 hestafl, hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst er tæpar 8 sekúndur og hámarkshraði takmarkaður við 160 km/klst. Verð MG4 Luxury er frá 4.800.000 kr. Hliðar- og aftursvipur MG4. Góðir aksturseiginleikar Vegna lágs þyngdarpunkts og 50:50 þyngdardreifingar má vænta þess að MG4 hafi góða aksturseiginleika. MG4 kemur í upphafi með 400v rafhlöðukerfi og afturhjóladrifi en áformað er að næstu kynslóðir verði einnig boðnar í öðrum útfærslum, m.a. með 800v rafhlöðukerfi fyrir hraðari hleðslu og vali um tvo rafmótora við hvora drifrás í aldrifinni útfærslu. Vistvænir bílar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent
Meðfylgjandi er unnið upp úr fréttatilkynningu frá BL. Nýr undirvagn hannaður frá grunni MG4 er fyrsti bíllinn frá MG í þessum tiltekna stærðarflokki. Bíllinn er byggður á nýjum MSP undirvagni fyrir rafbíla (Modular Scalable Platform) sem MG hefur þróað fyrir flatt gólf og lægri þyngdarpunkt. Í undirvagninum er rafhlaða bílsins sem er aðeins 110 mm á hæð og gerir kleift að auka plássið verulega í farþegarýminu fyrir bæði farangur og farþega. Aðstaða ökmanns í MG4. 64 kWh rafhlaða MG4 verður boðinn í Luxury útfærslu með 64 kWh rafhlöðu sem dregur allt að 435 km. Bíllinn er 201 hestafl, hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst er tæpar 8 sekúndur og hámarkshraði takmarkaður við 160 km/klst. Verð MG4 Luxury er frá 4.800.000 kr. Hliðar- og aftursvipur MG4. Góðir aksturseiginleikar Vegna lágs þyngdarpunkts og 50:50 þyngdardreifingar má vænta þess að MG4 hafi góða aksturseiginleika. MG4 kemur í upphafi með 400v rafhlöðukerfi og afturhjóladrifi en áformað er að næstu kynslóðir verði einnig boðnar í öðrum útfærslum, m.a. með 800v rafhlöðukerfi fyrir hraðari hleðslu og vali um tvo rafmótora við hvora drifrás í aldrifinni útfærslu.
Vistvænir bílar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent