Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 11:31 Platan Dýrð í dauðaþögn kemur út í nýjum búning þar sem íslenskt tónlistarfólk gerir lög Ásgeirs Trausta að sínum. Aðsend Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi, tók upp flest lög plötunnar en hann er umboðsmaður Ásgeirs hérlendis og hefur unnið með honum í rúm tíu ár. Hann segir þessa nýju tribute plötu vera afmælisgjöf til Dýðrar í Dauðaþögn. K.Óla, Bríet, Teitur Magnússon, Prins Póló, Árný Margrét, Moses Hightower, GDRN, Hjálmar, Högni og Júníus Meyvant taka hvert og eitt yfir eitt lag og leika listir sínar. Hér má hlusta á plötuna. Blaðamaður tók púlsinn á Kidda og fékk að heyra nánar frá verkefninu. Strax orðlaus Kynni Ásgeirs og Kidda hófust snemma vors 2012. „Hann er litli bróðir Þorsteins Einarssonar sem ég hafði verið með í hljómsveitinni Hjálmum um árabil en samt þekkti ég ekkert til Ásgeirs. Hann hafði samband við mig til að leyfa mér að hlusta á nokkur demó sem hann var með og ég varð eiginlega strax orðlaus. Við ákváðum að taka saman upp nokkur lög í Hljóðrita og eitt leiddi af öðru og áður en við vissum af vorum við farnir að vinna að hans fyrstu plötu,“ segir Kiddi og bætir við að þetta hafi verið mikið ævintýri. „María Rut, konan mín, gekk til liðs við okkur um sumarið 2012, en þá var meðbyrinn með Ásgeiri orðinn svo mikill að okkur vantaði umboðsmann. Fyrsta lagið sem heyrðist með Ásgeiri var lagið Sumargestur en hann flutti það í þættinum Hljómskálanum á RÚV. Um sumarið kom svo út lagið Leyndarmál sem gerði allt vitlaust. Það er gaman að segja frá því að það lag var bara grín fyrir Ásgeiri og hann hafði enga trú á því en við María vorum sannfærð um að það lag ætti að fara í spilun.“ Fullt út úr dyrum Dýrð í dauðaþögn kemur svo út haustið 2012. „Fyrstu tónleikarnir voru á tónleikastaðnum Faktorý sem var og hét og var alveg fullt út úr dyrum. Við vorum til að byrja með aðallega að einblína á íslenskan markað en við vissum þó að við værum með efni í höndunum sem ætti erindi á aðra markaði og vorum því búin að fá John Grant til að þýða textana með Ásgeiri,“ segir Kiddi en fljótlega fór Ásgeir að vekja athygli víða um heiminn. View this post on Instagram A post shared by Guðm. Kristinn Jónsson (@kiddihjalmur) „Þegar platan kom út hérna heima hófu erlend útgáfufyrirtæki að banka á dyrnar sem spurðu hvort við hefðum áhuga á að gefa efnið út á ensku. Því játuðum við enda komin vel á veg með þýðingar. Við enduðum á því að gera samning við One Little Independent og í gegnum það útgáfufyrirtæki komu svo fleiri útgáfufyrirtæki að þessu um allan heim - meðal annars Columbia Records í Bandaríkjunum, Because í Frakklandi, Inertia í Ástralíu og Hostess í Asíu. Ásgeir spilaði svakalega mikið hér heima fyrst um sinn en síðan þegar kom að því að gefa plötuna út alþjóðlega færðist fókusinn þangað og við enduðum á því að túra um heiminn af miklum þunga í fjögur ár.“ View this post on Instagram A post shared by A sgeir (@asgeirmusic) Kröfur og væntingar Kiddi segir síðastliðin tíu ár hafa verið mikið ævintýri fyrir öll þau sem komu að þessu verkefni. „Fyrstu fjögur árin voru eins og þeytivinda. Þetta brast allt á með miklum hvelli og við komum varla upp úr kafinu fyrr en árið 2018. Þetta hafa verið hæðir og lægðir og það var auðvitað mjög erfitt að fylgja eftir svona vinsælli plötu eins og Dýrð í dauðaþögn. Kröfurnar og væntingar verða svo miklar. Afterglow, önnur plata Ásgeirs, kom út árið 2017, Sátt / Bury the Moon kom út árið 2020 og svo kom EP platan The Sky is Painted Gray Today árið 2021. Ásamt því að fagna tíu ára útgáfuafmæli Dýrðar í dauðaþögn í ár mun Ásgeir gefa út sína fjórðu breiðskífu sem ber titilinn Time On My Hands. Það er því aldrei dauður tími og á milli þess að gefa út tónlist höfum við verið á tónleikaferðalögum.“ View this post on Instagram A post shared by A sgeir (@asgeirmusic) Ástralíutúr stendur upp úr Heimsfaraldur hafði að sjálfsögðu áhrif á tónleikaferðalögin og þurfti teymið að hætta á miðjum túr í Bandaríkjunum þegar Covid skall á. Þeir eru því mjög spenntir að fara af stað aftur. „Það var mjög áhugaverð reynsla að upplifa það hvernig það slokknaði á tónleikabransanum hægt og rólega. Miðasala stöðvaðist, fólk sem átti miða mætti ekki og svo framvegis. Að lokum var það eina í stöðunni að skila inn handklæðinu og halda heima á leið. Oft er það eftirminnilegast þegar eitthvað fer úrskeiðis frekar en þegar allt gengur vel en ég held að það sé óhætt að segja að okkar árangur í Ástralíu standi svolítið upp úr þegar litið er til baka. Þegar við spiluðum á okkar fyrstu tónlistarhátíð þar, Splendour in the Grass, var mættur gífurlegur mannfjöldi og allir sungu með ensku útgáfunni af Leyndarmáli. Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu,“ segir Kiddi en lög Ásgeirs náðu góðum árangri á vinsældalistum útvarpsstöðva í Ástralíu. Ásgeir á tónleikaferðalagi.Aðsend „Við spiluðum meðal annars tvenna uppselda tónleika í Óperuhúsinu í Sydney. Síðan höfum við gert margt skemmtilegt og óvenjulegt saman eins og að taka upp og skera út vínylplötur samfellt í 24 klukkustundir í Hljóðrita sem sýnt var í beinu hægvarpi á RÚV og streymt á Youtube. Það var mikið ævintýri. Þeim vínylplötum deildum við svo út til aðdáenda Ásgeirs um heim allan með fjársjóðsleit og að auki vörpuðum við einni slíkri sem flöskuskeyti í hafið og var skeytið útbúið GPS-skeyti svo hægt var að fylgjast með plötunni.“ View this post on Instagram A post shared by Guðm. Kristinn Jónsson (@kiddihjalmur) Afmælisgjöf Hugmyndin að tribute plötunni kom frá Guðmundi Pálssyni útvarpsmanni og Baggalúti. „Guðmundur henti henni á mig og mér fannst hún svo góð að ég bara greip hana á lofti. Platan er hugsuð sem afmælisgjöf til plötunnar Dýrð í dauðaþögn sem hefur í raun náð ótrúlegum árangri. Hún kom út ári á eftir Haglél, plötu Mugisons, sem seldist svakalega og maður hélt að slíkt yrði aldrei toppað. Þrátt fyrir miklar breytingar í tónlistariðnaðinum um heim allan og minnkandi plötusölu náði Dýrð í dauðaþögn samt að toppa Haglél og er því í raun síðasta íslenska platan sem seldist í bílförmum.“ Tíu ár eru liðin frá því Ásgeir Trausti sendi frá sér plötuna Dýrð í dauðaþögn.Aðsend Dýrð í dauðaþögn hefur nú setið í yfir 415 vikur á listanum yfir mest seldu plötur landsins og er orðin fjórföld platínuplata. „Sölulega séð hefur hún skipað sér í sess með ekki ómerkari plötum en Gling gló, vísnaplötunni Einu sinni var, Dýrunum í Hálaskógi og Kardimommubænum. Það var því ekki annað hægt en að halda veglega upp á þetta tíu ára afmæli. Það verður gert með þessari tribute plötu annars vegar og tónleikum Ásgeirs í Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi hins vegar. Ég sendi línu á Júlíus Róbertsson, vin okkar og fyrrum kollega, og spurði hvort hann gæti hugsað upp eitthvað gott nafn á þessa tribute plötu og hann sendi um hæl Stór agnarögn sem kemur fyrir í texta titillags plötunnar; Stór agnarögn, oft er dýrð í dauðaþögn. Þessi titill var sleginn samstundis enda er Júlli mikill snillingur þegar kemur að orðum. Í raun má segja að þessi tribute plata sé stór agnarögn fyrir Dýrð í dauðaþögn.“ View this post on Instagram A post shared by Guðm. Kristinn Jónsson (@kiddihjalmur) Lög öðlast nýtt líf „Ferlið við gerð tribute plötunnar gekk þannig fyrir sig að við gerðum lista yfir fólk sem við vildum fá til að gera ábreiður. Þar vorum við fyrst og fremst að hugsa um fólk sem við lítum á sem okkar vini og sem okkur finnst gott að vinna með. Síðan var það bara fyrst koma fyrst fá - þ.e.a.s. þau sem voru fyrst til að segja já fengu að velja sér lag og svo koll af kolli þar til einungis eitt lag var eftir. Í sumum tilfellum vann ég náið með fólki og sá um upptökur en í öðrum tilfellum vann fólk þetta að mestu sjálft og skilaði til okkar. Útkoman er ótrúlega skemmtileg. Þarna er að finna frábæran hóp ólíks listafólks - Bríeti, GDRN, K.óla, Árnýju Margréti, Moses Hightower, Hjálma, Högna, Teit Magnússon, Júníus Meyvant og Prins Póló. Það er mjög gaman að heyra þessu lög öðlast nýtt líf í flutningi annarra og við erum mjög þakklátir öllu því frábæra tónlistarfólki sem vildi taka þátt í þessu með okkur,“ segir Kiddi að lokum. Tónlist Menning Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband Ásgeirs Trausta við lagið Snowblind Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju lagi og tónlistarmyndbandi frá tónlistarmanninum Ásgeiri. Lagið heitir Snowblind og er hér um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu, Time On My Hands, sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Independent í október. 14. júlí 2022 07:30 Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. 10. júlí 2022 11:30 Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. 1. júlí 2022 14:30 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi, tók upp flest lög plötunnar en hann er umboðsmaður Ásgeirs hérlendis og hefur unnið með honum í rúm tíu ár. Hann segir þessa nýju tribute plötu vera afmælisgjöf til Dýðrar í Dauðaþögn. K.Óla, Bríet, Teitur Magnússon, Prins Póló, Árný Margrét, Moses Hightower, GDRN, Hjálmar, Högni og Júníus Meyvant taka hvert og eitt yfir eitt lag og leika listir sínar. Hér má hlusta á plötuna. Blaðamaður tók púlsinn á Kidda og fékk að heyra nánar frá verkefninu. Strax orðlaus Kynni Ásgeirs og Kidda hófust snemma vors 2012. „Hann er litli bróðir Þorsteins Einarssonar sem ég hafði verið með í hljómsveitinni Hjálmum um árabil en samt þekkti ég ekkert til Ásgeirs. Hann hafði samband við mig til að leyfa mér að hlusta á nokkur demó sem hann var með og ég varð eiginlega strax orðlaus. Við ákváðum að taka saman upp nokkur lög í Hljóðrita og eitt leiddi af öðru og áður en við vissum af vorum við farnir að vinna að hans fyrstu plötu,“ segir Kiddi og bætir við að þetta hafi verið mikið ævintýri. „María Rut, konan mín, gekk til liðs við okkur um sumarið 2012, en þá var meðbyrinn með Ásgeiri orðinn svo mikill að okkur vantaði umboðsmann. Fyrsta lagið sem heyrðist með Ásgeiri var lagið Sumargestur en hann flutti það í þættinum Hljómskálanum á RÚV. Um sumarið kom svo út lagið Leyndarmál sem gerði allt vitlaust. Það er gaman að segja frá því að það lag var bara grín fyrir Ásgeiri og hann hafði enga trú á því en við María vorum sannfærð um að það lag ætti að fara í spilun.“ Fullt út úr dyrum Dýrð í dauðaþögn kemur svo út haustið 2012. „Fyrstu tónleikarnir voru á tónleikastaðnum Faktorý sem var og hét og var alveg fullt út úr dyrum. Við vorum til að byrja með aðallega að einblína á íslenskan markað en við vissum þó að við værum með efni í höndunum sem ætti erindi á aðra markaði og vorum því búin að fá John Grant til að þýða textana með Ásgeiri,“ segir Kiddi en fljótlega fór Ásgeir að vekja athygli víða um heiminn. View this post on Instagram A post shared by Guðm. Kristinn Jónsson (@kiddihjalmur) „Þegar platan kom út hérna heima hófu erlend útgáfufyrirtæki að banka á dyrnar sem spurðu hvort við hefðum áhuga á að gefa efnið út á ensku. Því játuðum við enda komin vel á veg með þýðingar. Við enduðum á því að gera samning við One Little Independent og í gegnum það útgáfufyrirtæki komu svo fleiri útgáfufyrirtæki að þessu um allan heim - meðal annars Columbia Records í Bandaríkjunum, Because í Frakklandi, Inertia í Ástralíu og Hostess í Asíu. Ásgeir spilaði svakalega mikið hér heima fyrst um sinn en síðan þegar kom að því að gefa plötuna út alþjóðlega færðist fókusinn þangað og við enduðum á því að túra um heiminn af miklum þunga í fjögur ár.“ View this post on Instagram A post shared by A sgeir (@asgeirmusic) Kröfur og væntingar Kiddi segir síðastliðin tíu ár hafa verið mikið ævintýri fyrir öll þau sem komu að þessu verkefni. „Fyrstu fjögur árin voru eins og þeytivinda. Þetta brast allt á með miklum hvelli og við komum varla upp úr kafinu fyrr en árið 2018. Þetta hafa verið hæðir og lægðir og það var auðvitað mjög erfitt að fylgja eftir svona vinsælli plötu eins og Dýrð í dauðaþögn. Kröfurnar og væntingar verða svo miklar. Afterglow, önnur plata Ásgeirs, kom út árið 2017, Sátt / Bury the Moon kom út árið 2020 og svo kom EP platan The Sky is Painted Gray Today árið 2021. Ásamt því að fagna tíu ára útgáfuafmæli Dýrðar í dauðaþögn í ár mun Ásgeir gefa út sína fjórðu breiðskífu sem ber titilinn Time On My Hands. Það er því aldrei dauður tími og á milli þess að gefa út tónlist höfum við verið á tónleikaferðalögum.“ View this post on Instagram A post shared by A sgeir (@asgeirmusic) Ástralíutúr stendur upp úr Heimsfaraldur hafði að sjálfsögðu áhrif á tónleikaferðalögin og þurfti teymið að hætta á miðjum túr í Bandaríkjunum þegar Covid skall á. Þeir eru því mjög spenntir að fara af stað aftur. „Það var mjög áhugaverð reynsla að upplifa það hvernig það slokknaði á tónleikabransanum hægt og rólega. Miðasala stöðvaðist, fólk sem átti miða mætti ekki og svo framvegis. Að lokum var það eina í stöðunni að skila inn handklæðinu og halda heima á leið. Oft er það eftirminnilegast þegar eitthvað fer úrskeiðis frekar en þegar allt gengur vel en ég held að það sé óhætt að segja að okkar árangur í Ástralíu standi svolítið upp úr þegar litið er til baka. Þegar við spiluðum á okkar fyrstu tónlistarhátíð þar, Splendour in the Grass, var mættur gífurlegur mannfjöldi og allir sungu með ensku útgáfunni af Leyndarmáli. Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu,“ segir Kiddi en lög Ásgeirs náðu góðum árangri á vinsældalistum útvarpsstöðva í Ástralíu. Ásgeir á tónleikaferðalagi.Aðsend „Við spiluðum meðal annars tvenna uppselda tónleika í Óperuhúsinu í Sydney. Síðan höfum við gert margt skemmtilegt og óvenjulegt saman eins og að taka upp og skera út vínylplötur samfellt í 24 klukkustundir í Hljóðrita sem sýnt var í beinu hægvarpi á RÚV og streymt á Youtube. Það var mikið ævintýri. Þeim vínylplötum deildum við svo út til aðdáenda Ásgeirs um heim allan með fjársjóðsleit og að auki vörpuðum við einni slíkri sem flöskuskeyti í hafið og var skeytið útbúið GPS-skeyti svo hægt var að fylgjast með plötunni.“ View this post on Instagram A post shared by Guðm. Kristinn Jónsson (@kiddihjalmur) Afmælisgjöf Hugmyndin að tribute plötunni kom frá Guðmundi Pálssyni útvarpsmanni og Baggalúti. „Guðmundur henti henni á mig og mér fannst hún svo góð að ég bara greip hana á lofti. Platan er hugsuð sem afmælisgjöf til plötunnar Dýrð í dauðaþögn sem hefur í raun náð ótrúlegum árangri. Hún kom út ári á eftir Haglél, plötu Mugisons, sem seldist svakalega og maður hélt að slíkt yrði aldrei toppað. Þrátt fyrir miklar breytingar í tónlistariðnaðinum um heim allan og minnkandi plötusölu náði Dýrð í dauðaþögn samt að toppa Haglél og er því í raun síðasta íslenska platan sem seldist í bílförmum.“ Tíu ár eru liðin frá því Ásgeir Trausti sendi frá sér plötuna Dýrð í dauðaþögn.Aðsend Dýrð í dauðaþögn hefur nú setið í yfir 415 vikur á listanum yfir mest seldu plötur landsins og er orðin fjórföld platínuplata. „Sölulega séð hefur hún skipað sér í sess með ekki ómerkari plötum en Gling gló, vísnaplötunni Einu sinni var, Dýrunum í Hálaskógi og Kardimommubænum. Það var því ekki annað hægt en að halda veglega upp á þetta tíu ára afmæli. Það verður gert með þessari tribute plötu annars vegar og tónleikum Ásgeirs í Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi hins vegar. Ég sendi línu á Júlíus Róbertsson, vin okkar og fyrrum kollega, og spurði hvort hann gæti hugsað upp eitthvað gott nafn á þessa tribute plötu og hann sendi um hæl Stór agnarögn sem kemur fyrir í texta titillags plötunnar; Stór agnarögn, oft er dýrð í dauðaþögn. Þessi titill var sleginn samstundis enda er Júlli mikill snillingur þegar kemur að orðum. Í raun má segja að þessi tribute plata sé stór agnarögn fyrir Dýrð í dauðaþögn.“ View this post on Instagram A post shared by Guðm. Kristinn Jónsson (@kiddihjalmur) Lög öðlast nýtt líf „Ferlið við gerð tribute plötunnar gekk þannig fyrir sig að við gerðum lista yfir fólk sem við vildum fá til að gera ábreiður. Þar vorum við fyrst og fremst að hugsa um fólk sem við lítum á sem okkar vini og sem okkur finnst gott að vinna með. Síðan var það bara fyrst koma fyrst fá - þ.e.a.s. þau sem voru fyrst til að segja já fengu að velja sér lag og svo koll af kolli þar til einungis eitt lag var eftir. Í sumum tilfellum vann ég náið með fólki og sá um upptökur en í öðrum tilfellum vann fólk þetta að mestu sjálft og skilaði til okkar. Útkoman er ótrúlega skemmtileg. Þarna er að finna frábæran hóp ólíks listafólks - Bríeti, GDRN, K.óla, Árnýju Margréti, Moses Hightower, Hjálma, Högna, Teit Magnússon, Júníus Meyvant og Prins Póló. Það er mjög gaman að heyra þessu lög öðlast nýtt líf í flutningi annarra og við erum mjög þakklátir öllu því frábæra tónlistarfólki sem vildi taka þátt í þessu með okkur,“ segir Kiddi að lokum.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband Ásgeirs Trausta við lagið Snowblind Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju lagi og tónlistarmyndbandi frá tónlistarmanninum Ásgeiri. Lagið heitir Snowblind og er hér um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu, Time On My Hands, sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Independent í október. 14. júlí 2022 07:30 Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. 10. júlí 2022 11:30 Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. 1. júlí 2022 14:30 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband Ásgeirs Trausta við lagið Snowblind Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju lagi og tónlistarmyndbandi frá tónlistarmanninum Ásgeiri. Lagið heitir Snowblind og er hér um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu, Time On My Hands, sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Independent í október. 14. júlí 2022 07:30
Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. 10. júlí 2022 11:30
Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. 1. júlí 2022 14:30