Chicco bóndabærinn talar íslensku Gullskógar 16. ágúst 2022 11:00 Fyrsta íslenskumælandi leikfangið frá Chicco er komið á markað hér á landi, krúttlegur bóndabær þar sem börn á aldrinum eins til fjögurra ára geta leyst þrautir á íslensku og ensku. „Við höfum unnið að þessu verkefni í eitt og hálft ár og að mér vitandi er þetta eina þroskaleikfangið á íslenskum markaði sem bregst við leik barnsins á íslensku,“ segir Sigríður Fanney Gunnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gullskóga sem fer með umboð Chicco á Íslandi. Sigríður hafði sjálf frumkvæði að því að íslenskuvæða bóndabæinn. „Chicco er ítalskt fyrirtæki sem stendur mjög framarlega í þróun á þroskaleikföngum með tali. Móðurfyrirtæki Chicco er læknavörufyrirtæki og þau hafa því aðgang að ýmsum sérfræðingum. Leikfangalínan þeirra er meðal annars þróuð í samstarfi við barnalækna og þroska- og iðjuþjálfa. Ég hafði samband við þau um að framleiða bóndabæinn með íslensku tali en þegar ég sagði þeim hvað við byggjum mörg á Íslandi leist þeim fyrst ekkert á það,“ segir Sigríður. Hún gafst þó ekki upp. „Ég sagðist geta gert þetta sjálf ef þau leiðbeindu mér með framkvæmdina og þau voru til í það. Ég fékk íslenskan leiklistarnema til að tala inn á bóndabæinn en bærinn inniheldur yfir 50 orð, setningar, hljóð og lög á íslensku og ensku.“ Þroskaleikföngin frá Chicco njóta mikilla vinsælda og hefur bóndabærinn verið einna vinsælastur í línunni. Nota má bóndabæinn á þrjá mismunandi vegu eftir aldri barnsins. Hægt er að ýta á dýrin til að heyra dýrahljóðin, toga í sólina og hlusta á lög og smásögur eða fara í spurningaleik sem litli bangsinn með gula hattinn leiðir áfram. Spurningaleikurinn æfir bæði tölustafina og fræðir um dýrin og hvað þau „segja“. Nánar um talandi bóndabæinn hér. Íslenska á tækniöld Krakkar Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við höfum unnið að þessu verkefni í eitt og hálft ár og að mér vitandi er þetta eina þroskaleikfangið á íslenskum markaði sem bregst við leik barnsins á íslensku,“ segir Sigríður Fanney Gunnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gullskóga sem fer með umboð Chicco á Íslandi. Sigríður hafði sjálf frumkvæði að því að íslenskuvæða bóndabæinn. „Chicco er ítalskt fyrirtæki sem stendur mjög framarlega í þróun á þroskaleikföngum með tali. Móðurfyrirtæki Chicco er læknavörufyrirtæki og þau hafa því aðgang að ýmsum sérfræðingum. Leikfangalínan þeirra er meðal annars þróuð í samstarfi við barnalækna og þroska- og iðjuþjálfa. Ég hafði samband við þau um að framleiða bóndabæinn með íslensku tali en þegar ég sagði þeim hvað við byggjum mörg á Íslandi leist þeim fyrst ekkert á það,“ segir Sigríður. Hún gafst þó ekki upp. „Ég sagðist geta gert þetta sjálf ef þau leiðbeindu mér með framkvæmdina og þau voru til í það. Ég fékk íslenskan leiklistarnema til að tala inn á bóndabæinn en bærinn inniheldur yfir 50 orð, setningar, hljóð og lög á íslensku og ensku.“ Þroskaleikföngin frá Chicco njóta mikilla vinsælda og hefur bóndabærinn verið einna vinsælastur í línunni. Nota má bóndabæinn á þrjá mismunandi vegu eftir aldri barnsins. Hægt er að ýta á dýrin til að heyra dýrahljóðin, toga í sólina og hlusta á lög og smásögur eða fara í spurningaleik sem litli bangsinn með gula hattinn leiðir áfram. Spurningaleikurinn æfir bæði tölustafina og fræðir um dýrin og hvað þau „segja“. Nánar um talandi bóndabæinn hér.
Íslenska á tækniöld Krakkar Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira