Fótbolti

FH styrkti stöðu sína á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
FH hefur verið ósigrandi í sumar.
FH hefur verið ósigrandi í sumar. FH

FH-ingar styrktu stöðu sína á toppi Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu er liðið vann góðan 1-0 heimasigur gegn Augnabliki.

Leikurinn var hluti af 14. umferð deildarinnar, en það var Telma Hjaltalín Þrastardóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.

FH-ingar höfðu mikla yfirburði í leiknum, en þurftu að láta sér nægja nauman 1-0 sigur.

Sigurinn þýðir að FH er nú með 36 stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum meira en HK sem situr í öðru sæti. Þá er FH með átta stigum meira en Tindastóll sem situr í þriðja sæti deildarinnar og því þarf ansi margt að fara úrskeiðis hjá FH svo liðið missi af sæti í deild þeirra bestu nú þegar liðið á aðeins fjóra leiki eftir.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×