Enski boltinn

Þrjóska Ten Hag kemur í veg fyrir fleiri fé­laga­skipti hjá United

Atli Arason skrifar
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. Getty Images

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, setti Frenkie De Jong efstan á óskalistann sinn í félagaskiptaglugganum núna í sumar.

Ten Hag vil bíða með öll önnur félagaskipti þangað til kaupin á De Jong ganga í gegn en hann óttast að félagið eigi ekki til fjármagn til að ganga frá félagaskiptum De Jong ef það eyðir pening í aðra leikmenn fyrst.

Knattspyrnustjórinn fékk 150 milljónir punda til að eyða í leikmenn í sumar en Manchester United og Barcelona eru nú þegar búin að ná samkomulagi um kaupverð upp á 71,85 milljónir punda fyrir leikmanninn.

United hefur nú þegar eytt rúmlega 60 milljónum punda í Lisandro Martínez og Tyrell Malacia í sumar. Christian Eriksen kom svo á frjálsri sölu.

Þrátt fyrir að samkomulag sé í höfn milli Barcelona og Manchester United um kaupverð á De Jong þá er hefur United ekki náð samkomulagi við leikmanninn sjálfan sem virðist ekki vilja yfirgefa Barcelona. Ten Hag er hins vegar þrjóskur og ætlar ekki að gefast upp.

Adrien Rabiot hjá Juventus og Cody Gakpo, leikmaður PSV, eru á meðal þeirra leikmanna sem eru óskalista Ten Hag en öll einbeiting félagsins fer nú í að sækja Frenkie De Jong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×