Enski boltinn

Fyrsti sigur Forest í Úrvalsdeildinni í 23 ár

Atli Arason skrifar
Leikmenn Nottingham Forest fagna marki Taiwo Awoniyi
Leikmenn Nottingham Forest fagna marki Taiwo Awoniyi Getty Images

Taiwo Awoniyi tryggði Nottingham Forest fyrsta sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í 23 ár en Forest lék síðasti sigurleikur Forest í úrvalsdeildinni kom árið 1999. Awoniyi skoraði eina markið í 1-0 sigri á West Ham.

Leikurinn var heilt yfir frekar jafn en West Ham komst yfir með marki Benrahma seint í fyrri hálfleiknum. Markið var þó dæmt af með aðstoð myndbandsdómgæslu þegar það kom í ljós að Michail Antonio hafi gerst brotlegur í aðdraganda marksins.

Í kjölfarið fór Forest í sókn á hinum enda vallarins og Jesse Lingard, leikmaður Forest, átti slakt skot sem Ben Johnson, leikmaður West Ham, komst í veg fyrir en Johnson náði ekki að hreinsa almennilega í burtu og sparkaði knettinum í Awoniyi og boltinn fór í mark West Ham af hnéskel Awoniyi. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks.

West Ham fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á 65. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Scott McKenna, leikmanns Forest, innan vítateigs.

Declan Rice bauðst til að taka vítaspyrnuna. Rice spyrnti boltanum niður í hægra markmannshornið en Dean Henderson, markvörður Forest, var lipur og snöggur og greip vítaspyrnu Rice frekar þægilega.

Nær komust gestirnir frá London ekki og Nottingham Forest fagnaði því endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með fyrsta heimasigrinum í deild þeirra bestu á þessari öld.

West Ham er ásamt Manchester United og Everton einu liðin sem hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á nýju tímabili. West Ham er í 19. sæti á betri markatölu en Manchester United. Nottingham Forest er hins vegar í 10. sæti með 3 stig eftir fyrstu tvo leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×