Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 07:31 Erik ten Hag í leiknum gegn Brentford. Hann boðaði leikmenn á æfingu daginn eftir. Shaun Botterill/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. Man United sá aldrei til sólar gegn Brentford og tapaði einkar sannfærandi 4-0. Liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og Ten Hag byrjar veru sína sem þjálfari Man Utd vægast sagt illa. Hollendingurinn hefur sagt að hann geti fyrirgefið mistök og að liðið, sem og hann sjálfur, séu enn að læra. Það sem hann getur ekki fyrirgefið er að leikmenn leggi sig ekki fram og það fengu leikmenn liðsins staðfest á sunnudag. Er hlaupatölur í 4-0 tapinu gegn Brentford eru skoðaðar kom í ljós að Man United hljóp samtals 13,8 kílómetrum minna en sigurliðið. Það er eitthvað sem Ten Hag telur ekki boðlegt og þurfti því hver og einn leikmaður liðsins að hlaupa þá vegalengd á æfingunni þrátt fyrir að hitinn væri vel yfir 30 gráður. Þá greina fjölmiðla ytra frá því að Ten Hag hafi hreinlega sagt leikmönnum að frammistaða þeirra hafi verið „sjokkerandi,“ þeir hafi „spilað eins og börn“ og að þeir hafi ekki verið nálægt þeim háa standard sem bæði hann og félagið setur. Á sunnudag sagði Sky Sports að Man United væri að íhuga að rifta samningi sínum við Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans á vellinum. Skömmu síðar dró Sky fréttina til baka eftir að Man Utd neitaði því. Það virðist hins vegar ljóst að Ten Hag er ekki hrifinn af vinnuframlagi Ronaldo né annarra leikmanna liðsins og hefur hann sagt stjórn félagsins að hann þurfi þrjá nýja leikmenn áður en glugginn lokar. Man United mætir Liverpool á mánudeginum eftir viku á Old Trafford og er talað um að stuðningsfólk heimaliðsins gæti gengið af velli í mótmælaskyni við eigendur félagsins. Það verður að koma í ljós en það er ljóst að lærisveinar Ten Hag mega ekki við annarri eins frammistöðu og á laugardaginn var. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Man United sá aldrei til sólar gegn Brentford og tapaði einkar sannfærandi 4-0. Liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og Ten Hag byrjar veru sína sem þjálfari Man Utd vægast sagt illa. Hollendingurinn hefur sagt að hann geti fyrirgefið mistök og að liðið, sem og hann sjálfur, séu enn að læra. Það sem hann getur ekki fyrirgefið er að leikmenn leggi sig ekki fram og það fengu leikmenn liðsins staðfest á sunnudag. Er hlaupatölur í 4-0 tapinu gegn Brentford eru skoðaðar kom í ljós að Man United hljóp samtals 13,8 kílómetrum minna en sigurliðið. Það er eitthvað sem Ten Hag telur ekki boðlegt og þurfti því hver og einn leikmaður liðsins að hlaupa þá vegalengd á æfingunni þrátt fyrir að hitinn væri vel yfir 30 gráður. Þá greina fjölmiðla ytra frá því að Ten Hag hafi hreinlega sagt leikmönnum að frammistaða þeirra hafi verið „sjokkerandi,“ þeir hafi „spilað eins og börn“ og að þeir hafi ekki verið nálægt þeim háa standard sem bæði hann og félagið setur. Á sunnudag sagði Sky Sports að Man United væri að íhuga að rifta samningi sínum við Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans á vellinum. Skömmu síðar dró Sky fréttina til baka eftir að Man Utd neitaði því. Það virðist hins vegar ljóst að Ten Hag er ekki hrifinn af vinnuframlagi Ronaldo né annarra leikmanna liðsins og hefur hann sagt stjórn félagsins að hann þurfi þrjá nýja leikmenn áður en glugginn lokar. Man United mætir Liverpool á mánudeginum eftir viku á Old Trafford og er talað um að stuðningsfólk heimaliðsins gæti gengið af velli í mótmælaskyni við eigendur félagsins. Það verður að koma í ljós en það er ljóst að lærisveinar Ten Hag mega ekki við annarri eins frammistöðu og á laugardaginn var.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira