Sakaður um að nauðga konum í læstum neyðarrýmum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 16:31 Benjamin Mendy við komuna á réttarhöldin í Chester í Englandi í dag. Getty/Christopher Furlong Saksóknari lýsti því fyrir rétti í Englandi í dag hvernig knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefði ásamt félaga sínum gert sér að leik að nauðga ungum konum í afgirtri glæsivillu sinni í Cheshire-sýslu. Fyrsti dagur réttarhaldanna yfir Mendy var í dag en þeir Louis Saha Mattuire, sem sagður er hafa hjálpað Mendy að finna konur, eru sakaðir um kynferðisbrot gegn alls þrettán konum. Samkvæmt grein The Guardian segir saksóknari að Mendy og Saha hafi fundið margar kvennanna á næturklúbbum í Manchester. Þeir hafi nýtt frægð og velmegun Mendys, sem orðið hefur heimsmeistari með Frakklandi og Englandsmeistari með City, til að lokka konurnar á heimili hans þar sem brotið hafi verið gegn þeim. Þetta hafi í raun orðið að „leik“ hjá þeim tveimur en brotin munu hafa átt sér stað frá október 2018 og fram til ársins 2021. Chester Crown Court heard on Monday morning that Manchester City's Benjamin Mendy locked women into his bedroom using panic room style latches after nights out and then raped them.Mendy denies all charges.https://t.co/aie8HUH1Pv— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2022 Tvær kvennanna segja að Mendy hafi nauðgað þeim í læstum rýmum, eða svokölluðum neyðarherbergjum (e. panic rooms). Við réttarhöldin í dag var birt myndband þar sem lögreglumaður útskýrði hvernig slík herbergi virka, og saksóknari ítrekaði að aðeins Mendy hefði vitað hvernig hægt væri að opna þessi rými. Það sé því auðvelt að gera sér í hugarlund að konunum hafi getað liðið eins og þær væru læstar inni. Saksóknarinn sagði Mendy og Saha hafa vitað nákvæmlega hvað þeir væru að gera. „Þetta var ekkert þannig að þeir hefðu gleymt því hvernig hlutirnir virka, í einhverju kynferðislegu afskiptaleysi. Þeir vissu fullvel hvað þeir voru að gera. Þeir breyttu konuleit sinni í leik og ef að einhver meiddist eða fór illa út úr því – því miður. Látum það hverfa,“ sagði saksóknarinn. Réttarhöldin halda áfram en þeir Mendy og Saha neita báðir allri sök, varðandi öll 22 ákæruatriðin sem um er að ræða. Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Fyrsti dagur réttarhaldanna yfir Mendy var í dag en þeir Louis Saha Mattuire, sem sagður er hafa hjálpað Mendy að finna konur, eru sakaðir um kynferðisbrot gegn alls þrettán konum. Samkvæmt grein The Guardian segir saksóknari að Mendy og Saha hafi fundið margar kvennanna á næturklúbbum í Manchester. Þeir hafi nýtt frægð og velmegun Mendys, sem orðið hefur heimsmeistari með Frakklandi og Englandsmeistari með City, til að lokka konurnar á heimili hans þar sem brotið hafi verið gegn þeim. Þetta hafi í raun orðið að „leik“ hjá þeim tveimur en brotin munu hafa átt sér stað frá október 2018 og fram til ársins 2021. Chester Crown Court heard on Monday morning that Manchester City's Benjamin Mendy locked women into his bedroom using panic room style latches after nights out and then raped them.Mendy denies all charges.https://t.co/aie8HUH1Pv— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2022 Tvær kvennanna segja að Mendy hafi nauðgað þeim í læstum rýmum, eða svokölluðum neyðarherbergjum (e. panic rooms). Við réttarhöldin í dag var birt myndband þar sem lögreglumaður útskýrði hvernig slík herbergi virka, og saksóknari ítrekaði að aðeins Mendy hefði vitað hvernig hægt væri að opna þessi rými. Það sé því auðvelt að gera sér í hugarlund að konunum hafi getað liðið eins og þær væru læstar inni. Saksóknarinn sagði Mendy og Saha hafa vitað nákvæmlega hvað þeir væru að gera. „Þetta var ekkert þannig að þeir hefðu gleymt því hvernig hlutirnir virka, í einhverju kynferðislegu afskiptaleysi. Þeir vissu fullvel hvað þeir voru að gera. Þeir breyttu konuleit sinni í leik og ef að einhver meiddist eða fór illa út úr því – því miður. Látum það hverfa,“ sagði saksóknarinn. Réttarhöldin halda áfram en þeir Mendy og Saha neita báðir allri sök, varðandi öll 22 ákæruatriðin sem um er að ræða.
Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira