Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 19:00 Ísabella í leik með Breiðablik síðasta vetur. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. „Ég er með samning í Ástralíu út þetta tímabil en ég kem aftur heim til Íslands í september og mun spila þar á næsta tímabili,“ sagði Isabella Ósk í samtali við Vísi í vikunni. Eftir erfiða byrjun í Ástralíu tókst Isabellu að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Panthers þar sem hún hefur leikið gífurlega vel en Isabella er meðal annars í 12. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, af þeim 156 leikmönnum sem leika í NBL 1 Central deildinni. Isabella er þar með 9 fráköst að meðaltali. Tímabilið í Ástralíu stendur yfir á meðan íslenska deildin er í sumarfríi. Isabella kemur því til með að koma beint inn í byrjun næsta tímabilsins eftir að hafa leikið körfubolta í Ástralíu síðan í maí. Isabella vill þó ekkert gefa upp með hvaða liði hún mun spila á næsta tímabili en Karfan.is hefur meðal annars orðað Isabellu við Keflavík sem og við endurkomu í Breiðablik. Einnig hefur hún verið orðuð við Íslandsmeistara Njarðvíkur og deildarmeistara Fjölnis. „Ég get ekkert sagt um það strax en þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ svaraði Isabella aðspurð að því hvar hún kemur til með að leika í vetur. Isabella er í viðræðum við nokkur lið á Íslandi en hún er uppalin í Kópavoginum hjá Breiðablik og hefur leikið með Blikum alla tíð, þangað til hún samdi við South Adelaide Panthers fyrr í sumar. Hún segist ekki enn vera búin að taka ákvörðun um það hvaða lið hún semur við. „Sumir verða kannski í sjokki þegar þau heyra að ég sé líka að tala við önnur lið en Breiðablik, þar sem ég hef alltaf spilað með Blikum,“ sagði Isabella. Á síðasta leiktímabili með Breiðablik skoraði Isabella 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 17 leikjum. Isabella lauk tímabilinu sem sá íslenski leikmaður með flest framlagsstig að meðaltali, eða 24,41 framlagsstig. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvar Isabella endar en hún mun eflaust reynast hvaða liði sem hún leikur með á næsta tímabili mikill hvalreki. Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29 Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Ég er með samning í Ástralíu út þetta tímabil en ég kem aftur heim til Íslands í september og mun spila þar á næsta tímabili,“ sagði Isabella Ósk í samtali við Vísi í vikunni. Eftir erfiða byrjun í Ástralíu tókst Isabellu að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Panthers þar sem hún hefur leikið gífurlega vel en Isabella er meðal annars í 12. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, af þeim 156 leikmönnum sem leika í NBL 1 Central deildinni. Isabella er þar með 9 fráköst að meðaltali. Tímabilið í Ástralíu stendur yfir á meðan íslenska deildin er í sumarfríi. Isabella kemur því til með að koma beint inn í byrjun næsta tímabilsins eftir að hafa leikið körfubolta í Ástralíu síðan í maí. Isabella vill þó ekkert gefa upp með hvaða liði hún mun spila á næsta tímabili en Karfan.is hefur meðal annars orðað Isabellu við Keflavík sem og við endurkomu í Breiðablik. Einnig hefur hún verið orðuð við Íslandsmeistara Njarðvíkur og deildarmeistara Fjölnis. „Ég get ekkert sagt um það strax en þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ svaraði Isabella aðspurð að því hvar hún kemur til með að leika í vetur. Isabella er í viðræðum við nokkur lið á Íslandi en hún er uppalin í Kópavoginum hjá Breiðablik og hefur leikið með Blikum alla tíð, þangað til hún samdi við South Adelaide Panthers fyrr í sumar. Hún segist ekki enn vera búin að taka ákvörðun um það hvaða lið hún semur við. „Sumir verða kannski í sjokki þegar þau heyra að ég sé líka að tala við önnur lið en Breiðablik, þar sem ég hef alltaf spilað með Blikum,“ sagði Isabella. Á síðasta leiktímabili með Breiðablik skoraði Isabella 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 17 leikjum. Isabella lauk tímabilinu sem sá íslenski leikmaður með flest framlagsstig að meðaltali, eða 24,41 framlagsstig. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvar Isabella endar en hún mun eflaust reynast hvaða liði sem hún leikur með á næsta tímabili mikill hvalreki.
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29 Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15
Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29
Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum