Enski boltinn

Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United

Atli Arason skrifar
Jim Ratcliffe hefur verið mikið í umræðunni í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár. Hér er hann í viðtali við Stöð 2 fyrir ekki svo löngu síðan.
Jim Ratcliffe hefur verið mikið í umræðunni í íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár. Hér er hann í viðtali við Stöð 2 fyrir ekki svo löngu síðan. Vísir/sigurjón

Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni.

Er þetta haft eftir talsmanni Ratcliffe í breskum fjölmiðlum í dag en Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands samkvæmt Mirror

„Ef félagið er til sölu þá er Jim einn af hugsanlegum kaupendum. Við myndum þá hafa langtíma eignarhald í huga“ sagði talsmaður Ratcliffe.

Glazer fjölskyldan keypti Manchester United árið 2005 og eru stuðningsmenn liðsins orðnir þreyttir á eigendunum en félagið hefur nánast verið í frjálsu falli síðustu ár. Stuðningsmenn United hafa ítrekað mótmælt núverandi eigendum en næstu fjöldamótmæli eru boðuð mánudaginn næsta, fyrir leik liðsins gegn Liverpool.

Er þessi yfirlýsing Ratcliffe olía á þann eld en mikill fjöldi hefur boðað komu sína á mótmælin eftir að Ratcliffe lýsti yfir þessum áhuga.

Mun Ratcliffe fjárfesta í félaginu með það í huga að bæta aðstæður liðsins, völlinn og leikmannahóp. 

„Þetta snýst ekki um peninga sem hefur verið eða hefur ekki verið eytt. Jim er að horfa á hvað getur verið gert hér og nú en hann veit hvað félagið er mikilvægt fyrir borgina og stuðningsmennina. Það er kominn tími á að endurræsa félagið“

Ratcliffe hafði fyrr á þessu ári lýst yfir áhuga á því að kaupa Chelsea en þau kaup gegnu ekki í eftir. Ratcliffe er nú þegar tengdur inn í fótboltann en hann á franska félagið Nice

Ratcliffe er fæddur í Failsworth sem er hluti af Manchester svæðinu og hefur sjálfur verið stuðningsmaður Manchester United allt sitt líf.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×