Innlent

Vatns­staða lóns við Lang­jökul hækkar

Árni Sæberg skrifar
Langjökull er fagur úr lofti.
Langjökull er fagur úr lofti. Vísir/RAX

Gervitunglamynd sýnir að vatnsstaða í lóni við Langjökul er orðin nokkuð há. Þrisvar hefur hlaupið úr lóninu svo vitað sé, allt á síðustu átta árum.

Í færslu í Eldfjallafræði og náttúrvárhóps Háskóla Íslands á Facebook segir að LANDSAT-8 gervitunglamynd frá 16. ágúst sýni háa stöðu lónsins. Þar segir jafnframt að aðeins þrisvar hafi hlaupið úr lóninu, í ágúst árið 2020, í ágúst árið 2017 og í september árið 2014.

Þá segir að hlaupvatn úr lóninu renni undir jökli til suðvestur, þá í Svartá og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Það valdi örri breytingu á vatnshæð í Svartá og Hvítá og geti verið varasöm sé fólk á ferli við ána eða í ánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×