Fékk heilblóðfall á heimsleikunum í CrossFit en vill keppa á næstu leikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 08:30 Dave Rempel annars vegar á sjúkrahúsinu og svo nokkrum dögum fyrr í myndatöku fyrir heimsleikana í CrossFit. Instagram/@rem_fitdave Morning Chalk Up vefurinn fjallar um örlög eins keppandans á heimsleikunum CrossFit í ár en sem betur fer lítur út fyrir það að sagan ætli að enda mun betur en á horfðist. Kanadamaðurinn Dave Rempel var að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á dögunum þar sem hann tók þátt í einum öldungaflokknum. Hann var hins vegar hætt kominn á fyrsta degi. Rempel, sem er 51 árs gamall, keppti í flokki 50 til 54 ára. Hann gerði mjög vel í annarri grein keppninnar þar sem hann varð annar. Næst á dagskrá var opnunarhátíðin en svo var komið að þriðju grein. Rempel sagði að hann hafi byrjað að hita upp fyrir næstu grein en að honum hafi liðið eitthvað undarlega. „Ég hugsaði að kannski hefði hádegismaturinn eitthvað farið illa í mig. Ég tók því rólega, fékk mér nokkra endurheimtardrykki, reyndi að drekka vatn og koma næringarefnum í mig,“ sagði Dave Rempel í viðtalinu við Morning Chalk Up. „Hlaupin og kaðlarnir reyndu mikið á mig. Ég tók sippubandið mitt til að byrja upphitun af því að það var sippað í næstu grein. Á leiðinni þangað þá datt bandið úr hendi minni. Ég hugsaði: Hvernig missti ég bandið? Svo gerðist það aftur,“ sagði Rempel. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þegar við vorum á leiðinni á staðinn þá sá ég að annar helmingur líkama hans var alveg máttlaus. Ég man eftir því að ég horfði á hina strákana og það var eins og við vissum allir hvað væri að gerast. Mér datt ekkert annað í hug en að hann væri að fá heilablóðfall,“ sagði Ernie Stewart, þjálfari Rempel. Þjálfarinn kallaði á sjúkraliða og lækna á mótsvæðinu sem voru fljótir að aðstoða og nokkrum mínútum síðar var Rempel á leiðinni á sjúkrahús. Læknum tókst að losa blóðtappann með skurðaðgerð og bjarga honum frá alvarlegum afleiðingum. Það skipti miklu máli í hversu góðu formi Rempel var sem og að það liðu aðeins sautján mínútur frá atvikinu þar til að hann var komin á skurðarborðið. Stewart segir að það sé engin uppgjafartónn í sínum manni þegar kemur að CrossFit. „Ég ætla að ná mér hundrað prósent, koma aftur og vinna heimsleikana,“ sagði Ernie Stewart að Rempel hefði sagt við sig. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig líkaminn hans kemur út úr þessu áfalli. Rempel varð eftir í Madison á meðan hann var jafna sig en snéri síðan svo til baka til Kanada. Hann ætlar að taka næstu skref á CrossFit ferlinum í samráði við lækna og í góðum bandi við þjálfara sinn. View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Kanadamaðurinn Dave Rempel var að keppa á sínum fyrstu heimsleikum á dögunum þar sem hann tók þátt í einum öldungaflokknum. Hann var hins vegar hætt kominn á fyrsta degi. Rempel, sem er 51 árs gamall, keppti í flokki 50 til 54 ára. Hann gerði mjög vel í annarri grein keppninnar þar sem hann varð annar. Næst á dagskrá var opnunarhátíðin en svo var komið að þriðju grein. Rempel sagði að hann hafi byrjað að hita upp fyrir næstu grein en að honum hafi liðið eitthvað undarlega. „Ég hugsaði að kannski hefði hádegismaturinn eitthvað farið illa í mig. Ég tók því rólega, fékk mér nokkra endurheimtardrykki, reyndi að drekka vatn og koma næringarefnum í mig,“ sagði Dave Rempel í viðtalinu við Morning Chalk Up. „Hlaupin og kaðlarnir reyndu mikið á mig. Ég tók sippubandið mitt til að byrja upphitun af því að það var sippað í næstu grein. Á leiðinni þangað þá datt bandið úr hendi minni. Ég hugsaði: Hvernig missti ég bandið? Svo gerðist það aftur,“ sagði Rempel. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þegar við vorum á leiðinni á staðinn þá sá ég að annar helmingur líkama hans var alveg máttlaus. Ég man eftir því að ég horfði á hina strákana og það var eins og við vissum allir hvað væri að gerast. Mér datt ekkert annað í hug en að hann væri að fá heilablóðfall,“ sagði Ernie Stewart, þjálfari Rempel. Þjálfarinn kallaði á sjúkraliða og lækna á mótsvæðinu sem voru fljótir að aðstoða og nokkrum mínútum síðar var Rempel á leiðinni á sjúkrahús. Læknum tókst að losa blóðtappann með skurðaðgerð og bjarga honum frá alvarlegum afleiðingum. Það skipti miklu máli í hversu góðu formi Rempel var sem og að það liðu aðeins sautján mínútur frá atvikinu þar til að hann var komin á skurðarborðið. Stewart segir að það sé engin uppgjafartónn í sínum manni þegar kemur að CrossFit. „Ég ætla að ná mér hundrað prósent, koma aftur og vinna heimsleikana,“ sagði Ernie Stewart að Rempel hefði sagt við sig. Það á þó eftir að koma í ljós hvernig líkaminn hans kemur út úr þessu áfalli. Rempel varð eftir í Madison á meðan hann var jafna sig en snéri síðan svo til baka til Kanada. Hann ætlar að taka næstu skref á CrossFit ferlinum í samráði við lækna og í góðum bandi við þjálfara sinn. View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave) View this post on Instagram A post shared by Dave Rempel (@rem_fitdave)
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira