Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:30 Unnsteinn Manúel og Hermigervill sameinuðu krafta sína í laginu Eitur. Helga Laufey Ásgeirsdóttir Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. Hver er innblásturinn að laginu? Ég er að vinna að fyrstu sólóplötunni minni með Hermigervli. Hann kom til mín til Berlínar síðasta sumar og við byrjuðum í raun og veru upp á nýtt á plötunni þegar við lentum á þessu lagi. Hermigervill tók gítargutl frá mér og forritaði úr því þennan takt sem varð svo upphafið að laginu og í raun innblástur að plötunni í heild sinni. Ég er að einblína á danstónlist, það er tónlistin sem ég vil heyra og ég finn það að hlustendur eru á sama máli og vilja komast út að dansa eftir faraldurinn. Textinn er svo eiginlega innsýn í hugarheim okkar skemmtikrafta sem stöndum á sviðinu á klúbbnum. Hefur það verið lengi í bígerð? Það eru vísar í laginu sem eru frá því fyrir mörgum árum síðan, en við kláruðum svo lagið að mestu leyti þegar við frumfluttum það í Kryddsíldinni síðustu áramót. Ég vann aðeins í textanum síðan og ég fékk gamla gengið mitt úr stúdíóinu til þess að gefa laginu ákveðin glans. Young Karin og Flóni syngja bakraddir og Young Nazareth hljóðblandaði lagið. Klippa: Unnsteinn Manuel - Eitur Hvernig hefur sumarið verið? Þetta hefur verið mjög gott sumar, Hermigervill kom til mín til Berlínar og við unnum í plötunni. Svo fór restin af sumrinu í að undirbúa flutninga heim til Íslands eftir tvö ár í Berlín. Hilmar Mathiesen/ Viktor Weishappel Hvað er á döfinni? Ég ætla gefa út tónlist með reglulegu millibili og reyna bara að spila sem mest. Mig þyrstir í að koma fram aftur eftir þessa skrýtnu tíma og hlakka til að deila þessari nýju tónlist með sem flestum. Hermigervill og Unnsteinn að störfum.Helga Laufey Ásgeirsdóttir Tónlist Menning Tengdar fréttir Hermigervill og Unnsteinn slúttuðu Kryddsíldinni Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill héldu uppi stuðinu í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í gær, gamlársdag. 1. janúar 2022 22:22 Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur. 31. desember 2021 15:05 Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hver er innblásturinn að laginu? Ég er að vinna að fyrstu sólóplötunni minni með Hermigervli. Hann kom til mín til Berlínar síðasta sumar og við byrjuðum í raun og veru upp á nýtt á plötunni þegar við lentum á þessu lagi. Hermigervill tók gítargutl frá mér og forritaði úr því þennan takt sem varð svo upphafið að laginu og í raun innblástur að plötunni í heild sinni. Ég er að einblína á danstónlist, það er tónlistin sem ég vil heyra og ég finn það að hlustendur eru á sama máli og vilja komast út að dansa eftir faraldurinn. Textinn er svo eiginlega innsýn í hugarheim okkar skemmtikrafta sem stöndum á sviðinu á klúbbnum. Hefur það verið lengi í bígerð? Það eru vísar í laginu sem eru frá því fyrir mörgum árum síðan, en við kláruðum svo lagið að mestu leyti þegar við frumfluttum það í Kryddsíldinni síðustu áramót. Ég vann aðeins í textanum síðan og ég fékk gamla gengið mitt úr stúdíóinu til þess að gefa laginu ákveðin glans. Young Karin og Flóni syngja bakraddir og Young Nazareth hljóðblandaði lagið. Klippa: Unnsteinn Manuel - Eitur Hvernig hefur sumarið verið? Þetta hefur verið mjög gott sumar, Hermigervill kom til mín til Berlínar og við unnum í plötunni. Svo fór restin af sumrinu í að undirbúa flutninga heim til Íslands eftir tvö ár í Berlín. Hilmar Mathiesen/ Viktor Weishappel Hvað er á döfinni? Ég ætla gefa út tónlist með reglulegu millibili og reyna bara að spila sem mest. Mig þyrstir í að koma fram aftur eftir þessa skrýtnu tíma og hlakka til að deila þessari nýju tónlist með sem flestum. Hermigervill og Unnsteinn að störfum.Helga Laufey Ásgeirsdóttir
Tónlist Menning Tengdar fréttir Hermigervill og Unnsteinn slúttuðu Kryddsíldinni Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill héldu uppi stuðinu í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í gær, gamlársdag. 1. janúar 2022 22:22 Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur. 31. desember 2021 15:05 Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hermigervill og Unnsteinn slúttuðu Kryddsíldinni Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill héldu uppi stuðinu í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í gær, gamlársdag. 1. janúar 2022 22:22
Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur. 31. desember 2021 15:05