Hofsá og Selá á mikilli siglingu Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2022 12:50 Hofsá í Vopnafirði Veiðin í Hofsá og Selá er á mikilli siglingu þessa dagana en síðustu holl í ánum hafa verið að gera það mjög gott. Vikuveiðin í þessum tveimur ám var einstaklega góð en í Hofsá komu 180 laxar á land sem setur heildarveiðina í ánni upp í 821 lax það sem af er sumri. Selá var með vikuveiði uppá 114 laxa og heildarveiðin þar komin í 751 lax. Lokatölur úr Hofsá sumarið 2021 var 601 lax en miðað við gang mála núna er alls víst að hún fari yfir 1.000 laxa í ár. Selá á ekki nema 13 laxa í að ná heildarveiðinni í fyrra sem var 764 laxar. Þegar veiðitölurnar eru skoðaðar heilt yfir landið virðist Norður-austur hornið vera í góðum málum og flestar árnar á vesturlandi með einhverjum undantekningum þó. Það sem síðan vekur upp spurningar er staðan í ánum á Norð-vesturlandi en þar er til dæmis Hrútafjarðará með einhverja lökustu veiði sem hefur sést lengi en aðeins 117 laxar hafa veiðst þar í sumar. Blanda á sömuleiðis annað lakt sumar í röð og svo er Miðfjarðará heldur undir væntingum. Það er rétt um mánuður eftir af veiðitímanum og margar árnar eiga oft góða endaspretti en það er þó ljóst að sumarið sem margir spámenn töldu að væri hrakfarasumar er bara meðalár, kannski aðeins undir því. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði
Vikuveiðin í þessum tveimur ám var einstaklega góð en í Hofsá komu 180 laxar á land sem setur heildarveiðina í ánni upp í 821 lax það sem af er sumri. Selá var með vikuveiði uppá 114 laxa og heildarveiðin þar komin í 751 lax. Lokatölur úr Hofsá sumarið 2021 var 601 lax en miðað við gang mála núna er alls víst að hún fari yfir 1.000 laxa í ár. Selá á ekki nema 13 laxa í að ná heildarveiðinni í fyrra sem var 764 laxar. Þegar veiðitölurnar eru skoðaðar heilt yfir landið virðist Norður-austur hornið vera í góðum málum og flestar árnar á vesturlandi með einhverjum undantekningum þó. Það sem síðan vekur upp spurningar er staðan í ánum á Norð-vesturlandi en þar er til dæmis Hrútafjarðará með einhverja lökustu veiði sem hefur sést lengi en aðeins 117 laxar hafa veiðst þar í sumar. Blanda á sömuleiðis annað lakt sumar í röð og svo er Miðfjarðará heldur undir væntingum. Það er rétt um mánuður eftir af veiðitímanum og margar árnar eiga oft góða endaspretti en það er þó ljóst að sumarið sem margir spámenn töldu að væri hrakfarasumar er bara meðalár, kannski aðeins undir því.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði