Ragnhildur komst ekki í gegnum niðurskurð Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 16:01 Ragnhildur Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, komst ekki í gegnum niðurskurð á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina á Rancho Mirage-golfvellinum í Kaliforníu í nótt. Skorið var niður eftir þrjá hringi en Ragnhildur lék sinn þriðja hring í nótt. Hún fór hringinn á fjórum höggum yfir pari, líkt og annan hringinn nóttina á undan. Hún lauk keppni á átta höggum yfir pari eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari. Hún var því sex höggum frá niðurskurðarlínunni sem markaðist við tvö högg yfir pari. Hún átti fína spretti um helgina og segir í samtali við Kylfing.is að hún telji sig eiga heima á þessu sviði og að þetta fari í reynslubankann. „Þó að ég sé ekki sátt með spilamennskuna sjálfa, tek ég margt frá þessari viku hérna í Kaliforníu. Mér finnst ég klárlega eiga heima á þessu sviði og veit ég að þessi reynsla mun bara hjálpa mér við það að komast á þann stað sem ég vil komast á,“ er haft eftir Ragnhildi á Kylfingur.is. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur hlotið keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni, sem er sú sterkasta í heimi. Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skorið var niður eftir þrjá hringi en Ragnhildur lék sinn þriðja hring í nótt. Hún fór hringinn á fjórum höggum yfir pari, líkt og annan hringinn nóttina á undan. Hún lauk keppni á átta höggum yfir pari eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari. Hún var því sex höggum frá niðurskurðarlínunni sem markaðist við tvö högg yfir pari. Hún átti fína spretti um helgina og segir í samtali við Kylfing.is að hún telji sig eiga heima á þessu sviði og að þetta fari í reynslubankann. „Þó að ég sé ekki sátt með spilamennskuna sjálfa, tek ég margt frá þessari viku hérna í Kaliforníu. Mér finnst ég klárlega eiga heima á þessu sviði og veit ég að þessi reynsla mun bara hjálpa mér við það að komast á þann stað sem ég vil komast á,“ er haft eftir Ragnhildi á Kylfingur.is. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur hlotið keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni, sem er sú sterkasta í heimi.
Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira