Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 22. ágúst 2022 13:23 Þær Hrönn og Hrafnhildur Hlín sátu í skipulagsnefnd þar sem lóðaúthlutun til Heidelberg Cement var samþykkt. Þær dauðsjá nú eftir því að skrifað undir það og biðjast afsökunar. vísir/vilhelm/egill/xb framfarasinnar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. Vísir fjallaði ítarlega um málið á föstudaginn og nú hafa tveir sveitarstjórnarmenn Ölfuss, þær Hrönn Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, ritað grein sem þær birta í Hafnarfréttum þar sem þær harma að hafa samþykkt á fundi skipulagsnefndar 21. júlí síðastliðinn umsókn Heidelberg Cement um tæplega 5 hektara lóð undir vinnslu sements sem flytja á út til Evrópu. Þær Hrönn og Hrafnhildur Hlín sátu umræddan fund sem fulltrúar XB Framfarasinna og segja að þær hefðu „aldrei átt að veita samþykki fyrir lóðaúthlutuninni enda endurspeglar þetta verkefni hvorki skoðun okkar persónulega né stefnumál framboðsins.“ Í greininni segjast þær þar hafa gengið gegn þeirri stefnu að laða til samfélagsins lítil og meðalstór fyrirtæki sem þessi áform séu sannarlega ekki. „Það er vont að fara gegn eigin sannfæringu og því langar okkur að leiðrétta þetta, viðurkenna mistök okkar og draga lærdóm af,“ segja þær Hrönn og Hrafnhildur Hlín. Sem leggja áherslu á að verkefni af þessari stærðargráðu að fara þurfi í ítarlega íbúakynningu en ekki eigi að taka ákvarðanir sem þessar í flýti og/eða undir pressu. Sjálfstæðisflokkurinn er með meirihluta í Ölfusi, sveitarfélaginu sem Þorlákshöfn tilheyrir. Elliði Vignisson bæjarstjóri og Ása Berglind Hjálmarsdóttir oddviti H-listans eru á öndverðum meiði; meðan sú síðarnefnda vill gjalda varhug við fyrirhuguðum framkvæmdum telur Elliði að leita verði allra leiða til að fá hina atvinnuskapandi og tekjuaukandi starfsemi í Þorlákshöfn. vísir/egill „Margur kann að hugsa að þessi grein sé skrifuð af pressu frá samflokksmönnum, H-listanum eða vegna umræðunnar í samfélaginu en það er svo sannarlega ekki málið. Þeir sem standa okkur næst vita að svo er ekki. Málið búið að liggja þungt á okkur enda var okkur strax ljóst að við gerðum mistök. En til að læra af mistökunum þurfum við að horfast í augu við þau og viðurkenna þau,“ segir meðal annars í pistli þeirra. Eftir umfjöllun Vísis á föstudag skrifuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem skipa meirihluta í Ölfusi grein til birtingar á Vísi. Tilefnið var að sögn: „Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags“. Þar er vísað til orða Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur bæjarfulltrúa H-lista í umfjöllun Vísis. Í greininni eru rakin ýmis atriði sem greinarhöfundar flokka sem rangfærslur. Þannig að ljóst má vera að í Þorlákshöfn eru skiptar skoðanir um skipulag og atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu. Ölfus Stóriðja Samgöngur Skipulag Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Þorpið mitt Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. 20. ágúst 2022 18:01 Berum virðingu, vöndum okkur Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. 19. ágúst 2022 14:32 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Vísir fjallaði ítarlega um málið á föstudaginn og nú hafa tveir sveitarstjórnarmenn Ölfuss, þær Hrönn Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, ritað grein sem þær birta í Hafnarfréttum þar sem þær harma að hafa samþykkt á fundi skipulagsnefndar 21. júlí síðastliðinn umsókn Heidelberg Cement um tæplega 5 hektara lóð undir vinnslu sements sem flytja á út til Evrópu. Þær Hrönn og Hrafnhildur Hlín sátu umræddan fund sem fulltrúar XB Framfarasinna og segja að þær hefðu „aldrei átt að veita samþykki fyrir lóðaúthlutuninni enda endurspeglar þetta verkefni hvorki skoðun okkar persónulega né stefnumál framboðsins.“ Í greininni segjast þær þar hafa gengið gegn þeirri stefnu að laða til samfélagsins lítil og meðalstór fyrirtæki sem þessi áform séu sannarlega ekki. „Það er vont að fara gegn eigin sannfæringu og því langar okkur að leiðrétta þetta, viðurkenna mistök okkar og draga lærdóm af,“ segja þær Hrönn og Hrafnhildur Hlín. Sem leggja áherslu á að verkefni af þessari stærðargráðu að fara þurfi í ítarlega íbúakynningu en ekki eigi að taka ákvarðanir sem þessar í flýti og/eða undir pressu. Sjálfstæðisflokkurinn er með meirihluta í Ölfusi, sveitarfélaginu sem Þorlákshöfn tilheyrir. Elliði Vignisson bæjarstjóri og Ása Berglind Hjálmarsdóttir oddviti H-listans eru á öndverðum meiði; meðan sú síðarnefnda vill gjalda varhug við fyrirhuguðum framkvæmdum telur Elliði að leita verði allra leiða til að fá hina atvinnuskapandi og tekjuaukandi starfsemi í Þorlákshöfn. vísir/egill „Margur kann að hugsa að þessi grein sé skrifuð af pressu frá samflokksmönnum, H-listanum eða vegna umræðunnar í samfélaginu en það er svo sannarlega ekki málið. Þeir sem standa okkur næst vita að svo er ekki. Málið búið að liggja þungt á okkur enda var okkur strax ljóst að við gerðum mistök. En til að læra af mistökunum þurfum við að horfast í augu við þau og viðurkenna þau,“ segir meðal annars í pistli þeirra. Eftir umfjöllun Vísis á föstudag skrifuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem skipa meirihluta í Ölfusi grein til birtingar á Vísi. Tilefnið var að sögn: „Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags“. Þar er vísað til orða Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur bæjarfulltrúa H-lista í umfjöllun Vísis. Í greininni eru rakin ýmis atriði sem greinarhöfundar flokka sem rangfærslur. Þannig að ljóst má vera að í Þorlákshöfn eru skiptar skoðanir um skipulag og atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu.
Ölfus Stóriðja Samgöngur Skipulag Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Þorpið mitt Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. 20. ágúst 2022 18:01 Berum virðingu, vöndum okkur Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. 19. ágúst 2022 14:32 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þorpið mitt Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. 20. ágúst 2022 18:01
Berum virðingu, vöndum okkur Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri. 19. ágúst 2022 14:32
„Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53