Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool

Atli Arason skrifar
Erik ten Hag fagnar sigrinum í kvöld á meðan Juregn Klopp virðist áhyggjufullur í bakgrunni.
Erik ten Hag fagnar sigrinum í kvöld á meðan Juregn Klopp virðist áhyggjufullur í bakgrunni. Getty Images

Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum.

Eftir tap í fyrstu tveimur umferðunum skildi Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, Cristiano Ronaldo og fyrirliðann Harry Maguire eftir á varamannabekknum fyrir leikinn í kvöld og það virtist ganga vel eftir þar sem United sem sótti sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Hollendingsins.

 Stuðningsmenn United boðuðu til mótmæla fyrir utan Old Trafford gegn eigendum liðsins, Glazer fjölskyldunni. Það virtist þó ekki hafa slæm áhrif á leikmenn Manchester United því liðið byrjaði leikinn af krafti.

Jadon Sancho kom heimamönnum í forystu eftir einungis 16 mínútna leik. Sancho fékk þá tíma og pláss inn í vítateig Liverpool eftir undirbúning Anthony Elanga og kláraði færið sitt afar snyrtilega framhjá Alisson í marki Liverpool og heimamenn voru marki yfir í leikhléi.

Marcus Rashford tvöfaldaði svo forystu United snemma í síðari hálfleik. Rashford komst þá einn í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Anthony Martial og Rashford tókst að koma boltanum í mark gestanna.

Mohamed Salah tókst þó að gera lokamínútur leiksins spennandi þegar hann skoraði af stuttu færi á 81. mínútu. Nær komust gestirnir þó ekki og leiknum lauk með 2-1 sigri Manchester United, við mikinn fögnuð þeirra stuðningsmanna United sem voru eftir í stúkunni.

Manchester United stekkur úr botnsæti deildarinnar og upp fyrir Liverpool með sigrinum. United er nú í 14. sæti með 3 stig á meðan Liverpool er í því 16. með 2 stig.


Tengdar fréttir

Klopp segir að Liverpool eigi að fá stigin verði stórleiknum frestað

Stuðningsmenn Manchester United hafa boðað til mótmæla fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford, fyrir stórleik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sitt lið ætti að fá þrjú stig ef fresta þarf leiknum vegna mótmælanna.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira