Sanna Marin segir síðustu daga erfiða með tárin í augunum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur gefið út að hún hafi aldrei á ævi sinni tekið eiturlyf og hefur hún farið í fíkniefnapróf til að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum umrætt kvöld. EPA/Kimmo Brandt Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands steig upp í pontu í borginni Lahti í Finnlandi í dag og ræddi fjölmiðlaumræðu síðustu daga vegna djammmyndbanda af henni sem lekið var á netið. Með tár í augum sagði Marin síðustu daga hafa verið henni mjög erfiða. Fyrsta myndbandið af Marin fór í dreifingu þann 17. ágúst síðastliðinn, í myndbandinu sást hún syngja, dansa og skemmta sér en myndböndin sagði hún hafa verið tekin fyrir nokkrum vikum síðan. Öðru keimlíku myndbandi af Marin var síðan lekið þann 19. ágúst. Í kjölfar birtinga fór Marin í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki neytt fíkniefna en hún var sökuð af andstæðingum sínum í þinginu um að hafa verið á eiturlyfjum þegar myndböndin voru tekin. Marin neitaði því staðfast og var prófið sagt neikvætt. Í ræðu sinni í Lahti fyrr í dag segist Marin vonast til þess að horft sé til þess hvað hún geri í starfi sínu sem forsætisráðherra fremur en hvernig hún eyði frítíma sínum. Hún segist harma það að myndbönd sem þessi hafi farið í dreifingu en hún viti að almenningur vilji ekki sjá þau, ekki frekar en að hún hafi viljað þau í dreifingu. Miðillinn Ilta-Sanomat greinir frá þessu. „Samt sem áður er þessu dreift, þetta er einkamál, þetta er gleði, þetta er lífið en ég hef ekki misst af einum vinnudegi, ég hef ekki sleppt einu einasta verkefni og það mun ég ekki gera,“ segir Marin. Marin segir að hún muni læra af þessu og halda áfram að sinna starfi sínu vel. Haft er eftir samstarfsmönnum Marin í flokki Sósíaldemókrata (SDP) þar sem þau segjast vona að nú verði hægt að einblína á erfið verkefni sem séu fram undan í vetur. Finnland Tengdar fréttir Djammmyndbönd af finnska forsætisráðherranum valda fjaðrafoki Myndbönd sem sýna finnska forsætisráðherrann dansandi, syngjandi og að skemmta sér hafa valdið nokkru fjaðrafoki í Finnlandi eftir að þau fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og í finnskum fjölmiðlum í gær. 18. ágúst 2022 10:34 Nýju myndbandi af Sönnu Marin lekið Nýju myndbandi af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur verið lekið á netið. Í myndbandinu sést hún dansa þétt upp við finnsku rokkstjörnuna Olavi Uusivirta. Talið er að myndbandið hafi verið tekið sama kvöld og hin myndböndin sem lekið var fyrr í vikunni 19. ágúst 2022 14:58 Sanna sannar að hún hafi ekki tekið eiturlyf Niðurstöður úr fíkniefnaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tók fyrir helgi sýna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf síðustu daga. 22. ágúst 2022 15:09 Sanna Marin fór í fíkniefnapróf Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 19. ágúst 2022 14:00 Tóku mynd berar að ofan í forsætisráðherrabústaðnum Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist afsökunar á mynd sem áhrifavaldur tók inni á baðherbergi forsætisráðherrabústaðarins. Á myndinni var áhrifavaldurinn, ásamt annarri konu, búinn að lyfta bol sínum. Brjóst þeirra voru falin með skilti sem Sanna fékk á blaðamannafundi hjá Evrópusambandinu. 23. ágúst 2022 13:24 Konur dansa til stuðnings Sönnu Myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, hefur slegið í gegn á Twitter í kjölfar þess að myndbönd af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dansa láku á netið. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann. 22. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Fyrsta myndbandið af Marin fór í dreifingu þann 17. ágúst síðastliðinn, í myndbandinu sást hún syngja, dansa og skemmta sér en myndböndin sagði hún hafa verið tekin fyrir nokkrum vikum síðan. Öðru keimlíku myndbandi af Marin var síðan lekið þann 19. ágúst. Í kjölfar birtinga fór Marin í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki neytt fíkniefna en hún var sökuð af andstæðingum sínum í þinginu um að hafa verið á eiturlyfjum þegar myndböndin voru tekin. Marin neitaði því staðfast og var prófið sagt neikvætt. Í ræðu sinni í Lahti fyrr í dag segist Marin vonast til þess að horft sé til þess hvað hún geri í starfi sínu sem forsætisráðherra fremur en hvernig hún eyði frítíma sínum. Hún segist harma það að myndbönd sem þessi hafi farið í dreifingu en hún viti að almenningur vilji ekki sjá þau, ekki frekar en að hún hafi viljað þau í dreifingu. Miðillinn Ilta-Sanomat greinir frá þessu. „Samt sem áður er þessu dreift, þetta er einkamál, þetta er gleði, þetta er lífið en ég hef ekki misst af einum vinnudegi, ég hef ekki sleppt einu einasta verkefni og það mun ég ekki gera,“ segir Marin. Marin segir að hún muni læra af þessu og halda áfram að sinna starfi sínu vel. Haft er eftir samstarfsmönnum Marin í flokki Sósíaldemókrata (SDP) þar sem þau segjast vona að nú verði hægt að einblína á erfið verkefni sem séu fram undan í vetur.
Finnland Tengdar fréttir Djammmyndbönd af finnska forsætisráðherranum valda fjaðrafoki Myndbönd sem sýna finnska forsætisráðherrann dansandi, syngjandi og að skemmta sér hafa valdið nokkru fjaðrafoki í Finnlandi eftir að þau fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og í finnskum fjölmiðlum í gær. 18. ágúst 2022 10:34 Nýju myndbandi af Sönnu Marin lekið Nýju myndbandi af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur verið lekið á netið. Í myndbandinu sést hún dansa þétt upp við finnsku rokkstjörnuna Olavi Uusivirta. Talið er að myndbandið hafi verið tekið sama kvöld og hin myndböndin sem lekið var fyrr í vikunni 19. ágúst 2022 14:58 Sanna sannar að hún hafi ekki tekið eiturlyf Niðurstöður úr fíkniefnaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tók fyrir helgi sýna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf síðustu daga. 22. ágúst 2022 15:09 Sanna Marin fór í fíkniefnapróf Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 19. ágúst 2022 14:00 Tóku mynd berar að ofan í forsætisráðherrabústaðnum Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist afsökunar á mynd sem áhrifavaldur tók inni á baðherbergi forsætisráðherrabústaðarins. Á myndinni var áhrifavaldurinn, ásamt annarri konu, búinn að lyfta bol sínum. Brjóst þeirra voru falin með skilti sem Sanna fékk á blaðamannafundi hjá Evrópusambandinu. 23. ágúst 2022 13:24 Konur dansa til stuðnings Sönnu Myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, hefur slegið í gegn á Twitter í kjölfar þess að myndbönd af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dansa láku á netið. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann. 22. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Djammmyndbönd af finnska forsætisráðherranum valda fjaðrafoki Myndbönd sem sýna finnska forsætisráðherrann dansandi, syngjandi og að skemmta sér hafa valdið nokkru fjaðrafoki í Finnlandi eftir að þau fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og í finnskum fjölmiðlum í gær. 18. ágúst 2022 10:34
Nýju myndbandi af Sönnu Marin lekið Nýju myndbandi af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur verið lekið á netið. Í myndbandinu sést hún dansa þétt upp við finnsku rokkstjörnuna Olavi Uusivirta. Talið er að myndbandið hafi verið tekið sama kvöld og hin myndböndin sem lekið var fyrr í vikunni 19. ágúst 2022 14:58
Sanna sannar að hún hafi ekki tekið eiturlyf Niðurstöður úr fíkniefnaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tók fyrir helgi sýna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf síðustu daga. 22. ágúst 2022 15:09
Sanna Marin fór í fíkniefnapróf Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 19. ágúst 2022 14:00
Tóku mynd berar að ofan í forsætisráðherrabústaðnum Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist afsökunar á mynd sem áhrifavaldur tók inni á baðherbergi forsætisráðherrabústaðarins. Á myndinni var áhrifavaldurinn, ásamt annarri konu, búinn að lyfta bol sínum. Brjóst þeirra voru falin með skilti sem Sanna fékk á blaðamannafundi hjá Evrópusambandinu. 23. ágúst 2022 13:24
Konur dansa til stuðnings Sönnu Myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, hefur slegið í gegn á Twitter í kjölfar þess að myndbönd af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dansa láku á netið. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann. 22. ágúst 2022 11:31