Haaland skoraði þrennu í endurkomusigri City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 15:55 Erling Braut Haaland elskar að skora. Shaun Botterill/Getty Images Norðmaðurinn Erling Braut Haaland var sjóðandi heitur er Englandsmeistarar Manchester City komu til baka og unnu 4-2 sigur gegn Crystal Palace eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. Gestirnir í Crystal Palace tóku forystuna snemma leiks þegar John Stones varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net. Varnarmaðurinn Joachim Andersen tvöfaldaði svo forystu gestanna eftir tuttugu mínútna leik og staðan því 0-2 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn í City mættu þó ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og Bernardo Silva minnkaði muninn á 53. mínútu áður en ERling Haaland jafnaði metin tíu mínútum síðar. Haaland fullkomnaði svo endurkomu heimamanna með marki á 70. mínútu leiksins áður en hann fullkomnaði þrennu sína tíu mínútum síðar og tryggði liðinu 4-2 sigur. Manchester City er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki, einu stigi meira en Arsenal sem á einn leik til góða. Crystal Palace situr hins vegar í 14. sæti deildarinnar með fjögur stig. Fótbolti Enski boltinn
Norðmaðurinn Erling Braut Haaland var sjóðandi heitur er Englandsmeistarar Manchester City komu til baka og unnu 4-2 sigur gegn Crystal Palace eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. Gestirnir í Crystal Palace tóku forystuna snemma leiks þegar John Stones varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net. Varnarmaðurinn Joachim Andersen tvöfaldaði svo forystu gestanna eftir tuttugu mínútna leik og staðan því 0-2 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn í City mættu þó ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og Bernardo Silva minnkaði muninn á 53. mínútu áður en ERling Haaland jafnaði metin tíu mínútum síðar. Haaland fullkomnaði svo endurkomu heimamanna með marki á 70. mínútu leiksins áður en hann fullkomnaði þrennu sína tíu mínútum síðar og tryggði liðinu 4-2 sigur. Manchester City er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki, einu stigi meira en Arsenal sem á einn leik til góða. Crystal Palace situr hins vegar í 14. sæti deildarinnar með fjögur stig.