Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 18:06 Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Þrír starfsmenn þáðu aðstoð Fagfélagannna við að komast út úr aðstæðunum en þeir leigðu húsnæði af vinnuveitendum sínum. Getty Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum en starfsmennirnir voru félagsmenn í MATVÍS, sem á aðild að Fagfélögunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna hafi farið í eftirlitsferð á veitingastaðina, sem staðsettir eru í póstnúmeri 105 í Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Fagfélögin hafi fengið ábendingu um málið. „Við fengum ábendingu út úr bæ til Fagfélaganna og þess vegna fórum við af stað og skoðuðum þetta,“ segir Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu. Verið sé að vinna að kröfum til að senda á vinnuveitendurna. „Við sjáum það mjög fljótt þegar fólk vinnur tíu til sextán tíma á dag og er á lágmarkslaunum fyrir dagvinnu að upphæðirnar eru háar. Það er ekki greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinna, uppbætur, bara nefndu það. Okkur sýnist tjónið hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila,“ segir Benóný. Benóný sagðist ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði sé að ræða en mbl.is greinir frá að staðirnir séu Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Fagfélögin, sem hafi fjögur aðildarfélög, sjái launaþjófnað í hverri viku. „En okkur finnst þetta vera að vaxa ásmeginn og við erum að gera eftirlitið okkar betra og erum líka að hvetja fólk að hafa samband við okkur ef grunur er á um að eitthvað sé ekki eins og á að vera,“ segir Benóný. Óútskýrðir frádráttarliðir á launaseðlum Vinnuveitendur í málum þessara þriggja hafi reynt að útskýra lág laun starfsmannanna. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim þar sem þau telja sig vera að útskýra hluta af þessu en við höfum ekki keypt þau rök sem þau hafa komið fram með,“ segir Benóný. Á launaseðlum starfsmannanna séu skrítnir frádráttarliðir, sem engar skýringar hafi fengist á. Óljóst sé hvort fólkið hafi til dæmis þurft að greiða háa leigu fyrir íbúðarhúsnæðið, sem það leigði af vinnuveitendum. „Við höldum að lykilinn að því að vel tókst í þessu máli vera að við vorum með tiltæka íbúð sem var í eigu eins stéttafélags innan Fagfélaganna til að fara með fólkið úr aðstæðunum. Af því að við vitum það að ef fólk hefur ekki stað til að fara á og er hrætt um að hafa ekki tekjur fyrir þann mánuð þá hefði verið erfiðara fyrir okkur að fá það út úr þeim aðstæðum sem það var í,“ segir Benóný. Er grunur um vinnumansal í tilfellum þessara þriggja? „Við svo sem þorum ekki að fullyrða eitt eða neitt en þau voru nokkuð frjáls og voru með vegabréfin sín þannig að grunur um mansal, við teljum ekki vera enda er það í höndum lögreglunnar.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum en starfsmennirnir voru félagsmenn í MATVÍS, sem á aðild að Fagfélögunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna hafi farið í eftirlitsferð á veitingastaðina, sem staðsettir eru í póstnúmeri 105 í Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Fagfélögin hafi fengið ábendingu um málið. „Við fengum ábendingu út úr bæ til Fagfélaganna og þess vegna fórum við af stað og skoðuðum þetta,“ segir Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu. Verið sé að vinna að kröfum til að senda á vinnuveitendurna. „Við sjáum það mjög fljótt þegar fólk vinnur tíu til sextán tíma á dag og er á lágmarkslaunum fyrir dagvinnu að upphæðirnar eru háar. Það er ekki greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinna, uppbætur, bara nefndu það. Okkur sýnist tjónið hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila,“ segir Benóný. Benóný sagðist ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði sé að ræða en mbl.is greinir frá að staðirnir séu Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Fagfélögin, sem hafi fjögur aðildarfélög, sjái launaþjófnað í hverri viku. „En okkur finnst þetta vera að vaxa ásmeginn og við erum að gera eftirlitið okkar betra og erum líka að hvetja fólk að hafa samband við okkur ef grunur er á um að eitthvað sé ekki eins og á að vera,“ segir Benóný. Óútskýrðir frádráttarliðir á launaseðlum Vinnuveitendur í málum þessara þriggja hafi reynt að útskýra lág laun starfsmannanna. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim þar sem þau telja sig vera að útskýra hluta af þessu en við höfum ekki keypt þau rök sem þau hafa komið fram með,“ segir Benóný. Á launaseðlum starfsmannanna séu skrítnir frádráttarliðir, sem engar skýringar hafi fengist á. Óljóst sé hvort fólkið hafi til dæmis þurft að greiða háa leigu fyrir íbúðarhúsnæðið, sem það leigði af vinnuveitendum. „Við höldum að lykilinn að því að vel tókst í þessu máli vera að við vorum með tiltæka íbúð sem var í eigu eins stéttafélags innan Fagfélaganna til að fara með fólkið úr aðstæðunum. Af því að við vitum það að ef fólk hefur ekki stað til að fara á og er hrætt um að hafa ekki tekjur fyrir þann mánuð þá hefði verið erfiðara fyrir okkur að fá það út úr þeim aðstæðum sem það var í,“ segir Benóný. Er grunur um vinnumansal í tilfellum þessara þriggja? „Við svo sem þorum ekki að fullyrða eitt eða neitt en þau voru nokkuð frjáls og voru með vegabréfin sín þannig að grunur um mansal, við teljum ekki vera enda er það í höndum lögreglunnar.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira