Kane sá um Forest

Atli Arason skrifar
Harry Kane skallar boltann framhjá Dean Henderson og í netið í seinna marki Tottenham.
Harry Kane skallar boltann framhjá Dean Henderson og í netið í seinna marki Tottenham. Getty Images

Harry Kane skoraði bæði mörk Tottenham í 0-2 sigri liðsins á útivelli gegn Nottingham Forest í lokaleik 4. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Leikurinn var ekki nema tæplega 5. mínútna gamall þegar Harry Kane rúllar knettinum í netið eftir frábæran undirbúning Dejan Kulusevski.

Á 54. mínútu fékk Tottenham vítaspyrnu eftir að Steve Cook handlék boltann innan vítateigs. Dean Henderson, markvörður Forest, gerði sér þó lítið fyrir varði vítaspyrnu Kane.

Henderson var þar að verja aðra vítaspyrnu sína á tímabilinu og varð þar með sá markvörður sem hefur fengið fæst mörk á sig úr vítaspyrnum af þeim markvörðum sem hafa mætt fimm vítaspyrnum eða fleiri í ensku úrvalsdeildinni.

Kane kláraði svo leikinn þegar hann skoraði seinna mark Tottenham á 81. mínútu. Þá var Kane aleinn og óvaldaður á fjærstöng og stýrði boltanum í netið með kollinum eftir frábæra utanfótar fyrirgjöf hjá varamanninum Richarlison.

Lokatölur 0-2, gestunum í Tottenham í vil. Með sigrinum fer Tottenham upp í 3. sæti deildarinnar með 10 stig, jafnmörg stig og Manchester City og Brighton. Nottingham Forest er hins vegar í 14. sæti með fjögur stig þegar öll lið deildarinnar hafa leikið fjóra leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira