Verstappen ræsti fjórtándi en kom langfyrstur í mark Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2022 14:33 Max Verstappen vann belgíska kappaksturinn með yfirburðum. Dan Mullan/Getty Images Heimsmeistarinn Max Verstappen var í algjörum sérflokki þegar belgíski kappaksturinn í Formúlu 1 fór fram í dag. Hollendingurinn var fjórtándi í rásröðinni en tryggði sér þrátt fyrir það afgerandi sigur. Verstappen tók út refsingu þar sem liðið hafði notað of marga vélavarhluti og því þurfti hann að ræsa aftastur. Fimm aðrir ökumenn tóku út samskonar refsingu og því gat Hollendingurinn unnið sig upp í fjórtánda sæti í tímatökunum í gær, sem hann svo gerði. Mikil læti voru í ræsingunni í dag og strax á fyrsta hring keyrði Fernando Alonso aftan á sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að Mercedes bíll Hamilton fór nánast á flug og hann þurfti að hætta keppni. Það tók ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen ekki nema tólf hringi að vinna sig upp úr fjórtánda sæti og upp í það fyrsta. Ef frá eru taldir örfáir hringir eftir fyrsta þjónustuhlé Hollendingsins var hann í forystu það sem eftir lifði keppninnar og kom að lokum í mark tæpum tuttugu sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Sergio Perez. MAX VERSTAPPEN WINS AT SPA!!! 🏆🇧🇪From P14 to P1… What. A. Performance 💪#BelgianGP #F1 pic.twitter.com/hqFiD4YzvU— Formula 1 (@F1) August 28, 2022 Carlos Sainz kom þriðji í mark á Ferrari bíl sínum og George Russell varð fjórði á Mercedes. Eins og svo oft áður á tímabilinu var Ferrari liðið í algjöru rugli í keppnisáætlun sinni og ákveðið var að kalla Charles Leclerc, helsta keppinaut Verstappen, inn á þjónustusvæðið á næst seinasta hring dagsins til að freista þess að stela hraðasta hring dagsins. Það heppnaðist ekki betur en svo að hann missti Fernando Alonso og Leclerc kom því sjötti í mark á eftir Alonso sem varð fimmti. Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen tók út refsingu þar sem liðið hafði notað of marga vélavarhluti og því þurfti hann að ræsa aftastur. Fimm aðrir ökumenn tóku út samskonar refsingu og því gat Hollendingurinn unnið sig upp í fjórtánda sæti í tímatökunum í gær, sem hann svo gerði. Mikil læti voru í ræsingunni í dag og strax á fyrsta hring keyrði Fernando Alonso aftan á sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að Mercedes bíll Hamilton fór nánast á flug og hann þurfti að hætta keppni. Það tók ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen ekki nema tólf hringi að vinna sig upp úr fjórtánda sæti og upp í það fyrsta. Ef frá eru taldir örfáir hringir eftir fyrsta þjónustuhlé Hollendingsins var hann í forystu það sem eftir lifði keppninnar og kom að lokum í mark tæpum tuttugu sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Sergio Perez. MAX VERSTAPPEN WINS AT SPA!!! 🏆🇧🇪From P14 to P1… What. A. Performance 💪#BelgianGP #F1 pic.twitter.com/hqFiD4YzvU— Formula 1 (@F1) August 28, 2022 Carlos Sainz kom þriðji í mark á Ferrari bíl sínum og George Russell varð fjórði á Mercedes. Eins og svo oft áður á tímabilinu var Ferrari liðið í algjöru rugli í keppnisáætlun sinni og ákveðið var að kalla Charles Leclerc, helsta keppinaut Verstappen, inn á þjónustusvæðið á næst seinasta hring dagsins til að freista þess að stela hraðasta hring dagsins. Það heppnaðist ekki betur en svo að hann missti Fernando Alonso og Leclerc kom því sjötti í mark á eftir Alonso sem varð fimmti.
Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira