Hagfræðideild Landsbankans greindi frá því í dag að vísbendingar séu um að einkaneysla verði áfram kröftug. Í þeirri spá vegur þungt mikil aukning ferðalaga til útlanda á vor-og sumarmánuðum en einnig áframhaldandi aukning neysluútgjalda innanlands.
„Við sjáum hana [mikla einkaneyslu] birtast í auknum bifreiðakaupum heimilanna og það skýrir þessa miklu aukningu í hreinum nýjum bílalánum sem eru að aukast núna á milli ára en við sjáum uppsafnaða neysluþörf skila sér núna í hagkerfið. Talsvert virðist vera um að heimilin séu að endurnýja bílana hjá sér,“ segir Una Jónsdótir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
Hrein ný bílalán námu 2,6 milljörðum króna í síðastliðnum júlímánuði.
„Skattaívilnanir gætu verið að ýta undir kaup en það hefur veriðleitnin upp á síðkastið að það séu kaup á rafmagnsbílum sem eru helst að aukast.“
Seðlabankastjóri sagði á síðasta peningstefnunefndarfundi að fólk ætti að taka minna af lánum.
„Þessar vaxtahækkanir sem seðlabankinn er að grípa til eru meðal annars hugsaðar til þess að draga aðeins úr neyslu. Þessar tölur um bifreiðakaup bendir til þess að það sé talsverður neysluvilji enn til staðar en við eigum eftir að sjá hvernig fram vindur.“