Dybala skoraði tvö er Rómverjar tylltu sér á toppinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2022 20:54 AS Roma v AC Monza - Serie A ROME, ITALY - AUGUST 30: Paulo Dybala of AS Roma celebrates after scoring goal 2-0 during the Serie A match between AS Roma and AC Monza at Stadio Olimpico on August 30, 2022 in Rome, Italy. (Photo by Silvia Lore/Getty Images) Lærisveinar José Mourinho í Roma tylltu sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Monza í kvöld. Paulo Dybala kom heimamönnum yfir á 18. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Tammy Abraham áður en Dybala var svo aftur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forystu liðsins eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan var því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja, en Roger Ibanez breytti stöðunni í 3-0 á 61. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Lorenzo Pellegrini. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 3-0 sigur Roma. Liðið situr nú í það minnsta tímabundið á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki, en Torino, Atalanta, Lazio og Napoli geta öll jafnað Roma að stigum í umferðinni. Monza situr hins vegar sem fastast á botni deildarinnar, enn í leit að sínum fyrstu stigum. Fótbolti Ítalski boltinn
Lærisveinar José Mourinho í Roma tylltu sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Monza í kvöld. Paulo Dybala kom heimamönnum yfir á 18. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Tammy Abraham áður en Dybala var svo aftur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forystu liðsins eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan var því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja, en Roger Ibanez breytti stöðunni í 3-0 á 61. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Lorenzo Pellegrini. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 3-0 sigur Roma. Liðið situr nú í það minnsta tímabundið á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki, en Torino, Atalanta, Lazio og Napoli geta öll jafnað Roma að stigum í umferðinni. Monza situr hins vegar sem fastast á botni deildarinnar, enn í leit að sínum fyrstu stigum.