Laufey hefur verið rísandi stjarna í hinum stóra tónlistarheimi að undanförnu og kom meðal annars fram í sívinsæla spjallþætti Jimmy Kimmel í byrjun árs.
Hún deildi nýjasta afreki sínu á Instagram síðu sinni þar sem hún skrifaði meðal annars:
„Ég sit í flugvél akkúrat núna og byrjaði bara að gráta. Takk fyrir alla ástina sem þið hafið sýnt mér undanfarna daga og fyrir fallegu skilaboðin og hlýju orðin um Everything I Know About Love. Ég er í himnaríki.“
Laufey stundaði nám við Berklee-tónlistarskólann í Boston, hefur komið fram á tónleikum víða og náð miklum vinsældum á samfélagsmiðlum. Hún er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify, 530 þúsund fylgjendur á TikTok og 340 þúsund fylgjendur á Instagram. Þá var hún lofuð af tónlistartímaritinu Rolling Stones fyrir fyrstu smáskífuna sína Typical of Me EP.
Þann 27. október næstkomandi mun Laufey koma fram hérlendis í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og segir hún að þau muni flytja lög eftir sig ásamt uppáhalds djassperlunum sínum í hljómsveitar útsendingu.