Martinelli sá til þess að Skytturnar eru enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 20:30 Gabriel Martinelli fagnar því sem reyndist sigurmark leiksins. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Gabriel Martinelli skoraði það sem reyndist sigurmark Arsenal er Aston Villa mætti á Emirates-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1 og lærisveinar Mikel Arteta enn með fullt hús stiga. Það tók heimamenn hálftíma að brjóta ísinn og komast yfir. Gabriel Jesus þar að verki eftir hörmuleg mistök Emiliano Martinez í marki gestanna. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Arsenal hafði fengið betri færi og því kom það nokkuð á óvart þegar Douglas Luiz jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka með marki beint úr hornspyrnu. Var þetta hans annað mark beint úr hornspyrnu á leiktíðinni. Skytturnar svekktu sig ekki á þessu og komust yfir svo gott sem í næstu sókn. Bukayo Saka gaf þá fyrir og Martinelli skilaði boltanum í netið. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Arsenal er sem fyrr á toppi deildarinnar með 15 stig á meðan Aston Villa er í 19. sæti með aðeins þrjú stig. Enski boltinn Fótbolti
Gabriel Martinelli skoraði það sem reyndist sigurmark Arsenal er Aston Villa mætti á Emirates-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1 og lærisveinar Mikel Arteta enn með fullt hús stiga. Það tók heimamenn hálftíma að brjóta ísinn og komast yfir. Gabriel Jesus þar að verki eftir hörmuleg mistök Emiliano Martinez í marki gestanna. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Arsenal hafði fengið betri færi og því kom það nokkuð á óvart þegar Douglas Luiz jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka með marki beint úr hornspyrnu. Var þetta hans annað mark beint úr hornspyrnu á leiktíðinni. Skytturnar svekktu sig ekki á þessu og komust yfir svo gott sem í næstu sókn. Bukayo Saka gaf þá fyrir og Martinelli skilaði boltanum í netið. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Arsenal er sem fyrr á toppi deildarinnar með 15 stig á meðan Aston Villa er í 19. sæti með aðeins þrjú stig.