Lecce náði í sitt annað stig er Þórir Jóhann byrjaði sinn fyrsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 20:45 Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliðinu í kvöld. Getty Images Þórir Jóhann Helgason byrjaði sinn fyrsta leik í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, þegar nýliðar Lecce gerðu 1-1 jafntefli við Napoli á útivelli. Lorenzo Colombo hélt hann hefði komið gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir 25 mínútna leik en hann þurfti að taka vítið aftur og þá brenndi hann af. Heimamenn refsuðu fyrir það en aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-0 Napoli í vil þegar Eljif Elmas skoraði með góðu skoti eftir sendingu Matteo Politano. Gestirnir létu það þó ekki á sig fá en Colombo jafnaði metin skömmu síðar með einu rosalegasta þrumuskoti síðari ára. Staðan orðin 1-1 og aðeins rétt hálftími liðinn. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki í fyrri hálfleik og staðan enn jöfn er flautað var til hálfleiks. Þórir Jóhann var tekinn af velli í hálfleik og ekkert var svo skorað í síðari hálfleik, lokatölur 1-1. Napoli er í 3. sæti með átta stig að loknum fjórum leikjum á meðan Lecce er í 15. sæti með tvö stig. Ítalski boltinn Fótbolti
Þórir Jóhann Helgason byrjaði sinn fyrsta leik í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, þegar nýliðar Lecce gerðu 1-1 jafntefli við Napoli á útivelli. Lorenzo Colombo hélt hann hefði komið gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir 25 mínútna leik en hann þurfti að taka vítið aftur og þá brenndi hann af. Heimamenn refsuðu fyrir það en aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-0 Napoli í vil þegar Eljif Elmas skoraði með góðu skoti eftir sendingu Matteo Politano. Gestirnir létu það þó ekki á sig fá en Colombo jafnaði metin skömmu síðar með einu rosalegasta þrumuskoti síðari ára. Staðan orðin 1-1 og aðeins rétt hálftími liðinn. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki í fyrri hálfleik og staðan enn jöfn er flautað var til hálfleiks. Þórir Jóhann var tekinn af velli í hálfleik og ekkert var svo skorað í síðari hálfleik, lokatölur 1-1. Napoli er í 3. sæti með átta stig að loknum fjórum leikjum á meðan Lecce er í 15. sæti með tvö stig.