Ritstýrir Húsfreyjunni samhliða starfi bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2022 14:58 Sigríður Ingvarsdóttir verður ekki aðeins bæjarstjóri næstu árin heldur líka ritstjóri. Silla Páls Gengið hefur verið frá ráðningu nýs ritstjóra Húsfreyjunnar, tímariti Kvenfélagasambands Íslands. Sigríðar Ingvarsdóttur tekur við starfinu af Kristínu Lindu Jónsdóttur sem ritstýrt hefur tímaritinu í tæpa tvo áratugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Sigríður er Þingeyingur líkt og forveri hennar í starfi. Fædd og uppalin á Húsavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Sigríður er nýtekin við starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar. Síðastliðið sumar lét hún af störfum sem forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir 18 ára starf hjá stofnuninni sem framkvæmdastjóri og síðast forstjóri. Sigríður hefur einnig átt sæti á alþingi fyrir Norðurland vestra, setið í sveitarstjórn á Siglufirði, unnið í markaðsdeild Olís, sinnt kennslu við grunnskóla og háskóla, verið fréttaritari Morgunblaðsins og unnið á sjó, en þess má geta að hún er með skipstjórnarréttindi. Auk þess er hún m.a. með mastersgráðu í stjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands og diploma gráðu í opinberri stjórnsýslu. Sigríður er spennt fyrir nýjum verkefnum í samvinnu við öfluga ritstjórn. Yfirskrift blaðsins ,,Jákvæð og hvetjandi“ er það sem hún vill að Húsfreyjan standi fyrir. Veiti lesendum innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem konur um land allt eru að sinna. Fyrsta tölublað nýs ritstjóra kemur út um miðjan september. „Sigríður tekur við góðu búi af Kristínu Lindu Jónsdóttur, sem setið hefur í stól ritstjóra Húsfreyjunnar síðan árið 2003. Kristín Linda, sem er sálfræðingur og rekur fyrirtæki sitt Huglind, segir að í næstum tvo áratugi hafi Húsfreyjan verið hluti af hennar lífi, opnað ótal dyr að kynnum við magnaðar konur og gefið tækifæri til að beina athygli að því sem hún hefur metið verðugt, jákvætt og hvetjandi fyrir lesendur og landsmenn. Að hennar sögn hefur Húsfreyjunni, sem kemur út fjórum sinnum á ári, að sjálfsögðu líka fylgt sú viðvarandi tilfinning að nýta tíma dagsins til að vinna að næsta blaði og „ansi oft höfum við átt saman heilu helgarnar og kvöldin ég og Húsfreyjan“. Kristín Linda segist vera þakklát, stolt og glöð nú þegar hún kveður ritstjórastarfið og hlakki til að sjá Húsfreyjuna blómstra áfram í nýjum höndum. Sjálf ætli hún að nýta sinn tíma í ný ævintýri. Hún hvetur lesendur til að njóta verkefna lífsins meðan þau standa yfir og hika svo ekki við að skipta um gír þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu vegna vistaskiptanna. Vistaskipti Fjölmiðlar Fjallabyggð Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Sigríður er Þingeyingur líkt og forveri hennar í starfi. Fædd og uppalin á Húsavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Sigríður er nýtekin við starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar. Síðastliðið sumar lét hún af störfum sem forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir 18 ára starf hjá stofnuninni sem framkvæmdastjóri og síðast forstjóri. Sigríður hefur einnig átt sæti á alþingi fyrir Norðurland vestra, setið í sveitarstjórn á Siglufirði, unnið í markaðsdeild Olís, sinnt kennslu við grunnskóla og háskóla, verið fréttaritari Morgunblaðsins og unnið á sjó, en þess má geta að hún er með skipstjórnarréttindi. Auk þess er hún m.a. með mastersgráðu í stjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands og diploma gráðu í opinberri stjórnsýslu. Sigríður er spennt fyrir nýjum verkefnum í samvinnu við öfluga ritstjórn. Yfirskrift blaðsins ,,Jákvæð og hvetjandi“ er það sem hún vill að Húsfreyjan standi fyrir. Veiti lesendum innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem konur um land allt eru að sinna. Fyrsta tölublað nýs ritstjóra kemur út um miðjan september. „Sigríður tekur við góðu búi af Kristínu Lindu Jónsdóttur, sem setið hefur í stól ritstjóra Húsfreyjunnar síðan árið 2003. Kristín Linda, sem er sálfræðingur og rekur fyrirtæki sitt Huglind, segir að í næstum tvo áratugi hafi Húsfreyjan verið hluti af hennar lífi, opnað ótal dyr að kynnum við magnaðar konur og gefið tækifæri til að beina athygli að því sem hún hefur metið verðugt, jákvætt og hvetjandi fyrir lesendur og landsmenn. Að hennar sögn hefur Húsfreyjunni, sem kemur út fjórum sinnum á ári, að sjálfsögðu líka fylgt sú viðvarandi tilfinning að nýta tíma dagsins til að vinna að næsta blaði og „ansi oft höfum við átt saman heilu helgarnar og kvöldin ég og Húsfreyjan“. Kristín Linda segist vera þakklát, stolt og glöð nú þegar hún kveður ritstjórastarfið og hlakki til að sjá Húsfreyjuna blómstra áfram í nýjum höndum. Sjálf ætli hún að nýta sinn tíma í ný ævintýri. Hún hvetur lesendur til að njóta verkefna lífsins meðan þau standa yfir og hika svo ekki við að skipta um gír þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu vegna vistaskiptanna.
Vistaskipti Fjölmiðlar Fjallabyggð Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira