Ronaldo vildi Maguire á bekkinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2022 07:01 Félagarnir Harry Maguire og Cristiano Ronaldo í leik gegn Norwich City á síðustu leiktíð. Simon Stacpoole/Getty Images The Athletic hefur greint frá því að Cristiano Ronaldo, ásamt nokkrum öðrum leikmönnum Manchester United, hafi fundað með þáverandi þjálfari Ralf Rangnick til að finna lausnir á slakri spilamennsku liðsins. Ronaldo stakk upp á því að setja Harry Maguire, fyrirliða liðsins, á varamannabekkinn. Á vef The Athletic er farið ítarlega yfir endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester United en nú er slétt ár síðan hann gekk aftur í raðir félagsins. Portúgalinn byrjaði ágætlega en fljótlega fataðist honum sem og liðinu flugið. Nú er staðan þannig að hann kemst ekki í byrjunarliðið og hefur verið orðaður við nær öll félög Evrópu sem leika í Meistaradeildinni. Þar virðist metnaður hans liggja en ekkert af félögunum sem þar leika hafa boðið í leikmanninn og virðist sem hann verður áfram í Manchester í ár til viðbótar. Samkvæmt frétt The Athletic þá fór Ronaldo á fund með Rangnick er ekkert gekk upp hjá Man United undir lok tímabils. Með honum í för voru Raphaël Varane og Paul Pogba. Það var þó Ronaldo sem talaði. Cristiano Ronaldo was among the cohort of Manchester United players who approached Ralf Rangnick in February.Among the Portuguese s concerns were playing in a two-man frontline - preferably with Edinson Cavani - and the selection of Harry Maguire. #MUFC @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 31, 2022 Hann sagðist þurfa mann með sér í fremstu víglínu til að ná að blómstra. Stakk hann upp á því að hann og Edinson Cavani myndu byrja saman frammi. Hin hugmynd hans var að bekkja fyrirliða liðsins Harry Maguire en sá átti ekki gott tímabil. Fjarvera Maguire, fyrirliða liðsins, hefði þýtt að fyrirliðabandið hefði farið til Ronaldo. Rangnick tók skýrt fram að sér þætti óþægilegt að ræða þetta þar sem Maguire var ekki á fundi þeirra. Varane og Pogba báðust strax afsökunar en Ronaldo virðist ekki hafa verið á sama máli. Maguire hélt sæti sínu og Cavani, sem er nú farinn frá félaginu – líkt og Pogba, var nær aldrei leikfær svo þeir náðu ekki að byrja marga leiki saman. Erik Ten Hag has had a series of chats this summer with Ronaldo, in which he set out how Ronaldo has always thrived under different kinds of managers, from Ancelotti to Mourinho, and he is challenging Ronaldo by saying Why not thrive under me too? https://t.co/GnKwrwRc7V— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 31, 2022 Erik Ten Hag hefur úr töluvert fleiri valmöguleikum að velja í fremstu línu en Rangnick og virðist sem Ronaldo eigi ekki upp á pallborðið. Þjálfarinn hefur þó tekið skýrt fram að framherjinn hafi blómstrað undir hverjum þjálfaranum á fætur öðrum í fleiri ár. Af hverju ætti hann því ekki að geta gert það undir stjórn Ten Hag? Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Á vef The Athletic er farið ítarlega yfir endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester United en nú er slétt ár síðan hann gekk aftur í raðir félagsins. Portúgalinn byrjaði ágætlega en fljótlega fataðist honum sem og liðinu flugið. Nú er staðan þannig að hann kemst ekki í byrjunarliðið og hefur verið orðaður við nær öll félög Evrópu sem leika í Meistaradeildinni. Þar virðist metnaður hans liggja en ekkert af félögunum sem þar leika hafa boðið í leikmanninn og virðist sem hann verður áfram í Manchester í ár til viðbótar. Samkvæmt frétt The Athletic þá fór Ronaldo á fund með Rangnick er ekkert gekk upp hjá Man United undir lok tímabils. Með honum í för voru Raphaël Varane og Paul Pogba. Það var þó Ronaldo sem talaði. Cristiano Ronaldo was among the cohort of Manchester United players who approached Ralf Rangnick in February.Among the Portuguese s concerns were playing in a two-man frontline - preferably with Edinson Cavani - and the selection of Harry Maguire. #MUFC @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 31, 2022 Hann sagðist þurfa mann með sér í fremstu víglínu til að ná að blómstra. Stakk hann upp á því að hann og Edinson Cavani myndu byrja saman frammi. Hin hugmynd hans var að bekkja fyrirliða liðsins Harry Maguire en sá átti ekki gott tímabil. Fjarvera Maguire, fyrirliða liðsins, hefði þýtt að fyrirliðabandið hefði farið til Ronaldo. Rangnick tók skýrt fram að sér þætti óþægilegt að ræða þetta þar sem Maguire var ekki á fundi þeirra. Varane og Pogba báðust strax afsökunar en Ronaldo virðist ekki hafa verið á sama máli. Maguire hélt sæti sínu og Cavani, sem er nú farinn frá félaginu – líkt og Pogba, var nær aldrei leikfær svo þeir náðu ekki að byrja marga leiki saman. Erik Ten Hag has had a series of chats this summer with Ronaldo, in which he set out how Ronaldo has always thrived under different kinds of managers, from Ancelotti to Mourinho, and he is challenging Ronaldo by saying Why not thrive under me too? https://t.co/GnKwrwRc7V— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 31, 2022 Erik Ten Hag hefur úr töluvert fleiri valmöguleikum að velja í fremstu línu en Rangnick og virðist sem Ronaldo eigi ekki upp á pallborðið. Þjálfarinn hefur þó tekið skýrt fram að framherjinn hafi blómstrað undir hverjum þjálfaranum á fætur öðrum í fleiri ár. Af hverju ætti hann því ekki að geta gert það undir stjórn Ten Hag?
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti