Spyr hvort ekki megi endurskilgreina hvenær lax teljist veiddur Snorri Másson skrifar 4. september 2022 10:01 Hvenær telst lax veiddur? Þegar maður er kominn með hann í hendurnar eða þegar hann er kominn alveg upp að bakka eftir viðureign um nokkra stund, og jafnvel þótt hann sleppi þá af önglinum? Borgarfulltrúi, sem jafnframt er mikill veiðimaður, kallar eftir umræðu um nýja talningaraðferð á veiddum löxum. Hví ekki, þegar þeim er nær öllum sleppt hvort eð er. Það kannast flestir veiðimenn við það að vera alveg að landa fisk, þegar hann losnar af og sleppur. Þetta er sár viðskilnaður við bráðina - og þegar hann verður, er ekki litið svo á að þú hafir veitt fisk - en nú er kallað eftir hugarfarsbreytingu í þessu efni. það gerir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem hefur viðamikla veiðireynslu í ýmsum tegundum, en hún kveðst ekki líta svo á að þarna sé maður að „missa fisk.“ Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er rætt við Þórdísi Lóu, sem kveðst hafa hugleitt það að undanförnu hvers vegna fiskur þurfi að koma alla leið á land og í hendur leiðsögumanns, félaga eða veiðimanns til þess að hann teljist veiddur. Ljóst er að ný nálgun Lóu er umdeilanleg, enda löngum verið litið á málið með þessum hætti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er mikill veiðimaður.Vísir/Arnar Snýst um að fiskurinn taki „Fyrir mér snýst þetta um að fiskurinn taki. Hann tekur fluguna sem ég er búinn að pæla í og setja undir. Ég er búin að vera í viðureign í 10, 20 mínútur, jafnvel hálftíma. Ef ég er búin að standa í því og svo fer hann alveg á síðustu mínútunni, þá líður mér eins og ég hafi veitt. Svo kem ég í hús og þá spyr staðarhaldarinn, hvað komu margir laxar á land? Þá má ég ekki telja minn lax, sem var stórkostlegur,“ segir Þórdís Lóa. Laxastofninn hefur ekki verið ýkja gjöfull við veiðimenn á síðari árum og margir staðarhaldarar vildu heldur að fleiri veiddust á hverju sumri. Lóa var í Langá nýlega, þar sem 16 laxar komu á land en hópurinn missti tólf laxa. Það hefðu verið 28 laxar ef allir hefðu verið taldir með. Skemmtifélagið Dollý fékk 16 laxa á land og missti tólf í veiðiferð í Langá í sumar. Þórdís Lóa segir sífellt fleiri konur sækja í veiðina. Hún hafi prófað bæði blandaða hópa og ekki, og að stemningin sé öðruvísi í kvennahópum. „Það er afslappaðra, skulum við segja. Og svolítil gleði stundum.“Aðsend mynd „Ég bara kalla eftir skemmtilegri umræðu. Ekki segja: Lóa ertu alveg klikk? Þetta gengur ekki. Tökum umræðuna. Af hverju er þetta svona? Er þetta frá því að bændur voru að draga lax upp úr ám og þetta var matarkista? Af því að sannarlega er þetta ekki peningamál fyrir staðarhaldarana af því að ef þetta væri peningamál þá hlytu þau að vilja fleiri laxa í bókina,“ segir Lóa. Lax Stangveiði Tengdar fréttir Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57 Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Það kannast flestir veiðimenn við það að vera alveg að landa fisk, þegar hann losnar af og sleppur. Þetta er sár viðskilnaður við bráðina - og þegar hann verður, er ekki litið svo á að þú hafir veitt fisk - en nú er kallað eftir hugarfarsbreytingu í þessu efni. það gerir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem hefur viðamikla veiðireynslu í ýmsum tegundum, en hún kveðst ekki líta svo á að þarna sé maður að „missa fisk.“ Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er rætt við Þórdísi Lóu, sem kveðst hafa hugleitt það að undanförnu hvers vegna fiskur þurfi að koma alla leið á land og í hendur leiðsögumanns, félaga eða veiðimanns til þess að hann teljist veiddur. Ljóst er að ný nálgun Lóu er umdeilanleg, enda löngum verið litið á málið með þessum hætti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er mikill veiðimaður.Vísir/Arnar Snýst um að fiskurinn taki „Fyrir mér snýst þetta um að fiskurinn taki. Hann tekur fluguna sem ég er búinn að pæla í og setja undir. Ég er búin að vera í viðureign í 10, 20 mínútur, jafnvel hálftíma. Ef ég er búin að standa í því og svo fer hann alveg á síðustu mínútunni, þá líður mér eins og ég hafi veitt. Svo kem ég í hús og þá spyr staðarhaldarinn, hvað komu margir laxar á land? Þá má ég ekki telja minn lax, sem var stórkostlegur,“ segir Þórdís Lóa. Laxastofninn hefur ekki verið ýkja gjöfull við veiðimenn á síðari árum og margir staðarhaldarar vildu heldur að fleiri veiddust á hverju sumri. Lóa var í Langá nýlega, þar sem 16 laxar komu á land en hópurinn missti tólf laxa. Það hefðu verið 28 laxar ef allir hefðu verið taldir með. Skemmtifélagið Dollý fékk 16 laxa á land og missti tólf í veiðiferð í Langá í sumar. Þórdís Lóa segir sífellt fleiri konur sækja í veiðina. Hún hafi prófað bæði blandaða hópa og ekki, og að stemningin sé öðruvísi í kvennahópum. „Það er afslappaðra, skulum við segja. Og svolítil gleði stundum.“Aðsend mynd „Ég bara kalla eftir skemmtilegri umræðu. Ekki segja: Lóa ertu alveg klikk? Þetta gengur ekki. Tökum umræðuna. Af hverju er þetta svona? Er þetta frá því að bændur voru að draga lax upp úr ám og þetta var matarkista? Af því að sannarlega er þetta ekki peningamál fyrir staðarhaldarana af því að ef þetta væri peningamál þá hlytu þau að vilja fleiri laxa í bókina,“ segir Lóa.
Lax Stangveiði Tengdar fréttir Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57 Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57
Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02