Ummæli Gary Neville á borði ríkissaksóknara | Gæti fengið allt að 2 ára fangelsisdóm Atli Arason skrifar 1. september 2022 23:16 Gary Neville gæti verið í vandræðum fyrir færslu á samfélagsmiðlum. Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, gæti átt von á fangelsisvist ef hann verður fundinn sekur fyrir tilraun til að spilla kviðdómi í réttarhöldum Ryan Giggs. Ummæli sem Neville setti á Instagram eru á borði Suella Braverman, ríkissaksóknara í Bretlandi. Hilary Manley, dómari í máli Giggs, telur ummæli Neville ámælisverð og hefur því vísað þeim áfram til ríkissaksóknara sem mun ákveða framhaldið. „Þar sem höfundur ummælanna er opinber persóna með fjölda fylgjanda þá er hægt að horfa á þau sem tilraun til að hafa áhrif á kviðdómendur. Því hef ég vísað þeim til ríkissaksóknara með mögulegri málsókn í huga,“ sagði Manley í réttarsalnum í dag. Einstaklingur sem reynir að hafa áhrif á kviðdóm í Bretlandi gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) „Sannleikurinn sigrar alltaf en því miður fá lygarar fyrsta höggið,“ er skrifað á mynd sem Neville setti á Instagram. Við færsluna skrifaði Neville „vangaveltur vikurnar.“ Færsluna setti Neville inn klukkan 4 að morgni þann 8. ágúst, sem var fyrsti dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs. Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, og systur hennar, Emma Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gary Neville og Ryan Giggs voru samherjar hjá Manchester United til fjölda ára.Getty Images Neville og Giggs voru samherjar hjá Manchester United til margra ára. Saman brutu þeir sér leið inn í lið United á sínum tíma með hinum vel þekkta 92 árgangi. Eftir að skórnir fóru á hilluna gerðust þeir viðskiptafélagar og eiga saman knattspyrnuliðið Salford City ásamt fyrirtækinu GG Hospitality, sem sérhæfir sig í rekstri lúxus hótela. Kate Greville starfaði um tíma sem almannatengill hjá GG Hospitaliy, Gary Neville þekkir báða aðila málsins því nokkuð vel. Í samtali við Daily Mail neitar umboðsmaður Neville að ummæli hans tengdust réttarhöldunum á einhvern hátt. „Gary neitar því alfarið en þessi ummæli sneru að Glazer fjölskyldunni [eigendur Manchester United]. Allar aðrar afbakanir eru rangar og við munum líta á þær með alvarlegum augum,“ sagði umboðsmaður Gary Neville. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Tengdar fréttir Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Ummæli sem Neville setti á Instagram eru á borði Suella Braverman, ríkissaksóknara í Bretlandi. Hilary Manley, dómari í máli Giggs, telur ummæli Neville ámælisverð og hefur því vísað þeim áfram til ríkissaksóknara sem mun ákveða framhaldið. „Þar sem höfundur ummælanna er opinber persóna með fjölda fylgjanda þá er hægt að horfa á þau sem tilraun til að hafa áhrif á kviðdómendur. Því hef ég vísað þeim til ríkissaksóknara með mögulegri málsókn í huga,“ sagði Manley í réttarsalnum í dag. Einstaklingur sem reynir að hafa áhrif á kviðdóm í Bretlandi gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) „Sannleikurinn sigrar alltaf en því miður fá lygarar fyrsta höggið,“ er skrifað á mynd sem Neville setti á Instagram. Við færsluna skrifaði Neville „vangaveltur vikurnar.“ Færsluna setti Neville inn klukkan 4 að morgni þann 8. ágúst, sem var fyrsti dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs. Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, og systur hennar, Emma Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gary Neville og Ryan Giggs voru samherjar hjá Manchester United til fjölda ára.Getty Images Neville og Giggs voru samherjar hjá Manchester United til margra ára. Saman brutu þeir sér leið inn í lið United á sínum tíma með hinum vel þekkta 92 árgangi. Eftir að skórnir fóru á hilluna gerðust þeir viðskiptafélagar og eiga saman knattspyrnuliðið Salford City ásamt fyrirtækinu GG Hospitality, sem sérhæfir sig í rekstri lúxus hótela. Kate Greville starfaði um tíma sem almannatengill hjá GG Hospitaliy, Gary Neville þekkir báða aðila málsins því nokkuð vel. Í samtali við Daily Mail neitar umboðsmaður Neville að ummæli hans tengdust réttarhöldunum á einhvern hátt. „Gary neitar því alfarið en þessi ummæli sneru að Glazer fjölskyldunni [eigendur Manchester United]. Allar aðrar afbakanir eru rangar og við munum líta á þær með alvarlegum augum,“ sagði umboðsmaður Gary Neville.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Tengdar fréttir Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34
Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01