Ben Chilwell og Andrew Madl­ey hetjur Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ben Chilwell fagnar vel og innilega.
Ben Chilwell fagnar vel og innilega. Bryn Lennon/Getty Images

Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt drepleiðinlegur og gerðist ekkert markvert í honum. Snemma í síðari hálfleik lenti Reece James og Michail Antonio saman sem endaði með því að báðir fengu gult spjald. Mögulega kveikti það bál innra með Antiono en hann braut ísinn og kom Hömrunum yfir þegar rúmlega klukkustund var liðin.

Hamrarnir áttu hornspyrnu sem var skölluð í átt að marki, Edouard Mendy náði að stökkva yfir eigin menn sem og leikmann West Ham til a blaka boltanum frá marki. Boltinn fór hins vegar beint á Declan Rice sem renndi boltanum fyrir markið og Antonio gat ekki annað en skorað. 

Á 76. mínútu jafnaði varamaðurinn og vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell metin með hreint út sagt ótrúlegu marki. Chilwell fékk sendingu er hann tók hlaup inn á teig, hann skallaði boltann sjálfur upp í loftið og náði svo að pota honm í gegnum klofið á Lúkas Fabíanskí úr gríðarlega þröngu færi er markvörðurinn kom út til að loka skotvinklinum. Staðan orðin 1-1 og loksins lifnaði leikurinn aðeins við. 

Síðustu tvær mínútur leiksisn voru svo vægast sagt ótrúlegar. Fyrst skoraði Kai Havertz með góðu skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Chilwell frá vinstri og heimamenn komnir 2-1 yfir. West Ham brunaði í sókn sem endaði með því að Maxwel Cornet kom boltanum í netið en Andrew Madley, dómari leiksins, dæmdi markið af eftir að skoða það sjálfur í VAR-sjánni á hliðarlínunni.

Madley taldi Jarrod Bowen brotlegan í aðdraganda marksins en hann rakst aðeins í Edouard Mendy, markvörð Chelsea, er Mendy óð út úr markinu til að slá boltann frá fótum framherja Hamranna. Ákvörðun Madley gildi hins vegar og Chelsea vann dramatískan 2-1 sigur. 

Chelsea fer með sigrinum upp í 5. sæti með 10 stig en West Ham er í 17. sæti með fjögur stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira