Tottenham upp í annað sæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2022 16:05 Harry Kane skoraði annað mark Tottenham. EPA-EFE/KIERAN GALVIN Tottenham Hotspur vann 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Fulham er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en Pierre-Emile Højbjerg kom Tottenham yfir á 40. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Þegar 75 mínútur voru liðnar tvöfaldaði Harry Kane forystuna. Sem betur fer fyrir heimamenn því Aleksandar Mitrović minnkaði muninn fyrir gestina skömmu síðar. Undir lok leiksins skoraði Richarlison og fékk gult spjald fyrir að rífa sig úr að ofan en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdraganda Sigurinn lyftir Tottenham tímabundið upp í 2. sæti deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki. Fulham er í 10. sæti með átta stig. Enski boltinn Fótbolti
Tottenham Hotspur vann 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Fulham er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en Pierre-Emile Højbjerg kom Tottenham yfir á 40. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Þegar 75 mínútur voru liðnar tvöfaldaði Harry Kane forystuna. Sem betur fer fyrir heimamenn því Aleksandar Mitrović minnkaði muninn fyrir gestina skömmu síðar. Undir lok leiksins skoraði Richarlison og fékk gult spjald fyrir að rífa sig úr að ofan en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdraganda Sigurinn lyftir Tottenham tímabundið upp í 2. sæti deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki. Fulham er í 10. sæti með átta stig.