Mest lesið á Lífinu: Fyrsta skiptið, kaldir pottar og Katy Perry Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. september 2022 12:01 Mest lesnu fréttirnar á Lífinu er nýr liður á föstudögum hjá Ósk Gunnars á FM957. Samsett Mest lesið listinn á Lífinu á Vísi þessa vikuna er einstaklega fjölbreyttur en rauði þráðurinn er svo sannarlega ástarmálin. Efst á toppi listans þessa vikuna voru reynslusögur þriggja íslenskra karlmanna af fyrsta skiptinu. Flest munum við eftir fyrstu kynlífsreynslunni okkar sem oftar en ekki fylgdu allskonar tilfinningar, upplifanir og stundum skrautlegar aðstæður. Við fórum yfir vinsælustu fréttir vikunnar hjá Ósk Gunnars á FM957 í dag. Fréttir um ástarmál Hollywood leikara vekja alltaf athygli og þessi vika var engin undantekning. Sambönd stórleikarans Leonardo Dicaprio vekja yfirleitt töluverða athygli fólks en kappinn hefur verið í ástarsamböndum með fjölda þekktra kvenna í gegnum tíðina, yfirleitt fyrirsætum eða leikkonum. Eftir nýleg sambandsslit var útbúið graf sem sýnir að hann virðist alltaf yngja upp þegar kærusturnar ná 25 ára aldri. Koma Katy Perry til Íslands vegna skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima vakti mikið umtal. Söngkonan var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins . „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi, sem er einn myndrænasti staður í heiminum. Myndir sem ég hef bara séð sem skjáhvílur svo takk kærlega fyrir mig,“ sagði hún um þá náttúrufegurð sem landið býr yfir. Íslenska söngkonan Bríet söng við þessa sömu nafnaathöfn og myndband frá því vakti mikla athygli á Vísi. Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í vikunni þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur. Hugsanlega gerði einhver það fyrir hana. Er Britney ekki enn orðin alveg frjáls? Fréttastofa heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. Sprenging hefur orðið í vinsældum kaldra baða hér á landi síðustu ár - og nú er kaldur pottur í hverri einustu laug höfuðborgarsvæðisins. Kristín Ólafsdóttir kynnti sér málið. Þorgerður Katrín á þrjú börn en Katrín dóttir hennar er einhverf og með þroskahömlun. Þorgerður segir áhyggjur foreldra fatlaðra aukist eftir því sem nær dregur skólalokum. Hún og Kristján Arason maðurinn hennar eru þar enginn undantekning og velta þau fyrir sér hvað bíði dóttur þeirra. Hún ræddi málið í þættinum Ísland í dag. Love Island sigurvegarinn Davide Sanclimenti sást fara inn í leigubíl á skemmtanalífinu með stúlkum í London, þegar kærastan hans Ekin-Su Cülcüloğlu var ekki á landinu. The Sun fjallaði um málið, enda er mikill áhugi á Love Island stjörnunum þar í landi. Stúlkurnar voru þær Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Aníta Gunnarsdóttir. Aðrar fréttir sem vöktu mikla athygli á Lífinu þessa vikuna voru gagnrýnin á Begga Ólafs, útskýringin á vinsældum barnalagsins Í lari lei og rifrildi Birgittu Lífar og Patreks Jamie. Allar nýjustu fréttirnar á Lífinu á Vísi má finna HÉR! FM957 Tengdar fréttir Í lari lei æðið útskýrt: „Þetta barnalag er búið að vera að gera allt brjálað“ Lagið Í larí lei gerði allt vitlaust á tónleikum Stjórnarinnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Það kemur lítið á óvart enda er það spilað á böllum um allt land við góðar undirtektir þessa dagana. 1. september 2022 13:00 Svarar ekki gagnrýnisröddum sem líkja honum við Andrew Tate Hlaðvarpsstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, segist ekki ætla að svara gagnrýni sem hann hefur sætt vegna myndbands sem hann birti á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 1. september 2022 11:36 Birgitta miður sín og biðst afsökunar Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. 1. september 2022 20:35 Segir orð Birgittu vera kjaftshögg Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi. 1. september 2022 17:39 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Efst á toppi listans þessa vikuna voru reynslusögur þriggja íslenskra karlmanna af fyrsta skiptinu. Flest munum við eftir fyrstu kynlífsreynslunni okkar sem oftar en ekki fylgdu allskonar tilfinningar, upplifanir og stundum skrautlegar aðstæður. Við fórum yfir vinsælustu fréttir vikunnar hjá Ósk Gunnars á FM957 í dag. Fréttir um ástarmál Hollywood leikara vekja alltaf athygli og þessi vika var engin undantekning. Sambönd stórleikarans Leonardo Dicaprio vekja yfirleitt töluverða athygli fólks en kappinn hefur verið í ástarsamböndum með fjölda þekktra kvenna í gegnum tíðina, yfirleitt fyrirsætum eða leikkonum. Eftir nýleg sambandsslit var útbúið graf sem sýnir að hann virðist alltaf yngja upp þegar kærusturnar ná 25 ára aldri. Koma Katy Perry til Íslands vegna skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima vakti mikið umtal. Söngkonan var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins . „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi, sem er einn myndrænasti staður í heiminum. Myndir sem ég hef bara séð sem skjáhvílur svo takk kærlega fyrir mig,“ sagði hún um þá náttúrufegurð sem landið býr yfir. Íslenska söngkonan Bríet söng við þessa sömu nafnaathöfn og myndband frá því vakti mikla athygli á Vísi. Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í vikunni þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur. Hugsanlega gerði einhver það fyrir hana. Er Britney ekki enn orðin alveg frjáls? Fréttastofa heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. Sprenging hefur orðið í vinsældum kaldra baða hér á landi síðustu ár - og nú er kaldur pottur í hverri einustu laug höfuðborgarsvæðisins. Kristín Ólafsdóttir kynnti sér málið. Þorgerður Katrín á þrjú börn en Katrín dóttir hennar er einhverf og með þroskahömlun. Þorgerður segir áhyggjur foreldra fatlaðra aukist eftir því sem nær dregur skólalokum. Hún og Kristján Arason maðurinn hennar eru þar enginn undantekning og velta þau fyrir sér hvað bíði dóttur þeirra. Hún ræddi málið í þættinum Ísland í dag. Love Island sigurvegarinn Davide Sanclimenti sást fara inn í leigubíl á skemmtanalífinu með stúlkum í London, þegar kærastan hans Ekin-Su Cülcüloğlu var ekki á landinu. The Sun fjallaði um málið, enda er mikill áhugi á Love Island stjörnunum þar í landi. Stúlkurnar voru þær Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Aníta Gunnarsdóttir. Aðrar fréttir sem vöktu mikla athygli á Lífinu þessa vikuna voru gagnrýnin á Begga Ólafs, útskýringin á vinsældum barnalagsins Í lari lei og rifrildi Birgittu Lífar og Patreks Jamie. Allar nýjustu fréttirnar á Lífinu á Vísi má finna HÉR!
FM957 Tengdar fréttir Í lari lei æðið útskýrt: „Þetta barnalag er búið að vera að gera allt brjálað“ Lagið Í larí lei gerði allt vitlaust á tónleikum Stjórnarinnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Það kemur lítið á óvart enda er það spilað á böllum um allt land við góðar undirtektir þessa dagana. 1. september 2022 13:00 Svarar ekki gagnrýnisröddum sem líkja honum við Andrew Tate Hlaðvarpsstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, segist ekki ætla að svara gagnrýni sem hann hefur sætt vegna myndbands sem hann birti á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 1. september 2022 11:36 Birgitta miður sín og biðst afsökunar Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. 1. september 2022 20:35 Segir orð Birgittu vera kjaftshögg Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi. 1. september 2022 17:39 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Í lari lei æðið útskýrt: „Þetta barnalag er búið að vera að gera allt brjálað“ Lagið Í larí lei gerði allt vitlaust á tónleikum Stjórnarinnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Það kemur lítið á óvart enda er það spilað á böllum um allt land við góðar undirtektir þessa dagana. 1. september 2022 13:00
Svarar ekki gagnrýnisröddum sem líkja honum við Andrew Tate Hlaðvarpsstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, segist ekki ætla að svara gagnrýni sem hann hefur sætt vegna myndbands sem hann birti á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 1. september 2022 11:36
Birgitta miður sín og biðst afsökunar Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. 1. september 2022 20:35
Segir orð Birgittu vera kjaftshögg Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi. 1. september 2022 17:39