Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Elísabet Hanna skrifar 5. september 2022 07:00 Hildur Anissa sér ekki eftir því að hafa tekið Stökkið. Aðsend Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. Hvar ertu búsett?Ég er búsett í Kaupmannahöfn í Danmörku en mig hafði lengi langað að flytja út og prufa eitthvað nýtt. Þegar ég kynntist kærastanum mínum, sem er danskur, var það fullkominn tími og tækifæri fyrir mig til að kýla á þann draum. Aðsend Með hverjum býrðu úti? Hlutirnir fóru að rúlla frekar hratt eftir að ég flutti út en aðeins nokkrum mánuðum eftir flutninga skrifuðum við Sebastian undir íbúðarkaup og búum við saman í þeirri íbúð í dag. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvenær fluttirðu út?Ég flutti út beint eftir síðasta prófið mitt í Bachelor. Ég útskrifaðist með Bachelorgráðu í sálfræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands í maí 2020. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Draumurinn hafði lengi verið að flytja út, upplifa aðra menningu og kynnast fleira fólki. Ég var opin fyrir öllum stöðum en Skandinavía, Frakkland og Ástralía heilluðu mest. Þegar ég svo kynntist kærastanum mínum sem er danskur tók ég stökkið út til Köben og sé bara alls ekki eftir því í dag. Ég elska að búa hérna. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Heimsfaraldurinn hafði svo sem ekki mikil áhrif á flutningana sjálfa, en það sem var erfiðast fyrir mig var að geta ekki stokkið heim þegar ég vildi og einnig fá fjölskyldu og vini í heimsókn. Fyndið að segja frá því en þegar ég flyt út þá hafði enginn í fjölskyldunni minni hitt Sebastian í persónu. Hlutirnir gerðust mjög hratt hjá okkur, en tveimur vikum áður en hann átti flug til Íslands skall Covid á og náði enginn að hitta hann áður en ég pakkaði saman töskum og fór. Það er frekar crazy að hugsa út í það í dag. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég undirbjó mig ekki mikið fyrir utan það að einblína meira á sparnað þar sem svona flutningar geta kostað mjög mikið, en á þessum tíma var ég andlega mjög tilbúin að flytja út og byrja nýjan kafla. Á þessum tíma var ég ekki að stressa mig á vinnu eða námi enda voru margir að missa vinnuna á þessum tíma og ég vissi að ég gæti ekki verið með miklar væntingar. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Ég var auðvitað mjög heppin að Sebastian bjó nú þegar í Kaupmannahöfn og hann sá um að finna íbúð fyrir okkur til að leigja og gerði í raun allt tilbúið áður en ég kom. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Það er mikilvægast að vera með opið hugarfar og vera tilbúin/n að takast á við allskonar áskoranir og muna að svo reddast allt, eins og við íslendingar erum dugleg að segja. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Í dag starfa ég sem svæðissölustjóri hjá dönsku hönnunarfyrirtæki sem heitir Paper Collective. Ég sá starfið auglýst inn á LinkedIn og heillaðist strax af því. Í starfinu sé ég um ákveðna markaði og viðskiptavini okkar þar. Ég ferðast mikið í starfinu, sem er klárlega jafn skemmtilegt og það er scary. Á svipuðum tíma og þegar ég var ráðin hjá Paper Collective fékk ég einnig starf hjá norskum áhrifavaldi en þar hjálpa ég til með samfélagsmiðla, þá aðallega Instagram. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvers saknarðu mest við Ísland? Ég sakna fólksins míns mest. Það er alltaf jafn erfitt að vera svona langt í burtu frá öllum. Annars er ég algjör nammigrís og íslenskt nammi er náttúrulega bara best. Hvers saknarðu minnst við Ísland? Veðrið og samgöngur. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvernig er veðrið?Mínar allra uppáhalds árstíðir hér í Kaupmannahöfn eru sumrin og jólin. Það er yfirleitt frekar hlýtt á sumrin og nóg um að vera. Jólin eru köld og kósy en ekki alveg eins dimm og heima. Hvaða ferðamáta notast þú við?Kaupmannahöfn er mjög hjólreiðavæn borg og ég reyni að hjóla sem mest. Við erum einnig með bíl sem við notum þegar við förum í lengri ferðalög , en við vorum einmitt að koma úr ferðalagi þar sem við keyrðum til Ítalíu. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Kemurðu oft til Íslands? Ég reyni að fara eins oft og ég get til Íslands. Það var ekki auðvelt fyrst vegna heimsfaraldursins, en núna reyni ég að koma að minnsta kosti þrisvar sinnum á ári. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Tel ekki miklu muna en það eru mismunandi hlutir sem eru dýrari hér og öfugt. Það versta er að sykurskatturinn er mjög hár hér í Danmörku, sem er súrt fyrir nammigrís eins og mig. Hefuru verið að fá mikið af heimsóknum út?Ég hef virkilega gaman af því að fá heimsóknir en til að byrja með voru þær mjög takmarkaðar út af heimsfaraldrinum, en þeim fer fjölgandi, mér til mikillar gleði. Heimsóknunum fer fjölgandi eftir Covid.Aðsend Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Já virkilega. Ég var mjög heppin þar sem nokkrar af mínu bestu vinkonum bjuggu í Kaupmannahöfn þegar ég flutti út og út frá þeim kynntist ég mörgum yndislegum stelpum sem eru góðar vinkonur mínar í dag. Áttu þér uppáhalds stað?Kaupmannahöfn á sérstakan stað í mínu hjarta. Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg. Það er alltaf nóg um að vera, kósý garðar, góðir veitingastaðir alls staðar, fallegur arkitektúr, tískan hérna geggjuð og fólkið skemmtilegt. Ég get ómögulega valið einn stað í Kaupmannahöfn en í hvert skipti sem ég hjóla um borgina finn ég nýja fallega staði. Aðsend Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Ég tel mig mjög heppna að eiga kærasta sem elskar mat meira en allt og er duglegur að draga mig með sér á nýja veitingastaði. Í dag eru mínir uppáhalds staðir Baazar, Cantina, Barabba, og Restaurant Kronborg fyrir góðan danskan mat, ég mæli með karrýsíldinni þar. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Ég mæli með að koma yfir sumartímann, en dönsku sumrin eru best. Það er alltaf jafn skemmtilegt að leigja hjól og hjóla um borgina, kíkja á matarmarkaði, fara á bryggjuna í sólbað en mínar uppáhalds bryggjur eru Krøyers Plads eða Nordhavn. Á sumrin eru svo tónleikar alla föstudaga í Tívolíinu sem er gaman að fara á. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Ég reyni að byrja alla daga á góðri morgunæfingu en svo eftir það eru dagarnir mismunandi. Við Sebastian erum bæði að ferðast mikið vegna vinnu og dagarnir því sjaldan eins. Þegar ég er ekki að ferðast fer ég yfirleitt heim eftir vinnu og við Sebastian eldum saman og horfum á mynd. Ég er líka dugleg að hitta vinkonur og vinapör á frídögum, en þeir hittingar einkennast yfirleitt af góðum mat og löngum spjöllum. Hildur og Sebastian eru alsæl með danska lífið.Skjáskot/Instagram Hvað er það besta við staðinn þinn?Fólkið, tískan, maturinn, atvinnutækifærin og geggjuðu sumrin. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvað er það versta við staðinn þinn?Fjarlægðin frá fjölskyldu og vinum mínum. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Það er og verður alltaf opið en ég reyni að passa mig að eyða ekki of miklum tíma í þær pælingar. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is. Stökkið Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Stökkið: Féll fyrir David Attenborough í æsku Rakel Dawn Hanson er dýrafræðingur sem er búsett í Bristol með kærastanum sínum James Scrivens. Hún vinnur við að gera dýralífsheimildarmyndir en áhuginn á faginu kom eftir að hún varð ástfangin að störfum David Attenborough í æsku. 29. ágúst 2022 07:00 „Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00 Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hvar ertu búsett?Ég er búsett í Kaupmannahöfn í Danmörku en mig hafði lengi langað að flytja út og prufa eitthvað nýtt. Þegar ég kynntist kærastanum mínum, sem er danskur, var það fullkominn tími og tækifæri fyrir mig til að kýla á þann draum. Aðsend Með hverjum býrðu úti? Hlutirnir fóru að rúlla frekar hratt eftir að ég flutti út en aðeins nokkrum mánuðum eftir flutninga skrifuðum við Sebastian undir íbúðarkaup og búum við saman í þeirri íbúð í dag. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvenær fluttirðu út?Ég flutti út beint eftir síðasta prófið mitt í Bachelor. Ég útskrifaðist með Bachelorgráðu í sálfræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands í maí 2020. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Draumurinn hafði lengi verið að flytja út, upplifa aðra menningu og kynnast fleira fólki. Ég var opin fyrir öllum stöðum en Skandinavía, Frakkland og Ástralía heilluðu mest. Þegar ég svo kynntist kærastanum mínum sem er danskur tók ég stökkið út til Köben og sé bara alls ekki eftir því í dag. Ég elska að búa hérna. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Heimsfaraldurinn hafði svo sem ekki mikil áhrif á flutningana sjálfa, en það sem var erfiðast fyrir mig var að geta ekki stokkið heim þegar ég vildi og einnig fá fjölskyldu og vini í heimsókn. Fyndið að segja frá því en þegar ég flyt út þá hafði enginn í fjölskyldunni minni hitt Sebastian í persónu. Hlutirnir gerðust mjög hratt hjá okkur, en tveimur vikum áður en hann átti flug til Íslands skall Covid á og náði enginn að hitta hann áður en ég pakkaði saman töskum og fór. Það er frekar crazy að hugsa út í það í dag. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég undirbjó mig ekki mikið fyrir utan það að einblína meira á sparnað þar sem svona flutningar geta kostað mjög mikið, en á þessum tíma var ég andlega mjög tilbúin að flytja út og byrja nýjan kafla. Á þessum tíma var ég ekki að stressa mig á vinnu eða námi enda voru margir að missa vinnuna á þessum tíma og ég vissi að ég gæti ekki verið með miklar væntingar. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Ég var auðvitað mjög heppin að Sebastian bjó nú þegar í Kaupmannahöfn og hann sá um að finna íbúð fyrir okkur til að leigja og gerði í raun allt tilbúið áður en ég kom. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Það er mikilvægast að vera með opið hugarfar og vera tilbúin/n að takast á við allskonar áskoranir og muna að svo reddast allt, eins og við íslendingar erum dugleg að segja. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Í dag starfa ég sem svæðissölustjóri hjá dönsku hönnunarfyrirtæki sem heitir Paper Collective. Ég sá starfið auglýst inn á LinkedIn og heillaðist strax af því. Í starfinu sé ég um ákveðna markaði og viðskiptavini okkar þar. Ég ferðast mikið í starfinu, sem er klárlega jafn skemmtilegt og það er scary. Á svipuðum tíma og þegar ég var ráðin hjá Paper Collective fékk ég einnig starf hjá norskum áhrifavaldi en þar hjálpa ég til með samfélagsmiðla, þá aðallega Instagram. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvers saknarðu mest við Ísland? Ég sakna fólksins míns mest. Það er alltaf jafn erfitt að vera svona langt í burtu frá öllum. Annars er ég algjör nammigrís og íslenskt nammi er náttúrulega bara best. Hvers saknarðu minnst við Ísland? Veðrið og samgöngur. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvernig er veðrið?Mínar allra uppáhalds árstíðir hér í Kaupmannahöfn eru sumrin og jólin. Það er yfirleitt frekar hlýtt á sumrin og nóg um að vera. Jólin eru köld og kósy en ekki alveg eins dimm og heima. Hvaða ferðamáta notast þú við?Kaupmannahöfn er mjög hjólreiðavæn borg og ég reyni að hjóla sem mest. Við erum einnig með bíl sem við notum þegar við förum í lengri ferðalög , en við vorum einmitt að koma úr ferðalagi þar sem við keyrðum til Ítalíu. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Kemurðu oft til Íslands? Ég reyni að fara eins oft og ég get til Íslands. Það var ekki auðvelt fyrst vegna heimsfaraldursins, en núna reyni ég að koma að minnsta kosti þrisvar sinnum á ári. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Tel ekki miklu muna en það eru mismunandi hlutir sem eru dýrari hér og öfugt. Það versta er að sykurskatturinn er mjög hár hér í Danmörku, sem er súrt fyrir nammigrís eins og mig. Hefuru verið að fá mikið af heimsóknum út?Ég hef virkilega gaman af því að fá heimsóknir en til að byrja með voru þær mjög takmarkaðar út af heimsfaraldrinum, en þeim fer fjölgandi, mér til mikillar gleði. Heimsóknunum fer fjölgandi eftir Covid.Aðsend Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Já virkilega. Ég var mjög heppin þar sem nokkrar af mínu bestu vinkonum bjuggu í Kaupmannahöfn þegar ég flutti út og út frá þeim kynntist ég mörgum yndislegum stelpum sem eru góðar vinkonur mínar í dag. Áttu þér uppáhalds stað?Kaupmannahöfn á sérstakan stað í mínu hjarta. Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg. Það er alltaf nóg um að vera, kósý garðar, góðir veitingastaðir alls staðar, fallegur arkitektúr, tískan hérna geggjuð og fólkið skemmtilegt. Ég get ómögulega valið einn stað í Kaupmannahöfn en í hvert skipti sem ég hjóla um borgina finn ég nýja fallega staði. Aðsend Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Ég tel mig mjög heppna að eiga kærasta sem elskar mat meira en allt og er duglegur að draga mig með sér á nýja veitingastaði. Í dag eru mínir uppáhalds staðir Baazar, Cantina, Barabba, og Restaurant Kronborg fyrir góðan danskan mat, ég mæli með karrýsíldinni þar. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Ég mæli með að koma yfir sumartímann, en dönsku sumrin eru best. Það er alltaf jafn skemmtilegt að leigja hjól og hjóla um borgina, kíkja á matarmarkaði, fara á bryggjuna í sólbað en mínar uppáhalds bryggjur eru Krøyers Plads eða Nordhavn. Á sumrin eru svo tónleikar alla föstudaga í Tívolíinu sem er gaman að fara á. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Ég reyni að byrja alla daga á góðri morgunæfingu en svo eftir það eru dagarnir mismunandi. Við Sebastian erum bæði að ferðast mikið vegna vinnu og dagarnir því sjaldan eins. Þegar ég er ekki að ferðast fer ég yfirleitt heim eftir vinnu og við Sebastian eldum saman og horfum á mynd. Ég er líka dugleg að hitta vinkonur og vinapör á frídögum, en þeir hittingar einkennast yfirleitt af góðum mat og löngum spjöllum. Hildur og Sebastian eru alsæl með danska lífið.Skjáskot/Instagram Hvað er það besta við staðinn þinn?Fólkið, tískan, maturinn, atvinnutækifærin og geggjuðu sumrin. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Hvað er það versta við staðinn þinn?Fjarlægðin frá fjölskyldu og vinum mínum. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Það er og verður alltaf opið en ég reyni að passa mig að eyða ekki of miklum tíma í þær pælingar. View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is.
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is.
Stökkið Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Stökkið: Féll fyrir David Attenborough í æsku Rakel Dawn Hanson er dýrafræðingur sem er búsett í Bristol með kærastanum sínum James Scrivens. Hún vinnur við að gera dýralífsheimildarmyndir en áhuginn á faginu kom eftir að hún varð ástfangin að störfum David Attenborough í æsku. 29. ágúst 2022 07:00 „Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00 Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Stökkið: Féll fyrir David Attenborough í æsku Rakel Dawn Hanson er dýrafræðingur sem er búsett í Bristol með kærastanum sínum James Scrivens. Hún vinnur við að gera dýralífsheimildarmyndir en áhuginn á faginu kom eftir að hún varð ástfangin að störfum David Attenborough í æsku. 29. ágúst 2022 07:00
„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00
Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00