Ólga meðal aðventista vegna sölu á heilu fjalli Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2022 07:00 Aðventistar hafa gert samning um að heilu fjalli í þeirra eigu verði skóflað burtu og það verði notað í íblöndunarefni í sement sem nota skal í Evrópu. Formaður Kirkju sjöunda dags aðventista, Gavin Anthony, segir það skipta þá miklu máli að verkefnið er umhverfisvænt. vísir/vilhelm Gavin Anthony, formaður Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi, sem eiga Litla-Sandfell sem til stendur að nýta sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, segir að sér lítist vel á verkefnið. Samkvæmt heimildum Vísis fer því þó fjarri að allir innan safnaðarins séu á eitt sáttir um hvernig að málum er staðið. Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá er umdeild risaframkvæmd í pípunum sem gengur út á stórfellda efnisflutninga um Þorlákshöfn til Evrópu. Risafyrirtækið HeidelbergCement hyggst nota jarðefnin sem íblöndunarefni í sement. Ráðgert er að moka heilu fjalli, Litla-Sandfelli í Þrengslunum, í burtu og flytja úr landi um Þorlákshöfn til frekari vinnslu. Málið er umdeilt meðal íbúa Ölfuss og víðar en það er einnig umdeilt meðal eigenda fellsins. Litla-Sandfell stendur á jörðinni Breiðabólstað sem er í eigu kirkju Sjöunda dags aðventista. Hvað kostar eitt stykki fjall? Hvernig samningum er háttað liggur ekki fyrir og svör þar um liggja ekki á lausu. Það stendur í ýmsum safnaðarmeðlimum sem og sú staðreynd að salan á fjallinu fer fram með milligöngu fyrirtækis sem heitir Eden Minging og er í eigu tveggja aðventista, þeirra Kristins Ólafssonar og Eiríks Ingvars Ingvarssonar. Það er dótturfyrirtæki Heidelberg, Hornsteinn, sem mun annast framkvæmdina. Stjórn trúfélagsins, svokölluð „samtakastjórn“ sem situr kjörtímabilið 2019-2022, samdi við Eden Mining um söluna á fjallinu. Samningaviðræður hófust í fyrravor og þeim lauk þegar skrifað var undir nýjan samning 18. janúar á þessu ári. Vísir beindi fyrirspurn til Gavin Anthony vegna þessa og segir hann spurður að stjórn safnaðarins lítist í öllum meginatriðum vel á verkefnið. „Rétt er að halda því til haga að Kirkja sjöunda dags aðventista er á engan hátt aðili að áformum um fyrirhugaða efnistöku eða uppbyggingu sementsverksmiðju. Kirkjan hefur gert samkomulag við Eden Mining um námuréttindi í Litla-Sandfelli, en hefur að öðru leyti ekki beinna hagsmuna að gæta,“ segir Gavin. Segir verkefnið umhverfisvænt Hann segir jafnframt að við vinnslu úr námunni skipti það söfnuðinn máli að ávinningurinn sé meiri en aðeins fjárhagslegur fyrir söfnuðinn. „Náman hefur í fyrirhuguðu fyrirkomulagi bæði í för með sér atvinnusköpun í sveitarfélaginu auk mikils sparnaðar á kolefnislosun í byggingariðnaði og þar með afleidd góð áhrif á heimsbyggðina alla. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum verður sparnaðurinn af kolefnislosun við nýtingu efnis úr námunni hið minnsta á pari við það sem allur íslenski bílaflotinn veldur.“ Orð Gavins eru í takti við þau sjónarmið sem Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, hefur sett fram í samtali við Vísi. Spurður hvernig samningar við leigutakann Eden Minging séu til komnir segir Gavin upphaflegan samning við fyrirtækið hafa verið gerðan í maí 2009 um efnistöku og rannsóknir. „Sem meðal annars hafa falist í því hvort hægt sé að nýta efni móberg við sementsframleiðslu í stað flugösku og þá sem jákvæðari kost út frá umhverfisáhrifum. Nýr samningur um námuréttindi var gerður í janúar síðastliðinn.“ Gavin segir einstök samningsatriði trúnaðarmál samningsaðila líkt og almennt á við um slíka samninga en með samningnum hefur Eden Mining leyfi til efnistöku úr námunni gegn gjaldi. Samningurinn bindandi og honum verður ekki rift Líkt og áður sagði hefur Vísir heimildir fyrir því að samningurinn við Eden Mining sé umdeildur innan safnaðarins. Gavin Anthony vill hins vegar ekki gera mikið úr því. „Innan safnaðarins hafa heyrst efasemdaraddir nokkurra safnaðarmeðlima vegna samningsins, og þá helst um fyrirkomulagið en ekki sjálfa efnistökuna. Öll stjórn safnaðarins stendur hins vegar heilshugar að baki samningnum en gerðar hafa verið úttektir á ferlinu á ýmsum stigum, meðal annars af æðri stofnunum innan kirkju SDA og óháðum aðilum.“ Hann segir af og frá að til tals hafi komið að rifta beri samningnum. „Samningurinn var gerður með hag safnaðarins og almennings að leiðarljósi. Samningurinn var því ígrundaður og vandað til allra verka. Með hliðsjón af því og þeirri staðreynd að gerðir samningar eru að sjálfsögðu bindandi hefur ekki komið til tals annað en að standa við samninginn,“ segir Gavin Anthony. Keyptu jörðina til að reka þar skólastarf Jörðin Breiðabólstaður hefur verið í eigu safnaðarins um áratuga skeið og má rekja söguna allt aftur til ársins 1936 en þá hóf Olav Johan Olsen að safna fé fyrir unglingaskóla fyrir söfnuðinn. Það var svo árið 1947 að jörðin Vindheimar í Ölfusi var keypt undir skólann en það er jörðin sem um ræðir. Var mikið átak innan lands sem utan að fjármagna kaupin. Í landi Breiðabólstaðar standa fjöllin Litla-Sandfell og Lambafell. Þar eru skilgreindar námur í aðalskipulagi Ölfuss og hefur námustarfsemi farið fram í Litla-Sandfelli frá árinu 1965 og efni þegar verið sótt í fjóra mismunandi staði fjallsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu komu stuttu eftir aldamótin tveir safnaðarmeðlimir, viðskiptamennirnir Eiríkur Ingvarsson og Kristinn Ólafsson, með tillögu til stjórnar trúfélagsins: Þeir gætu stofnað fyrirtæki (Eden Mining) til að reka námurnar. Þannig þyrfti Aðventkirkjan ekki að standa í því að semja aftur og aftur við misáreiðanleg fyrirtæki. Þess í stað myndi Aðventkirkjan semja til langs tíma við fyrirtæki sem væri í eigu tveggja meðlima trúfélagsins og þannig myndi hún tryggja sér góðar og stöðugar tekjur af námunum. Það var samið um námuna í Litla-Sandfelli 2008 og um námuna í Lambafelli 2009. Eden hóf námuvinnslu fyrst fyrir alvöru um 2017 og það var nærri full vinnsla í gangi út árið 2021. Einn þeirra sem hefur verið gagnrýninn á samninginn og þessar fyrirætlanir er Jón Hjörleifur Stefánsson guðfræðingur en hann er í söfnuðinum. Hann segir að það virðist vera sem svo að Eden Mining sé óþarfa milliliður sem láti þriðja aðila eftir reksturinn. Það að hinn almenni safnaðarmeðlimur, en í Sjöunda dags aðventistum eru um 150 virkir meðlimir að hans sögn, viti lítið um efni samningana og það sé óásættanlegt. Leynilegur samningur „Hluti samningsins er leynilegur svo safnaðarmeðlimir geta ekki lesið þann hluta - og leynilegi hlutinn er sá sem inniheldur tölurnar og kjörin. Slíkur samningur er ekki í takti við fyrri samninga trúfélagsins en þeim hefur að því er ég best veit alltaf verið þinglýst að fullu leyti,“ segir Jón Hjörleifur í samtali við Vísi. Hann sem og fleiri hafa beint fyrirspurnum til stjórnar vegna þessa en ekki orðið ágengt. Jón Hjörleifur segist ásamt öðrum hafa lagst í rannsóknir á verkefninu öllu en ekki liggi fyrir hversu mikið Eden Mining sé að borga aðventistum fyrir fjallið. Jón Hjörleifur er guðfræðingur og hann er í söfnuðinum. Hann og fleiri þar telja fulla ástæðu til að fara í saumana á samningum Aðventkirkjunnar við Eden Mining, sem er einskonar milliliður um efnissöluna til Hornsteins. Stjórn hefur hins vegar ekki talið ástæðu til að gera samninginn opinberan.Stefán Rafn Stefánsson „Lágmarksgjald er 15 milljónir á ári - en fyrir utan það vitum við safnaðarmeðlimir ekki meir. Við vitum hins vegar meira um hvað Eden borgaði Aðventistakirkjunni þegar eldri samningar giltu. Eden seldi rúmmetrann áfram til GT-verktaka/Lambafells ehf. á um 100-150 íslenskar krónur en það voru síðan verktakarnir sem seldu lokakaupanda jarðefnið á markaðsvirði, sem er einmitt um 700 íslenskar krónur fyrir rúmmetra af bögglabergi, og svo hærri verð fyrir fínni möl.“ Þetta megi til dæmis sjá í ársreikningi Lambafells. Samningurinn veitir aðventistum fjárhagslegt öryggi Það sem þó liggur fyrir um samninginn má lesa í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér 1. febrúar til meðlima safnaðarins. Tilkynningin er upplýsandi en hana má í heild sinni finna hér neðar: „Fyrir tæpu ári síðan hófust viðræður milli Kirkjunnar á Íslandi og Eden Mining um möguleika á nýju verkefni varðandi námur okkar. Á þessum tíma hafa Kirkjan og Evrópudeildin (TED) unnið að málinu samkvæmt þagnarskyldu vegna viðkvæmra viðskipthagsmuna, en nú getur Kirkjan deilt nokkrum fréttum. Eden Mining hefur unnið að verkefni í samvinnu við HeidelbergCement Group, þýskt fyrirtæki sem starfar í 50 löndum um allan heim. Heidelberg er stærsti birgir Evrópu á malarefni og annar stærsti sementsframleiðandi Evrópu. Verkefnið beinist að því að framleiða vistvænni sementsvöru sem er mögulegt með því að nýta steinefnin sem finnast í námunum á landi kirkjunnar. Með þessu samstarfi verður mölin hluti af aðfangakeðju Heidelbergs sem tryggir sanngjarna ávöxtun og langtíma tekjulind fyrir kirkjuna. Kirkjan mun fá að lágmarki kr. 15.000.000 á ári þó engin möl sé tekin úr námunum. Þegar Heidelberg hefur lokið áreiðanleikakönnun sinni og fyrirhuguð verksmiðja þeirra í Þorlákshöfn er komin í framleiðslu, á árlegt magn af möl sem tekin er að aukast verulega. Kirkjan hefur skrifað undir nýjan samning við Eden Mining sem kemur í stað allra fyrri samninga. Lengd nýja samningsins er 15 ár og rennur út 4 árum eftir dagsetningu fyrri Lambafellssamnings. Ef Heidelberg lýkur áreiðanleikakönnun sinni á næstu tveimur árum mun samningurinn sjálfkrafa tvöfaldast í 30 ár. Þetta gefur Heidelberg tækifæri til að afskrifa kostnað við byggingu verksmiðjunnar og viðhalda stöðugu framboði á efni fyrir vistvænt sement sitt. Skilmálar hafa verið samdir fyrir hönd Kirkjunnar af samningslögfræðingum hjá Lex. Í þessu ferli hafa tekið þátt í lögfræðingar Kirkjunnar, Eden Mining og Heidelberg. Kirkjan hefur einnig fengið sérfræðiráðgjöf í gegnum þessar samningaviðræður til að tryggja að Kirkjan fái sanngjarnt verð og sanngjörn kjör. Mögulega veitir þessi samningur ekki aðeins fjárhagslegt öryggi fyrir kirkjuna til lengri tíma litið. Hann opnar líka möguleika fyrir Kirkjuna okkar að geta fjármagnað boðunarstarf. Dýrmætt ráð sem stjórn Kirkjunnar fékk frá Evrópudeildinni var áminningin um að Kirkjan er ekki fyrirtæki — svo við eigum ekki að haga okkur eins og slíkt. Frekar erum við ráðsmenn auðlinda Guðs sem eigum að vera trú í að beita Biblíulegum meginreglum og trú við að sýna eðli Guðs í því hvernig Kirkjan stundar viðskipti. Þegar Kirkjan kemur fram á þennan hátt, til dæmis með því að stuðla að verkefnum sem eru vistvæn og gagnleg fyrir umhverfið, erum við minnt á að Guð hefur allt sem við þurfum. Þess vegna þurfum við aldrei að hafa áhyggjur af framtíðinni. Við getum alltaf verið í friði, því Guð mun alltaf útvega allt sem Kirkja hans þarfnast til að stækka ríki Hans og sýna heiður Hans opinberlega. Fyrir hönd stjórnar Kirkjunnar, Gavin Anthony Þóra Sigríður Jónsdóttir Judel Ditta“ Efasemdir af hinu illa Jón Hjörleifur er eins og áður sagði tortrygginn á samninginn við Eden Mining. Jón Hjörleifur segir jafnframt afar erfitt að ræða málið opinskátt innan vébanda safnaðarins því að með því einu að vilja fá allt upp á borðið sé það metið svo af stjórn að verið sé að efna til óeiningar og jafnvel ganga erinda hins illa. En síðla í þessum mánuði, september, fer fram hefðbundinn kjörfundur trúfélagsins og þá verður kosin ný stjórn. „Það er möguleiki á því að ný stjórn muni leitast við að rifta þessum samningi og þá yrði mögulega ekkert af þessum framkvæmdum, allavega ekki sá hluti sem á að byggjast á efnisvinnslu í Litla-Sandfelli og Lambafelli,“ segir Jón Hjörleifur sem telur þessu máli langt í frá lokið. Ágreiningur risinn í sveitarfélaginu Og það liggur reyndar fyrir að babb er komið í bátinn. Ágreiningur er risinn í bæjarstjórn Ölfuss en þegar þetta mál kom upp var Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista ein af fáum sem vildi gjalda varhug við hinu risavaxna verkefni. Seinna stigu svo fulltrúar B-lista fram og hörmuðu að hafa samþykkt á fundi skipulagsnefndar 21. júlí umsókn HeidelbergCement um rúmlega hektara lóð í Þorlákshöfn og 5 þúsund fermetra fasteignir undir frumvinnslu á jarðvegi sem til stæði að flytja um höfnina út til Evrópu. Elliði Vignisson bæjarstjóri og Ása Berglind H-lista hafa tekist á um málið. Elliði segir það atvinnuskapandi meðan Ása Berglind telur það breyta Þorlákshöfn í námubæ.vísir/egill Málið var til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi 25. ágúst síðastliðinn þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins láta bóka mótmæli við ýmsu því sem þeir setja rangfærslur sem fram hafa komið málinu. Til dæmis sé rangt að ósómi verið af mannvirkjagerð sem málinu tengist, þvert á móti verði rík krafagerð um að „þau falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum.“ Á því verði ekki gefinn afsláttur. Þá sé rangt að ryk- eða hávaðamengun verði frá starfseminni. Sjálfstæðismenn vilja ekki að horfið verði frá samtali við fulltrúa Heidelberg. En ekki komi til greina af þeirra hálfu, að efnið verði flutt frá námum til Þorlákshafnar eftir almenna þjóðvegakerfinu. „Verði verkefnið á einhverjum tímapunkti metið skaðlegt fyrir heildar hagsmuni samfélagsins er því sjálf hætt,“ segir meðal annars í fundargerðinni. Stóriðja Ölfus Samgöngur Trúmál Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42 Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá er umdeild risaframkvæmd í pípunum sem gengur út á stórfellda efnisflutninga um Þorlákshöfn til Evrópu. Risafyrirtækið HeidelbergCement hyggst nota jarðefnin sem íblöndunarefni í sement. Ráðgert er að moka heilu fjalli, Litla-Sandfelli í Þrengslunum, í burtu og flytja úr landi um Þorlákshöfn til frekari vinnslu. Málið er umdeilt meðal íbúa Ölfuss og víðar en það er einnig umdeilt meðal eigenda fellsins. Litla-Sandfell stendur á jörðinni Breiðabólstað sem er í eigu kirkju Sjöunda dags aðventista. Hvað kostar eitt stykki fjall? Hvernig samningum er háttað liggur ekki fyrir og svör þar um liggja ekki á lausu. Það stendur í ýmsum safnaðarmeðlimum sem og sú staðreynd að salan á fjallinu fer fram með milligöngu fyrirtækis sem heitir Eden Minging og er í eigu tveggja aðventista, þeirra Kristins Ólafssonar og Eiríks Ingvars Ingvarssonar. Það er dótturfyrirtæki Heidelberg, Hornsteinn, sem mun annast framkvæmdina. Stjórn trúfélagsins, svokölluð „samtakastjórn“ sem situr kjörtímabilið 2019-2022, samdi við Eden Mining um söluna á fjallinu. Samningaviðræður hófust í fyrravor og þeim lauk þegar skrifað var undir nýjan samning 18. janúar á þessu ári. Vísir beindi fyrirspurn til Gavin Anthony vegna þessa og segir hann spurður að stjórn safnaðarins lítist í öllum meginatriðum vel á verkefnið. „Rétt er að halda því til haga að Kirkja sjöunda dags aðventista er á engan hátt aðili að áformum um fyrirhugaða efnistöku eða uppbyggingu sementsverksmiðju. Kirkjan hefur gert samkomulag við Eden Mining um námuréttindi í Litla-Sandfelli, en hefur að öðru leyti ekki beinna hagsmuna að gæta,“ segir Gavin. Segir verkefnið umhverfisvænt Hann segir jafnframt að við vinnslu úr námunni skipti það söfnuðinn máli að ávinningurinn sé meiri en aðeins fjárhagslegur fyrir söfnuðinn. „Náman hefur í fyrirhuguðu fyrirkomulagi bæði í för með sér atvinnusköpun í sveitarfélaginu auk mikils sparnaðar á kolefnislosun í byggingariðnaði og þar með afleidd góð áhrif á heimsbyggðina alla. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum verður sparnaðurinn af kolefnislosun við nýtingu efnis úr námunni hið minnsta á pari við það sem allur íslenski bílaflotinn veldur.“ Orð Gavins eru í takti við þau sjónarmið sem Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, hefur sett fram í samtali við Vísi. Spurður hvernig samningar við leigutakann Eden Minging séu til komnir segir Gavin upphaflegan samning við fyrirtækið hafa verið gerðan í maí 2009 um efnistöku og rannsóknir. „Sem meðal annars hafa falist í því hvort hægt sé að nýta efni móberg við sementsframleiðslu í stað flugösku og þá sem jákvæðari kost út frá umhverfisáhrifum. Nýr samningur um námuréttindi var gerður í janúar síðastliðinn.“ Gavin segir einstök samningsatriði trúnaðarmál samningsaðila líkt og almennt á við um slíka samninga en með samningnum hefur Eden Mining leyfi til efnistöku úr námunni gegn gjaldi. Samningurinn bindandi og honum verður ekki rift Líkt og áður sagði hefur Vísir heimildir fyrir því að samningurinn við Eden Mining sé umdeildur innan safnaðarins. Gavin Anthony vill hins vegar ekki gera mikið úr því. „Innan safnaðarins hafa heyrst efasemdaraddir nokkurra safnaðarmeðlima vegna samningsins, og þá helst um fyrirkomulagið en ekki sjálfa efnistökuna. Öll stjórn safnaðarins stendur hins vegar heilshugar að baki samningnum en gerðar hafa verið úttektir á ferlinu á ýmsum stigum, meðal annars af æðri stofnunum innan kirkju SDA og óháðum aðilum.“ Hann segir af og frá að til tals hafi komið að rifta beri samningnum. „Samningurinn var gerður með hag safnaðarins og almennings að leiðarljósi. Samningurinn var því ígrundaður og vandað til allra verka. Með hliðsjón af því og þeirri staðreynd að gerðir samningar eru að sjálfsögðu bindandi hefur ekki komið til tals annað en að standa við samninginn,“ segir Gavin Anthony. Keyptu jörðina til að reka þar skólastarf Jörðin Breiðabólstaður hefur verið í eigu safnaðarins um áratuga skeið og má rekja söguna allt aftur til ársins 1936 en þá hóf Olav Johan Olsen að safna fé fyrir unglingaskóla fyrir söfnuðinn. Það var svo árið 1947 að jörðin Vindheimar í Ölfusi var keypt undir skólann en það er jörðin sem um ræðir. Var mikið átak innan lands sem utan að fjármagna kaupin. Í landi Breiðabólstaðar standa fjöllin Litla-Sandfell og Lambafell. Þar eru skilgreindar námur í aðalskipulagi Ölfuss og hefur námustarfsemi farið fram í Litla-Sandfelli frá árinu 1965 og efni þegar verið sótt í fjóra mismunandi staði fjallsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu komu stuttu eftir aldamótin tveir safnaðarmeðlimir, viðskiptamennirnir Eiríkur Ingvarsson og Kristinn Ólafsson, með tillögu til stjórnar trúfélagsins: Þeir gætu stofnað fyrirtæki (Eden Mining) til að reka námurnar. Þannig þyrfti Aðventkirkjan ekki að standa í því að semja aftur og aftur við misáreiðanleg fyrirtæki. Þess í stað myndi Aðventkirkjan semja til langs tíma við fyrirtæki sem væri í eigu tveggja meðlima trúfélagsins og þannig myndi hún tryggja sér góðar og stöðugar tekjur af námunum. Það var samið um námuna í Litla-Sandfelli 2008 og um námuna í Lambafelli 2009. Eden hóf námuvinnslu fyrst fyrir alvöru um 2017 og það var nærri full vinnsla í gangi út árið 2021. Einn þeirra sem hefur verið gagnrýninn á samninginn og þessar fyrirætlanir er Jón Hjörleifur Stefánsson guðfræðingur en hann er í söfnuðinum. Hann segir að það virðist vera sem svo að Eden Mining sé óþarfa milliliður sem láti þriðja aðila eftir reksturinn. Það að hinn almenni safnaðarmeðlimur, en í Sjöunda dags aðventistum eru um 150 virkir meðlimir að hans sögn, viti lítið um efni samningana og það sé óásættanlegt. Leynilegur samningur „Hluti samningsins er leynilegur svo safnaðarmeðlimir geta ekki lesið þann hluta - og leynilegi hlutinn er sá sem inniheldur tölurnar og kjörin. Slíkur samningur er ekki í takti við fyrri samninga trúfélagsins en þeim hefur að því er ég best veit alltaf verið þinglýst að fullu leyti,“ segir Jón Hjörleifur í samtali við Vísi. Hann sem og fleiri hafa beint fyrirspurnum til stjórnar vegna þessa en ekki orðið ágengt. Jón Hjörleifur segist ásamt öðrum hafa lagst í rannsóknir á verkefninu öllu en ekki liggi fyrir hversu mikið Eden Mining sé að borga aðventistum fyrir fjallið. Jón Hjörleifur er guðfræðingur og hann er í söfnuðinum. Hann og fleiri þar telja fulla ástæðu til að fara í saumana á samningum Aðventkirkjunnar við Eden Mining, sem er einskonar milliliður um efnissöluna til Hornsteins. Stjórn hefur hins vegar ekki talið ástæðu til að gera samninginn opinberan.Stefán Rafn Stefánsson „Lágmarksgjald er 15 milljónir á ári - en fyrir utan það vitum við safnaðarmeðlimir ekki meir. Við vitum hins vegar meira um hvað Eden borgaði Aðventistakirkjunni þegar eldri samningar giltu. Eden seldi rúmmetrann áfram til GT-verktaka/Lambafells ehf. á um 100-150 íslenskar krónur en það voru síðan verktakarnir sem seldu lokakaupanda jarðefnið á markaðsvirði, sem er einmitt um 700 íslenskar krónur fyrir rúmmetra af bögglabergi, og svo hærri verð fyrir fínni möl.“ Þetta megi til dæmis sjá í ársreikningi Lambafells. Samningurinn veitir aðventistum fjárhagslegt öryggi Það sem þó liggur fyrir um samninginn má lesa í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér 1. febrúar til meðlima safnaðarins. Tilkynningin er upplýsandi en hana má í heild sinni finna hér neðar: „Fyrir tæpu ári síðan hófust viðræður milli Kirkjunnar á Íslandi og Eden Mining um möguleika á nýju verkefni varðandi námur okkar. Á þessum tíma hafa Kirkjan og Evrópudeildin (TED) unnið að málinu samkvæmt þagnarskyldu vegna viðkvæmra viðskipthagsmuna, en nú getur Kirkjan deilt nokkrum fréttum. Eden Mining hefur unnið að verkefni í samvinnu við HeidelbergCement Group, þýskt fyrirtæki sem starfar í 50 löndum um allan heim. Heidelberg er stærsti birgir Evrópu á malarefni og annar stærsti sementsframleiðandi Evrópu. Verkefnið beinist að því að framleiða vistvænni sementsvöru sem er mögulegt með því að nýta steinefnin sem finnast í námunum á landi kirkjunnar. Með þessu samstarfi verður mölin hluti af aðfangakeðju Heidelbergs sem tryggir sanngjarna ávöxtun og langtíma tekjulind fyrir kirkjuna. Kirkjan mun fá að lágmarki kr. 15.000.000 á ári þó engin möl sé tekin úr námunum. Þegar Heidelberg hefur lokið áreiðanleikakönnun sinni og fyrirhuguð verksmiðja þeirra í Þorlákshöfn er komin í framleiðslu, á árlegt magn af möl sem tekin er að aukast verulega. Kirkjan hefur skrifað undir nýjan samning við Eden Mining sem kemur í stað allra fyrri samninga. Lengd nýja samningsins er 15 ár og rennur út 4 árum eftir dagsetningu fyrri Lambafellssamnings. Ef Heidelberg lýkur áreiðanleikakönnun sinni á næstu tveimur árum mun samningurinn sjálfkrafa tvöfaldast í 30 ár. Þetta gefur Heidelberg tækifæri til að afskrifa kostnað við byggingu verksmiðjunnar og viðhalda stöðugu framboði á efni fyrir vistvænt sement sitt. Skilmálar hafa verið samdir fyrir hönd Kirkjunnar af samningslögfræðingum hjá Lex. Í þessu ferli hafa tekið þátt í lögfræðingar Kirkjunnar, Eden Mining og Heidelberg. Kirkjan hefur einnig fengið sérfræðiráðgjöf í gegnum þessar samningaviðræður til að tryggja að Kirkjan fái sanngjarnt verð og sanngjörn kjör. Mögulega veitir þessi samningur ekki aðeins fjárhagslegt öryggi fyrir kirkjuna til lengri tíma litið. Hann opnar líka möguleika fyrir Kirkjuna okkar að geta fjármagnað boðunarstarf. Dýrmætt ráð sem stjórn Kirkjunnar fékk frá Evrópudeildinni var áminningin um að Kirkjan er ekki fyrirtæki — svo við eigum ekki að haga okkur eins og slíkt. Frekar erum við ráðsmenn auðlinda Guðs sem eigum að vera trú í að beita Biblíulegum meginreglum og trú við að sýna eðli Guðs í því hvernig Kirkjan stundar viðskipti. Þegar Kirkjan kemur fram á þennan hátt, til dæmis með því að stuðla að verkefnum sem eru vistvæn og gagnleg fyrir umhverfið, erum við minnt á að Guð hefur allt sem við þurfum. Þess vegna þurfum við aldrei að hafa áhyggjur af framtíðinni. Við getum alltaf verið í friði, því Guð mun alltaf útvega allt sem Kirkja hans þarfnast til að stækka ríki Hans og sýna heiður Hans opinberlega. Fyrir hönd stjórnar Kirkjunnar, Gavin Anthony Þóra Sigríður Jónsdóttir Judel Ditta“ Efasemdir af hinu illa Jón Hjörleifur er eins og áður sagði tortrygginn á samninginn við Eden Mining. Jón Hjörleifur segir jafnframt afar erfitt að ræða málið opinskátt innan vébanda safnaðarins því að með því einu að vilja fá allt upp á borðið sé það metið svo af stjórn að verið sé að efna til óeiningar og jafnvel ganga erinda hins illa. En síðla í þessum mánuði, september, fer fram hefðbundinn kjörfundur trúfélagsins og þá verður kosin ný stjórn. „Það er möguleiki á því að ný stjórn muni leitast við að rifta þessum samningi og þá yrði mögulega ekkert af þessum framkvæmdum, allavega ekki sá hluti sem á að byggjast á efnisvinnslu í Litla-Sandfelli og Lambafelli,“ segir Jón Hjörleifur sem telur þessu máli langt í frá lokið. Ágreiningur risinn í sveitarfélaginu Og það liggur reyndar fyrir að babb er komið í bátinn. Ágreiningur er risinn í bæjarstjórn Ölfuss en þegar þetta mál kom upp var Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista ein af fáum sem vildi gjalda varhug við hinu risavaxna verkefni. Seinna stigu svo fulltrúar B-lista fram og hörmuðu að hafa samþykkt á fundi skipulagsnefndar 21. júlí umsókn HeidelbergCement um rúmlega hektara lóð í Þorlákshöfn og 5 þúsund fermetra fasteignir undir frumvinnslu á jarðvegi sem til stæði að flytja um höfnina út til Evrópu. Elliði Vignisson bæjarstjóri og Ása Berglind H-lista hafa tekist á um málið. Elliði segir það atvinnuskapandi meðan Ása Berglind telur það breyta Þorlákshöfn í námubæ.vísir/egill Málið var til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi 25. ágúst síðastliðinn þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins láta bóka mótmæli við ýmsu því sem þeir setja rangfærslur sem fram hafa komið málinu. Til dæmis sé rangt að ósómi verið af mannvirkjagerð sem málinu tengist, þvert á móti verði rík krafagerð um að „þau falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum.“ Á því verði ekki gefinn afsláttur. Þá sé rangt að ryk- eða hávaðamengun verði frá starfseminni. Sjálfstæðismenn vilja ekki að horfið verði frá samtali við fulltrúa Heidelberg. En ekki komi til greina af þeirra hálfu, að efnið verði flutt frá námum til Þorlákshafnar eftir almenna þjóðvegakerfinu. „Verði verkefnið á einhverjum tímapunkti metið skaðlegt fyrir heildar hagsmuni samfélagsins er því sjálf hætt,“ segir meðal annars í fundargerðinni.
„Fyrir tæpu ári síðan hófust viðræður milli Kirkjunnar á Íslandi og Eden Mining um möguleika á nýju verkefni varðandi námur okkar. Á þessum tíma hafa Kirkjan og Evrópudeildin (TED) unnið að málinu samkvæmt þagnarskyldu vegna viðkvæmra viðskipthagsmuna, en nú getur Kirkjan deilt nokkrum fréttum. Eden Mining hefur unnið að verkefni í samvinnu við HeidelbergCement Group, þýskt fyrirtæki sem starfar í 50 löndum um allan heim. Heidelberg er stærsti birgir Evrópu á malarefni og annar stærsti sementsframleiðandi Evrópu. Verkefnið beinist að því að framleiða vistvænni sementsvöru sem er mögulegt með því að nýta steinefnin sem finnast í námunum á landi kirkjunnar. Með þessu samstarfi verður mölin hluti af aðfangakeðju Heidelbergs sem tryggir sanngjarna ávöxtun og langtíma tekjulind fyrir kirkjuna. Kirkjan mun fá að lágmarki kr. 15.000.000 á ári þó engin möl sé tekin úr námunum. Þegar Heidelberg hefur lokið áreiðanleikakönnun sinni og fyrirhuguð verksmiðja þeirra í Þorlákshöfn er komin í framleiðslu, á árlegt magn af möl sem tekin er að aukast verulega. Kirkjan hefur skrifað undir nýjan samning við Eden Mining sem kemur í stað allra fyrri samninga. Lengd nýja samningsins er 15 ár og rennur út 4 árum eftir dagsetningu fyrri Lambafellssamnings. Ef Heidelberg lýkur áreiðanleikakönnun sinni á næstu tveimur árum mun samningurinn sjálfkrafa tvöfaldast í 30 ár. Þetta gefur Heidelberg tækifæri til að afskrifa kostnað við byggingu verksmiðjunnar og viðhalda stöðugu framboði á efni fyrir vistvænt sement sitt. Skilmálar hafa verið samdir fyrir hönd Kirkjunnar af samningslögfræðingum hjá Lex. Í þessu ferli hafa tekið þátt í lögfræðingar Kirkjunnar, Eden Mining og Heidelberg. Kirkjan hefur einnig fengið sérfræðiráðgjöf í gegnum þessar samningaviðræður til að tryggja að Kirkjan fái sanngjarnt verð og sanngjörn kjör. Mögulega veitir þessi samningur ekki aðeins fjárhagslegt öryggi fyrir kirkjuna til lengri tíma litið. Hann opnar líka möguleika fyrir Kirkjuna okkar að geta fjármagnað boðunarstarf. Dýrmætt ráð sem stjórn Kirkjunnar fékk frá Evrópudeildinni var áminningin um að Kirkjan er ekki fyrirtæki — svo við eigum ekki að haga okkur eins og slíkt. Frekar erum við ráðsmenn auðlinda Guðs sem eigum að vera trú í að beita Biblíulegum meginreglum og trú við að sýna eðli Guðs í því hvernig Kirkjan stundar viðskipti. Þegar Kirkjan kemur fram á þennan hátt, til dæmis með því að stuðla að verkefnum sem eru vistvæn og gagnleg fyrir umhverfið, erum við minnt á að Guð hefur allt sem við þurfum. Þess vegna þurfum við aldrei að hafa áhyggjur af framtíðinni. Við getum alltaf verið í friði, því Guð mun alltaf útvega allt sem Kirkja hans þarfnast til að stækka ríki Hans og sýna heiður Hans opinberlega. Fyrir hönd stjórnar Kirkjunnar, Gavin Anthony Þóra Sigríður Jónsdóttir Judel Ditta“
Stóriðja Ölfus Samgöngur Trúmál Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42 Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42
Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23