Sameinast um að fægja og lífga upp á falda perlu á Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2022 07:37 Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, í beinni útsendingu frá Blönduósi með gamla bæjarkjarnann í baksýn. Sigurjón Ólason Sveitarstjórn Húnabyggðar og fyrirtækið Info Capital hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gamla bæjarkjarnans á Blönduósi. Gömlu götumyndinni er lýst sem einstakri perlu sem ætlunin er að fægja og lífga upp á. Fjallað var málið í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Blönduósi þar sem sjá mátti yfir þennan elsta hluta byggðarinnar. Þar á vesturbakkanum við ós Blöndu byrjaði þorpið að byggjast upp fyrir nærri 150 árum. Þar má enn finna tólf hús sem eru yfir eitthundrað ára gömul. Það elsta, Hillebrandtshús, er talið reist árið 1877. Í viljayfirýsingunni kemur fram að gamli bærinn hafi í eina tíð verið þungamiðja þjónustu með fjölbreyttu mannlífi. Þar í alfaraleið hafi mátt finna verslanir, samkomuhús, apótek, sjúkrahús, kirkju, banka, bakarí og hótel. Með færslu þjóðvegarins hafi þjónustan færst með og gamli bærinn staðið eftir sem nokkurs konar minnisvarði um liðna tíð. „Og þar stendur hann enn að stóru leyti ósnortinn. Perla sem er falin þeim fjölmörgu ferðamönnum sem eiga leið um héraðið og býr yfir menningarlegum fjársjóði með óþrjótandi möguleikum fyrir heimafólk og ferðaþjónustu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Gömul mynd frá Blönduósi, talin tekin í kringum árið 1930. Handan ár eru nokkur hús risin og Kvennaskólinn mest áberandi.Húnabyggð/Ljósmyndasafn Skagastrandar „Info Capital eru gamlir heimamenn á Blönduósi, Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, um samstarfsaðila sveitarfélagsins en fyrirtækið er búið að kaupa hótelið og fleiri hús á staðnum. „Þeir eru búnir að kaupa hér húseignir, já, og ætla að taka þessa gömlu perlu hérna og fægja hana með okkur heimamönnum. Hér viljum við hafa blómlegt menningar- og atvinnulíf. Atvinnulífið felst náttúrlega í því að hér verður gisting og veitingasala og bullandi menning,“ segir Guðmundur Haukur um áformin. -Þetta kannski snýst fyrst og fremst um það að fá ferðafólk til að staldra lengur við, kaupa ekki bara eina pylsu í sjoppunni á Blönduósi? „Klárlega. Klárlega. Hér er bara fullt af sögu sem þessi einstaka götumynd hefur að geyma. Og við erum að slípa til framtíðarsýnina á næstu vikum og svo förum við í uppbyggingu og gerum þetta flott,“ segir oddvitinn. Meira í frétt Stöðvar 2: Einnig var fjallað um gamla bæjarhlutann í þættinum Um land allt frá Blönduósi og frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum: Húnabyggð Menning Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. 15. mars 2019 21:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Fjallað var málið í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Blönduósi þar sem sjá mátti yfir þennan elsta hluta byggðarinnar. Þar á vesturbakkanum við ós Blöndu byrjaði þorpið að byggjast upp fyrir nærri 150 árum. Þar má enn finna tólf hús sem eru yfir eitthundrað ára gömul. Það elsta, Hillebrandtshús, er talið reist árið 1877. Í viljayfirýsingunni kemur fram að gamli bærinn hafi í eina tíð verið þungamiðja þjónustu með fjölbreyttu mannlífi. Þar í alfaraleið hafi mátt finna verslanir, samkomuhús, apótek, sjúkrahús, kirkju, banka, bakarí og hótel. Með færslu þjóðvegarins hafi þjónustan færst með og gamli bærinn staðið eftir sem nokkurs konar minnisvarði um liðna tíð. „Og þar stendur hann enn að stóru leyti ósnortinn. Perla sem er falin þeim fjölmörgu ferðamönnum sem eiga leið um héraðið og býr yfir menningarlegum fjársjóði með óþrjótandi möguleikum fyrir heimafólk og ferðaþjónustu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Gömul mynd frá Blönduósi, talin tekin í kringum árið 1930. Handan ár eru nokkur hús risin og Kvennaskólinn mest áberandi.Húnabyggð/Ljósmyndasafn Skagastrandar „Info Capital eru gamlir heimamenn á Blönduósi, Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, um samstarfsaðila sveitarfélagsins en fyrirtækið er búið að kaupa hótelið og fleiri hús á staðnum. „Þeir eru búnir að kaupa hér húseignir, já, og ætla að taka þessa gömlu perlu hérna og fægja hana með okkur heimamönnum. Hér viljum við hafa blómlegt menningar- og atvinnulíf. Atvinnulífið felst náttúrlega í því að hér verður gisting og veitingasala og bullandi menning,“ segir Guðmundur Haukur um áformin. -Þetta kannski snýst fyrst og fremst um það að fá ferðafólk til að staldra lengur við, kaupa ekki bara eina pylsu í sjoppunni á Blönduósi? „Klárlega. Klárlega. Hér er bara fullt af sögu sem þessi einstaka götumynd hefur að geyma. Og við erum að slípa til framtíðarsýnina á næstu vikum og svo förum við í uppbyggingu og gerum þetta flott,“ segir oddvitinn. Meira í frétt Stöðvar 2: Einnig var fjallað um gamla bæjarhlutann í þættinum Um land allt frá Blönduósi og frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum:
Húnabyggð Menning Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. 15. mars 2019 21:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Íslenskar konur lögðu áherslu á að hafa fallegt í kringum sig Í safni, sem ekki á sinn líka hérlendis, má sjá hvernig undirfötum íslenskar konur klæddust fyrr á tímum og kynnast hugmyndafræðinni á bak við íslenska skautbúninginn. 15. mars 2019 21:15