Enski boltinn

„Ekki byrjunin sem við vildum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp er ekki sáttur með byrjun sinna manna á leiktíðinni.
Klopp er ekki sáttur með byrjun sinna manna á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL

„Alisson varði frábærlega frá Neal Maupay, fyrir mér var boltinn þegar inni,“ sagði Jürgen Klopp eftir leik Liverpool og Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki.

„Eftir miðvikudag var þetta virkilega erfitt. Þessir leikir eru sjaldnast fyrir fólk sem elskar fallegan fótbolta því bæði lið þurfa að berjast frá upphafi til enda. Það var gríðarlegur ákafi í leiknum.“

„Við sköpuðum okkur urmul færa og – sérstaklega eftir tímasetninguna á sigurmarki okkar gegn Newcastle United – þá finnst okkur við hafa tapað tveimur stigum. Bestu augnablik þeirra komu eftir skyndisóknir, eftir að við vorum inn í þeirra vítateig. Staðsetningar okkar í seinni boltum voru ekki nægilega góðar.“

„Staðan sem við erum í nú er enginn draumur. Það er gott að leikmenn eru að koma til baka en við verðum að vera vissir um að við séum að nota þá á réttan hátt.“

„Þetta er ekki byrjunin sem við vildum, sex leikir og níu stig eru ekki beint draumur en þetta eru stigin sem við erum með og við verðum að vinna út frá því. Ef við komumst í gegnum þessu augnablik þá eigum við möguleika á að búa til betri augnablik í framtíðinni,“ sagði Klopp að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×