Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 07:43 Min Aung Hlaing og sendinefnd hans mun funda með rússneskum kollegum á næstu dögum. Getty/Sefa Karacan Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. Min Aung Hlaing, æðsta herforingja mjanmarska hersins, hefur verið bannað af flestum alþjóðastofnunum að fara fyrir mjanmörskum stjórnvöldum. Flest ríki heims og alþjóðastofnanir hafa fordæmt valdarán herforingjanna og ekki viðurkennt réttmæti þeirra sem stjórn landsins. Hlaing heimsótti Moskvu í fyrsta sinn í júní í fyrra en þá hétu bæði rússnesk og mjanmörsk stjórnvöld að styrkja hernaðarsamstarf sitt til muna. Þá heimsótti hann Rússland í júlí síðastliðnum en að hans sögn var það ekki opinber heimsókn. Rússland hefur séð mjanmarska hernum fyrir vopnum og öðrum hergögnum og var eitt af fyrstu ríkjunum til að lýsa yfir stuðningi við herforingjastjórnina eftir valdaránið. Þegar Rússland lýsti yfir stuðningi við hana leit alþjóðasamfélagið hryllingsaugum til landsins þaðan sem fréttir af ógnastjórn og ofbeldi bárust á sama tíma. Samkvæmt fréttum mjanmarskra fjölmiðla mun Hlaing sækja efnahagsráðstefnu, heimsækja þekkta staði, háskóla og verksmiðjur á ferð sinni um Rússland. Þá mun hann og sendinefnd hans, sem samanstendur af ráðherrum og herforingjum, funda með rússneskum kollegum sínum. Rússland hefur auk hergagna séð Mjanmar fyrir bóluefninu gegn Covid-19 og áætlað er að Mjanmar muni kaupa rússneskt eldsneyti, sem fáir vestan Rússlands vilja sjá. Það kemur mjanmörskum stjórnvöldum vel þar sem þau eiga það sameiginlegt með Rússlandi að hafa verið beitt víðtækum viðskiptaþvingunum undanfarin misseri. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannréttindasamtök hafa sakað mjanmörsk stjórnvöld um mikil voðaverk og glæpi gegn mannkyni og hvatt alþjóðasamfélagið til að hætta vopnasölu til Mjanmar alfarið. Mjanmörsk stjórnvöld halda því fram að þau berjist gegn hryðjuverkamönnum og séu að reyna að endurheimta frið í landinu og koma aftur á lýðræði eftir, að þeirra sögn, víðtækt kosningasvindl og spillingu í þingkosningunum 2020. Mjanmar Rússland Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Min Aung Hlaing, æðsta herforingja mjanmarska hersins, hefur verið bannað af flestum alþjóðastofnunum að fara fyrir mjanmörskum stjórnvöldum. Flest ríki heims og alþjóðastofnanir hafa fordæmt valdarán herforingjanna og ekki viðurkennt réttmæti þeirra sem stjórn landsins. Hlaing heimsótti Moskvu í fyrsta sinn í júní í fyrra en þá hétu bæði rússnesk og mjanmörsk stjórnvöld að styrkja hernaðarsamstarf sitt til muna. Þá heimsótti hann Rússland í júlí síðastliðnum en að hans sögn var það ekki opinber heimsókn. Rússland hefur séð mjanmarska hernum fyrir vopnum og öðrum hergögnum og var eitt af fyrstu ríkjunum til að lýsa yfir stuðningi við herforingjastjórnina eftir valdaránið. Þegar Rússland lýsti yfir stuðningi við hana leit alþjóðasamfélagið hryllingsaugum til landsins þaðan sem fréttir af ógnastjórn og ofbeldi bárust á sama tíma. Samkvæmt fréttum mjanmarskra fjölmiðla mun Hlaing sækja efnahagsráðstefnu, heimsækja þekkta staði, háskóla og verksmiðjur á ferð sinni um Rússland. Þá mun hann og sendinefnd hans, sem samanstendur af ráðherrum og herforingjum, funda með rússneskum kollegum sínum. Rússland hefur auk hergagna séð Mjanmar fyrir bóluefninu gegn Covid-19 og áætlað er að Mjanmar muni kaupa rússneskt eldsneyti, sem fáir vestan Rússlands vilja sjá. Það kemur mjanmörskum stjórnvöldum vel þar sem þau eiga það sameiginlegt með Rússlandi að hafa verið beitt víðtækum viðskiptaþvingunum undanfarin misseri. Sameinuðu þjóðirnar og ýmis mannréttindasamtök hafa sakað mjanmörsk stjórnvöld um mikil voðaverk og glæpi gegn mannkyni og hvatt alþjóðasamfélagið til að hætta vopnasölu til Mjanmar alfarið. Mjanmörsk stjórnvöld halda því fram að þau berjist gegn hryðjuverkamönnum og séu að reyna að endurheimta frið í landinu og koma aftur á lýðræði eftir, að þeirra sögn, víðtækt kosningasvindl og spillingu í þingkosningunum 2020.
Mjanmar Rússland Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26 Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54
Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15. ágúst 2022 11:26
Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18