Atvikið átti sér þegar leikmenn liðanna söfnuðust saman í miðjuhringnum til að rífast. Dómari leiksins reyndi að skakka leikinn en þá stökk áhorfandi inn í þvöguna og sparkaði í rassinn á Salih Ucan, miðjumann Besiktas.
Josef de Zouza, leikmaður Besiktas, tók að sér hlutverk gæslumanns og ýtti áhorfandanum í grasið. Hann var svo færður af vellinum eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi.
Sahaya giren bir taraftar, Be ikta l futbolculara sald rd .
— Süper Lig | Anl k goller (@Golsuperlig5) September 4, 2022
Maç Linki, Anl k goller ve pozisyonlar için takip: @GoalHubTR pic.twitter.com/ZXV0SWtIRv
De Zouza fékk enga miskunn hjá dómaranum þrátt fyrir að hafa reynt að stöðva óboðna gestinn og var sendur í sturtu ásamt Marlon Xavier, leikmanni Ankaragucu.
Besiktas vann leikinn, 2-3. Dele Alli skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í leiknum en Besiktas fékk hann á láni frá Everton í lok síðasta mánaðar.