Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2022 11:37 Björgvin Franz verður Billy Flynn. Aðsent Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. Björgvin Franz hefur leikið með leikfélaginu síðustu misseri. Hann lék Aðalstein álfakóng í söngleikinum Benedikt búálfur og Lárensíus sýslumann í verkinu um Skugga Svein. Það verður því spennandi að sjá hann takast á við hlutverk Billys. Þess má geta að faðir Björgvins, Gísli Rúnar Jónsson heitinn, þýddi söngleikinn Chicago. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leikstýrir Chicago. Ásamt Björgvini Franz leikur Jóhanna Guðrún Velmu, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikur Roxý, Margrét Eir leikur fangelsisvörðinn og Arnþór Þórsteinsson leikur Amos. Leiklistin í blóðinu Björgvin Franz var í viðtali í hlaðvarpinu Jákastið á dögunum. Þar ræddi hann meðal annars um starfið sem skemmtikraftur, leiklistina, hjónabönd, vinasambönd og að vinna úr áföllum. „Ég held að ég sé ekkert tilbúinn til að festa mig algjörlega einhvers staðar nema sú vinna gæti boðið upp á að ég væri að gera mjög fjölbreytt verkefni,“ sagði Björgvin meðal annars í viðtalinu en hann er yfirleitt með marga hatta á sér í einu og starfar meðal annars við sönginn, leiklistina, kennslu og sem skemmtikraftur svo eitthvað sé nefnt. „Fæstir velja þetta, þetta er eitthvað sem velur þig. Ég vel ekki listina, þetta velur mig,“ útskýrir Björgvin í myndbandinu. „Ég gat ekkert annað. Það er ekkert bara af því að ég ólst upp á heimili þar sem voru tveir leikarar“ Björgvin segir að hann hafi náð að búa til alvöru vinnu úr ástríðunni sinni. „Eitthvað sem gleður, eitthvað sem kætir, eitthvað sem skilur fólk eftir í gleði. Það er svo rewarding.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Leikhús Akureyri Jákastið Menning Leikfélag Akureyrar Tengdar fréttir Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 „Draumur sem ég gerði að plani“ Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana. 5. ágúst 2022 12:00 „Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“ Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. 7. júlí 2022 22:00 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Björgvin Franz hefur leikið með leikfélaginu síðustu misseri. Hann lék Aðalstein álfakóng í söngleikinum Benedikt búálfur og Lárensíus sýslumann í verkinu um Skugga Svein. Það verður því spennandi að sjá hann takast á við hlutverk Billys. Þess má geta að faðir Björgvins, Gísli Rúnar Jónsson heitinn, þýddi söngleikinn Chicago. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, leikstýrir Chicago. Ásamt Björgvini Franz leikur Jóhanna Guðrún Velmu, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikur Roxý, Margrét Eir leikur fangelsisvörðinn og Arnþór Þórsteinsson leikur Amos. Leiklistin í blóðinu Björgvin Franz var í viðtali í hlaðvarpinu Jákastið á dögunum. Þar ræddi hann meðal annars um starfið sem skemmtikraftur, leiklistina, hjónabönd, vinasambönd og að vinna úr áföllum. „Ég held að ég sé ekkert tilbúinn til að festa mig algjörlega einhvers staðar nema sú vinna gæti boðið upp á að ég væri að gera mjög fjölbreytt verkefni,“ sagði Björgvin meðal annars í viðtalinu en hann er yfirleitt með marga hatta á sér í einu og starfar meðal annars við sönginn, leiklistina, kennslu og sem skemmtikraftur svo eitthvað sé nefnt. „Fæstir velja þetta, þetta er eitthvað sem velur þig. Ég vel ekki listina, þetta velur mig,“ útskýrir Björgvin í myndbandinu. „Ég gat ekkert annað. Það er ekkert bara af því að ég ólst upp á heimili þar sem voru tveir leikarar“ Björgvin segir að hann hafi náð að búa til alvöru vinnu úr ástríðunni sinni. „Eitthvað sem gleður, eitthvað sem kætir, eitthvað sem skilur fólk eftir í gleði. Það er svo rewarding.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikhús Akureyri Jákastið Menning Leikfélag Akureyrar Tengdar fréttir Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 „Draumur sem ég gerði að plani“ Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana. 5. ágúst 2022 12:00 „Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“ Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. 7. júlí 2022 22:00 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30
„Draumur sem ég gerði að plani“ Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana. 5. ágúst 2022 12:00
„Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“ Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. 7. júlí 2022 22:00