Hamilton biðst afsökunar á bræði sinni Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2022 16:00 Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Hamilton eftir að hafa leitt keppnina. Hann segist hafa tapað sér í hita leiksins og hefur beðist afsökunar. Dan Mullan/Getty Images Lewis Hamilton hefur beðið liðsfélaga sína hjá Mercedes í Formúlu 1 afsökunar á því að hafa misst stjórn á skapi sínu á meðan hollenska kappakstrinum stóð um helgina. Hamilton missti forystuna vegna ákvarðanatöku liðsins og endaði fjórði. Hamilton virtist líklegur til að vinna sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann leiddi kappaksturinn og var með liðsfélaga sinn, George Russell, á eftir sér fyrir framan heimsmeistarann Max Verstappen á Red Bull. Mercedes ákvað að Russell skildi koma inn til dekkjaskipta og skildu þá Hamilton eftir óvarinn fyrir heimsmeistaranum sem komst nokkuð auðveldlega fram úr Bretanum og vann keppnina. Hamilton bölvaði Mercedes-mönnum í sand og ösku á meðan keppninni stóð, þar sem hann skildi ekkert í ákvarðanatökunni. Hann kvaðst svo eftir keppnina hafa séð eftir ummælum sínum. „Ég var einfaldlega við ystu nöf tilfinningalega,“ sagði Hamilton. „Ég bið liðið afsökunar vegna þess að ég man ekki einu sinni hvað ég sagði. Ég tapaði mér bara,“ „En ég held að þeir viti að þetta er bara svo mikil ástríða,“ sagði hann. Hamilton endaði fjórði, líkt og áður segir, en Russell var annar á eftir Verstappen. Charles Leclerc á Ferrari var þriðji. Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton virtist líklegur til að vinna sína fyrstu keppni á tímabilinu þegar hann leiddi kappaksturinn og var með liðsfélaga sinn, George Russell, á eftir sér fyrir framan heimsmeistarann Max Verstappen á Red Bull. Mercedes ákvað að Russell skildi koma inn til dekkjaskipta og skildu þá Hamilton eftir óvarinn fyrir heimsmeistaranum sem komst nokkuð auðveldlega fram úr Bretanum og vann keppnina. Hamilton bölvaði Mercedes-mönnum í sand og ösku á meðan keppninni stóð, þar sem hann skildi ekkert í ákvarðanatökunni. Hann kvaðst svo eftir keppnina hafa séð eftir ummælum sínum. „Ég var einfaldlega við ystu nöf tilfinningalega,“ sagði Hamilton. „Ég bið liðið afsökunar vegna þess að ég man ekki einu sinni hvað ég sagði. Ég tapaði mér bara,“ „En ég held að þeir viti að þetta er bara svo mikil ástríða,“ sagði hann. Hamilton endaði fjórði, líkt og áður segir, en Russell var annar á eftir Verstappen. Charles Leclerc á Ferrari var þriðji.
Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira