Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. september 2022 07:58 Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Sigurjón Ólason Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Pétur Geir - Kúnst Pétur stóð fyrir sýningunni Annarskonar Annaspann í ágústmánuði hér heima og gekk sýningin vonum framar. Innblástur sótti hann meðal annars úr náttúrunni og ýktari árstíða í Svíþjóð en verk sýningarinnar voru samtals 41 og segist Pétur leggja mikið upp úr því að nýta efnivið verkanna vel við öll smáatriði. View this post on Instagram A post shared by Pétur Geir Magnússon (@petgmag) „Ég get þetta alveg“ Aðspurður hvað það var sem fékk hann til að kýla á það að verða listamaður segir Pétur: „Það var alveg aðdragandi að því, amma var alltaf rosa dugleg að fara með mig á söfn og kveikja í mér þannig séð.“ Eftir að hann lauk menntaskóla segist Pétur svo hafa verið á ákveðnum tímamótum þar sem hann ákvað að fylgja innsæi sínu og draumum: „Ég ætlaði í sálfræði en fann fljótt að það myndi ekki henta mér og fannst það ekki nógu kreatívt. Ég fór þá að vinna við Art Department hjá True North við þá dásamlegu mynd Fast and the Furious 8. Þar var maður sem starfaði sem Art Director og hann var bara að mínu mati með nettasta starfið í heiminum, þar sem hann var bara að teikna, búa til einhverjar pælingar og gera einhvern draumaheim.“ Pétur var að aðstoða hann í þessu verkefni og segist þá hafa áttað sig á því að hann gæti alveg séð sig fyrir sér vinna í þessu. „Ég bara hugsaði: Ég get þetta alveg. Og maður kýldi á þetta eiginlega bara svolítið blákalt. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, þannig séð.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Pétur Geir - Kúnst Pétur stóð fyrir sýningunni Annarskonar Annaspann í ágústmánuði hér heima og gekk sýningin vonum framar. Innblástur sótti hann meðal annars úr náttúrunni og ýktari árstíða í Svíþjóð en verk sýningarinnar voru samtals 41 og segist Pétur leggja mikið upp úr því að nýta efnivið verkanna vel við öll smáatriði. View this post on Instagram A post shared by Pétur Geir Magnússon (@petgmag) „Ég get þetta alveg“ Aðspurður hvað það var sem fékk hann til að kýla á það að verða listamaður segir Pétur: „Það var alveg aðdragandi að því, amma var alltaf rosa dugleg að fara með mig á söfn og kveikja í mér þannig séð.“ Eftir að hann lauk menntaskóla segist Pétur svo hafa verið á ákveðnum tímamótum þar sem hann ákvað að fylgja innsæi sínu og draumum: „Ég ætlaði í sálfræði en fann fljótt að það myndi ekki henta mér og fannst það ekki nógu kreatívt. Ég fór þá að vinna við Art Department hjá True North við þá dásamlegu mynd Fast and the Furious 8. Þar var maður sem starfaði sem Art Director og hann var bara að mínu mati með nettasta starfið í heiminum, þar sem hann var bara að teikna, búa til einhverjar pælingar og gera einhvern draumaheim.“ Pétur var að aðstoða hann í þessu verkefni og segist þá hafa áttað sig á því að hann gæti alveg séð sig fyrir sér vinna í þessu. „Ég bara hugsaði: Ég get þetta alveg. Og maður kýldi á þetta eiginlega bara svolítið blákalt. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, þannig séð.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira