Kaliforníuríki borgar íbúum fyrir bíllausan lífsstíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. september 2022 07:00 Kalifornía ætlar að borga íbúum fyrir að lifa bíllausum lífstíl. Vísir/EPA Kaliforníuríki er að reyna að gera allt sem í þess valdi stendur til að minnka umferð og útblástur frá umferð. Nú er búið að setja lög sem heimila ríkinu að greiða íbúum þess 1000 dollara fyrir að eiga ekki bíl. Einstaklingar sem búa í ríkinu og þéna upp að 40.000 dollurum á ári (5,64 milljónir króna) og hjón sem eru skattlögð saman mega þéna allt að 60.000 dollurum á ári (8,46 milljónir króna) til að geta fengið greiðsluna. Greiðslan nemur 1000 dollurum, sem eru um 141 þúsund krónur. Það kann að hljóma sem góð hugmynd en upprunalegar áætlanir voru fyrir talsvert víðtækari hóp íbúa til að fá mögulega greiðslu fyrir bíllausan lífsstíl. Upphaflega áttu allir að geta fengið 2500 dollara (um 352 þúsund krónur) fyrir bíllausan lífsstíl, óháð tekjum. Meira að segja heimili sem eru með færri bíla en heimilismeðlimi áttu að geta fengið greiðslu. En löggjafinn lítur á þetta sem nú er komið til sögunnar sem sigur. Íbúar hafa bent á að þeta sé einskonar þvottur, þar sem almenningssamgöngur séu alls ekki boðlegar. Eins séu aðrir þættir sem valda vandræðum þegar kemur að bíllausum lífsstíl. Þeir íbúar sem falla undir ívilnunina búa í úthverfunum þar sem hátt húsnæðisverð hefur gert þeim nánast ómögulegt að búa í hverfum þar sem almenningssamgöngur ganga í miðbæinn þar sem margir þessara íbúa vinna. Vistvænir bílar Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Einstaklingar sem búa í ríkinu og þéna upp að 40.000 dollurum á ári (5,64 milljónir króna) og hjón sem eru skattlögð saman mega þéna allt að 60.000 dollurum á ári (8,46 milljónir króna) til að geta fengið greiðsluna. Greiðslan nemur 1000 dollurum, sem eru um 141 þúsund krónur. Það kann að hljóma sem góð hugmynd en upprunalegar áætlanir voru fyrir talsvert víðtækari hóp íbúa til að fá mögulega greiðslu fyrir bíllausan lífsstíl. Upphaflega áttu allir að geta fengið 2500 dollara (um 352 þúsund krónur) fyrir bíllausan lífsstíl, óháð tekjum. Meira að segja heimili sem eru með færri bíla en heimilismeðlimi áttu að geta fengið greiðslu. En löggjafinn lítur á þetta sem nú er komið til sögunnar sem sigur. Íbúar hafa bent á að þeta sé einskonar þvottur, þar sem almenningssamgöngur séu alls ekki boðlegar. Eins séu aðrir þættir sem valda vandræðum þegar kemur að bíllausum lífsstíl. Þeir íbúar sem falla undir ívilnunina búa í úthverfunum þar sem hátt húsnæðisverð hefur gert þeim nánast ómögulegt að búa í hverfum þar sem almenningssamgöngur ganga í miðbæinn þar sem margir þessara íbúa vinna.
Vistvænir bílar Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira