Íslenskir gullgrafarar hafa fundið tíu tonn af gulli Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. september 2022 11:53 Frá einu af leitarsvæðum Amaroq Minerals. Mynd/AEX Gold. Íslenskir gullgrafarar í Grænlandi hafa staðfest mun meira gullmagn í námu sinni en áður hafði fundist. Heildarsöluverðmæti gullsins er nú áttatíu milljarðar króna en forstjórinn er viss um að mun meira gull leynist í námunni. Fyrirtækið Amaroq Minerals hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Fyrirtækið er kanadískt en á meðal stærstu hluthafa þess eru íslenskir fjárfestar og forstjóri þess er Íslendingurinn Eldur Ólafsson. „Planið er núna að byrja vinnslu á næsta ári úr fyrsta partinum af fjallinu. Og við erum að horfa til að það verði um 15 þúsund til 30 þúsund tonn og erum þá að gera ráð fyrir á bilinu 15 til 30 þúsund únsum á næsta ári vonandi,“ segir Eldur. Nýjasta auðlindamat sýnir að áætlað heildarmagn gulls úr einni helstu námu svæðisins hafi hækkað úr 250 þúsund únsum í 320 þúsund únsur. 320 þúsund únsur jafngilda um 10 tonnum af gulli. Verðmæti gulls í námunni fer því úr 60 milljörðum íslenskra króna í 80 milljarða. Eldur Ólafsson er í forstjóri Amaroq Minerals.Vísir/Egill Eldur telur þó að mun meira gull leynist í námunni. „Við teljum að svæðið allt á þessari námu geti verið um milljón til tvær milljónir únsa. Á því bili. Það byggjum við upp yfir tímann á meðan við erum í vinnslu. Þannig við erum alltaf að auka við magnið til þess að geta verið með 20 til 30 ára líftíma námunnar sem er þarna,“ segir Eldur. Söluverðmæti tveggja milljarða únsa af gulli er í kring um tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Langtímaverkefni Fyrirtækið mun hefja fulla vinnslu á svæðinu 2024, þegar búið er að koma upp vinnslustöð á svæðinu þar sem hægt er að vinna gullið. Eldur segir að gríðarlegur ágóði sé af verkefninu, fyrir fjárfesta en ekki síst grænlenskt samfélag. Hér er ljóst að einhverjir milljarðamæringar verði til úr verkefninu. „Munurinn á þessu og flestum þeim viðskiptum sem eru í dag og eru kannski einhver tæknifyrirtæki, vefsíður sem menn búa til á tveimur, þremur árum og svo verða menn milljarðamæringar, þá er þetta eitthvað sem tekur langan tíma. Og þú þarft að hafa gríðarlega vítt samskiptanet og góð samskipti við samfélagið, við umhverfismálin, markaði og svo framvegis. Þannig þetta er ekkert sem gerist hratt,“ segir Eldur. Grænland Stóriðja Námuvinnsla Íslendingar erlendis Amaroq Minerals Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Fyrirtækið Amaroq Minerals hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Fyrirtækið er kanadískt en á meðal stærstu hluthafa þess eru íslenskir fjárfestar og forstjóri þess er Íslendingurinn Eldur Ólafsson. „Planið er núna að byrja vinnslu á næsta ári úr fyrsta partinum af fjallinu. Og við erum að horfa til að það verði um 15 þúsund til 30 þúsund tonn og erum þá að gera ráð fyrir á bilinu 15 til 30 þúsund únsum á næsta ári vonandi,“ segir Eldur. Nýjasta auðlindamat sýnir að áætlað heildarmagn gulls úr einni helstu námu svæðisins hafi hækkað úr 250 þúsund únsum í 320 þúsund únsur. 320 þúsund únsur jafngilda um 10 tonnum af gulli. Verðmæti gulls í námunni fer því úr 60 milljörðum íslenskra króna í 80 milljarða. Eldur Ólafsson er í forstjóri Amaroq Minerals.Vísir/Egill Eldur telur þó að mun meira gull leynist í námunni. „Við teljum að svæðið allt á þessari námu geti verið um milljón til tvær milljónir únsa. Á því bili. Það byggjum við upp yfir tímann á meðan við erum í vinnslu. Þannig við erum alltaf að auka við magnið til þess að geta verið með 20 til 30 ára líftíma námunnar sem er þarna,“ segir Eldur. Söluverðmæti tveggja milljarða únsa af gulli er í kring um tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Langtímaverkefni Fyrirtækið mun hefja fulla vinnslu á svæðinu 2024, þegar búið er að koma upp vinnslustöð á svæðinu þar sem hægt er að vinna gullið. Eldur segir að gríðarlegur ágóði sé af verkefninu, fyrir fjárfesta en ekki síst grænlenskt samfélag. Hér er ljóst að einhverjir milljarðamæringar verði til úr verkefninu. „Munurinn á þessu og flestum þeim viðskiptum sem eru í dag og eru kannski einhver tæknifyrirtæki, vefsíður sem menn búa til á tveimur, þremur árum og svo verða menn milljarðamæringar, þá er þetta eitthvað sem tekur langan tíma. Og þú þarft að hafa gríðarlega vítt samskiptanet og góð samskipti við samfélagið, við umhverfismálin, markaði og svo framvegis. Þannig þetta er ekkert sem gerist hratt,“ segir Eldur.
Grænland Stóriðja Námuvinnsla Íslendingar erlendis Amaroq Minerals Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur telja hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira