Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 14:10 Pierre-Emerick Aubameyang er nýjasta nían í liði Chelsea. Slavko Midzor/Getty Images Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. Aubameyang var hent beint í djúpu laugina er Chelsea sótti Dinamo Zagreb heim í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir Chelsea og segja má að hann hafi ekki farið eftir áætlun. Heimamenn unnu einkar óvæntan 1-0 sigur og var þjálfarinn Thomas Tuchel, maðurinn sem sannfærði Aubameyang að koma til félagsins, rekinn nú í morgun. Má segja að það renni stoðum undir þá staðreynd að það sé bölvun á treyjunni. Nýverið voru vistaskipti Aubameyang rædd í Fótbolta hlaðvarpi The Athletic. Laim Twomey var þar en hann fjallar sérstaklega um Chelsea fyrir íþróttamiðilinn. Twomey staðfesti að bölvunin væri eitthvað sem leikmenn liðsins vissu af, hvort allir trúðu að bölvunin væri raunveruleg væri svo annað. Chelsea hefði þó keypt framherja fyrir nokkrum árum og boðið honum níuna. Sá afþakkaði pent og sagðist viss um að bölvun væri á treyju númer níu og að ferillinn hjá félaginu væri dauðadæmdur ef hann myndi klæðast henni. Lukaku, Torres, Higuain, Falcao and many more have succumbed... so can Aubameyang lift Chelsea's 'curse' of the number 9?@markchapman, @liam_twomey and @polballus talk Barca, Boehly and a crazy summer... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 7, 2022 Hvort bölvun ríki á treyju númer níu hjá Chelsea verður ósagt látið hér. Það er þó hægt að staðfesta að þeir leikmenn sem hafa klæðst henni á undanförnum árum hafa ekki beint staðist væntingar. Má þar nefna framherja á borð við Gonzalo Higuaín, Romelu Lukaku, Radamel Falcao, Álvaro Morata og Fernando Torres. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46 „Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Aubameyang var hent beint í djúpu laugina er Chelsea sótti Dinamo Zagreb heim í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir Chelsea og segja má að hann hafi ekki farið eftir áætlun. Heimamenn unnu einkar óvæntan 1-0 sigur og var þjálfarinn Thomas Tuchel, maðurinn sem sannfærði Aubameyang að koma til félagsins, rekinn nú í morgun. Má segja að það renni stoðum undir þá staðreynd að það sé bölvun á treyjunni. Nýverið voru vistaskipti Aubameyang rædd í Fótbolta hlaðvarpi The Athletic. Laim Twomey var þar en hann fjallar sérstaklega um Chelsea fyrir íþróttamiðilinn. Twomey staðfesti að bölvunin væri eitthvað sem leikmenn liðsins vissu af, hvort allir trúðu að bölvunin væri raunveruleg væri svo annað. Chelsea hefði þó keypt framherja fyrir nokkrum árum og boðið honum níuna. Sá afþakkaði pent og sagðist viss um að bölvun væri á treyju númer níu og að ferillinn hjá félaginu væri dauðadæmdur ef hann myndi klæðast henni. Lukaku, Torres, Higuain, Falcao and many more have succumbed... so can Aubameyang lift Chelsea's 'curse' of the number 9?@markchapman, @liam_twomey and @polballus talk Barca, Boehly and a crazy summer... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 7, 2022 Hvort bölvun ríki á treyju númer níu hjá Chelsea verður ósagt látið hér. Það er þó hægt að staðfesta að þeir leikmenn sem hafa klæðst henni á undanförnum árum hafa ekki beint staðist væntingar. Má þar nefna framherja á borð við Gonzalo Higuaín, Romelu Lukaku, Radamel Falcao, Álvaro Morata og Fernando Torres.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46 „Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46
„Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31
Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37