Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. september 2022 15:01 Ungt par, Mira og Pétur, ætla sér að opna gistihús úti á landi á Íslandi. Þau búast við frið og ró en átta sig fljótlega á því að fornir illir djöflar lúra í kjallara hússins og ásækja þau í draumum þeirra. Í kjölfarið fer röð atburða af stað og Pétur fer að glíma við minnisleysi og Mira verpir eggi. It hatched „Myndin upphefur þessar undarlegu hrollvekjur og B-myndir en í senn gerir grín af minnum hefðarinnar,“ segir leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bent Kingo Andersen um hrollvekju gamanmyndina It hatched. Myndin verður forsýnd hér á landi í dag. „Hún gerist í hliðstæðum veruleika kvikmyndanna þar sem fólk sönglar línur sínar í B-mynda hljómfalli og hreyfir sig eins og þau dansi á milli blokkeringa.“ Í stuttu máli fjallar kvikmyndin um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. „Myndin hefur verið í vinnslu síðan 2015 Hugmyndin kom í byrjun 2015 og var handritið skrifað í kjölfarið. Tökur hófust síðan 15. júlí 2015 og stóðu yfir til 2017 en eftir það voru svo auka hljóð- og tónlistarupptökur ásamt eftirvinnslu,“ útskýrir Bent. Bent Kingo Andersen.Aðsent Tilvalin fyrir kómíkina Bent er einn framleiðanda myndarinnar en með aðalhlutverk fara Vivian Ólafsdóttir, Gunnar Kristinsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Þór Tulinius, Björn Jörundur Friðjónsson og Halldór Gylfason. „Við þekktum vel til verka hjá Vivian en við sáum Gunnar í Albatross og fengum hann í prufu. Okkur fannst þau vera tilvalin í að ná kómíska hluta myndarinnar.“ Myndin hefur fengið mjög góð viðbrögð erlendis og það var tekið mjög vel í hana á hátíðum úti. „Til að mynda fengum við verðlaun fyrir bestu alþjóðlegu myndina á Midwest Weirdfest og myndin fékk einnig sérstaka umfjöllun á Austin film festival. Einnig hefur gagnrýni verið mjög góð.“ View this post on Instagram A post shared by It Hatched (@ithatched) Óvissa eftir Covid-smit Leikstjóri myndarinnar er Elvar Gunnarsson. Tökur fóru fram í Reykjavík og í Haukadal og á fleiri stöðum á Vesturlandi. „Elvar fékk innblásturinn frá vídeoleigu bæjarins þar sem hann vann fyrir mörgum árum. Myndin er byggð á myndum sem náðu til hanns á unglingsárunum, þegar hann varð fyrst ástfanginn af bíói. Frá undarlegum listrænum hrollvekjum og B-myndum sem settar eru saman í blender.“ Frá stökustað íslensku kvikmyndarinnar It Hatched.Aðsent Með Bent og Elvari unnu Vilius Petrikas, Guðfinnur Ýmir Harðarson og Magnús "Móri" Ómarsson. „Við vorum einnig í samstarfi við Hero productions. Samstarfið gekk alveg rosalega vel. Ég þekkti hann Magnús áður úr kvikmyndaskólanum og hann fékk mig inn í þetta verkefni en svo kynntist ég restinni í gegnum ferlið. Ég hafði í raun unnið áður með Elvari og Guðfinni sem leikari en ég kynntist þeim ekkert af alvöru fyrr en í þessu verkefni. Þetta verkefni var mjög erfitt og krefjandi og það var alveg magnað hvað okkur kom vel saman og urðum góðir vinir líka utan verkefnisins í kjölfarið.“ Það var þó ekkert einfalt að framleiða íslenska kvikmynd í heimsfaraldrinum. „Það gekk sem betur fer en ástandið var alls ekki að hjálpa okkur og það urðu allskonar tafið vegna þess. Við vorum sem betur fer búin í tökum á þessum tímapunkti en við lentum til dæmis. í því að einn aðili sem var að vinna fyrir okkur erlendis í eftirvinnslu veiktist alvarlega af Covid og fyrirtækinu sem hann vann hjá var var lokað tímabundið á sama tíma útaf faraldrinum. Við vissum í rauninni ekki hvort hann væri á lífi eða ekki þar sem að við náðum engu sambandi út en sem betur fer náði hann heilsunni aftur og gat klárað verkefnið.“ View this post on Instagram A post shared by Elvar Gunnarsson (@elvarsonofagunn) Misstu af hátíðinni Bent segir að það hafi verið æðislegt að fylgjast með myndinni erlendis en það hafi verið sárt að missa af Austin Film Festival. „Það var hins vegar smá skellur að við máttum ekki koma inn í Bandaríkin út af Covid svo við gátum ekki mætt á hátíðina sjálfir en landamærin opnuðu svo aftur einungis örfáum dögum eftir að hátíðinni lauk. Það var líka gaman að vita til þess að myndin var sýnd á opnunarkvöldinu á hátíðinni við hliðina á nýjustu mynd Wes Anderson.“ Myndin verður frumsýnd í Laugarásbíói á föstudag og er hún einnig í sýningu í Bandaríkjunum. „Við stefnum svo á að dreifa henni víðar um heiminn og koma henni svo á helstu streymisveitur. Það eru spennandi tímar framundan hjá mér. Ég held áfram að taka að mér einstaka verkefni sem leikari og er einnig með önnur spennandi verkefni á döfinni,“ segir Bent að lokum. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. 27. október 2021 21:57 Íslensk hryllingsmynd frumsýnd á virtri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum Kvikmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Austin Film Festival í október næstkomandi. 26. ágúst 2021 15:16 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Hún gerist í hliðstæðum veruleika kvikmyndanna þar sem fólk sönglar línur sínar í B-mynda hljómfalli og hreyfir sig eins og þau dansi á milli blokkeringa.“ Í stuttu máli fjallar kvikmyndin um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. „Myndin hefur verið í vinnslu síðan 2015 Hugmyndin kom í byrjun 2015 og var handritið skrifað í kjölfarið. Tökur hófust síðan 15. júlí 2015 og stóðu yfir til 2017 en eftir það voru svo auka hljóð- og tónlistarupptökur ásamt eftirvinnslu,“ útskýrir Bent. Bent Kingo Andersen.Aðsent Tilvalin fyrir kómíkina Bent er einn framleiðanda myndarinnar en með aðalhlutverk fara Vivian Ólafsdóttir, Gunnar Kristinsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Þór Tulinius, Björn Jörundur Friðjónsson og Halldór Gylfason. „Við þekktum vel til verka hjá Vivian en við sáum Gunnar í Albatross og fengum hann í prufu. Okkur fannst þau vera tilvalin í að ná kómíska hluta myndarinnar.“ Myndin hefur fengið mjög góð viðbrögð erlendis og það var tekið mjög vel í hana á hátíðum úti. „Til að mynda fengum við verðlaun fyrir bestu alþjóðlegu myndina á Midwest Weirdfest og myndin fékk einnig sérstaka umfjöllun á Austin film festival. Einnig hefur gagnrýni verið mjög góð.“ View this post on Instagram A post shared by It Hatched (@ithatched) Óvissa eftir Covid-smit Leikstjóri myndarinnar er Elvar Gunnarsson. Tökur fóru fram í Reykjavík og í Haukadal og á fleiri stöðum á Vesturlandi. „Elvar fékk innblásturinn frá vídeoleigu bæjarins þar sem hann vann fyrir mörgum árum. Myndin er byggð á myndum sem náðu til hanns á unglingsárunum, þegar hann varð fyrst ástfanginn af bíói. Frá undarlegum listrænum hrollvekjum og B-myndum sem settar eru saman í blender.“ Frá stökustað íslensku kvikmyndarinnar It Hatched.Aðsent Með Bent og Elvari unnu Vilius Petrikas, Guðfinnur Ýmir Harðarson og Magnús "Móri" Ómarsson. „Við vorum einnig í samstarfi við Hero productions. Samstarfið gekk alveg rosalega vel. Ég þekkti hann Magnús áður úr kvikmyndaskólanum og hann fékk mig inn í þetta verkefni en svo kynntist ég restinni í gegnum ferlið. Ég hafði í raun unnið áður með Elvari og Guðfinni sem leikari en ég kynntist þeim ekkert af alvöru fyrr en í þessu verkefni. Þetta verkefni var mjög erfitt og krefjandi og það var alveg magnað hvað okkur kom vel saman og urðum góðir vinir líka utan verkefnisins í kjölfarið.“ Það var þó ekkert einfalt að framleiða íslenska kvikmynd í heimsfaraldrinum. „Það gekk sem betur fer en ástandið var alls ekki að hjálpa okkur og það urðu allskonar tafið vegna þess. Við vorum sem betur fer búin í tökum á þessum tímapunkti en við lentum til dæmis. í því að einn aðili sem var að vinna fyrir okkur erlendis í eftirvinnslu veiktist alvarlega af Covid og fyrirtækinu sem hann vann hjá var var lokað tímabundið á sama tíma útaf faraldrinum. Við vissum í rauninni ekki hvort hann væri á lífi eða ekki þar sem að við náðum engu sambandi út en sem betur fer náði hann heilsunni aftur og gat klárað verkefnið.“ View this post on Instagram A post shared by Elvar Gunnarsson (@elvarsonofagunn) Misstu af hátíðinni Bent segir að það hafi verið æðislegt að fylgjast með myndinni erlendis en það hafi verið sárt að missa af Austin Film Festival. „Það var hins vegar smá skellur að við máttum ekki koma inn í Bandaríkin út af Covid svo við gátum ekki mætt á hátíðina sjálfir en landamærin opnuðu svo aftur einungis örfáum dögum eftir að hátíðinni lauk. Það var líka gaman að vita til þess að myndin var sýnd á opnunarkvöldinu á hátíðinni við hliðina á nýjustu mynd Wes Anderson.“ Myndin verður frumsýnd í Laugarásbíói á föstudag og er hún einnig í sýningu í Bandaríkjunum. „Við stefnum svo á að dreifa henni víðar um heiminn og koma henni svo á helstu streymisveitur. Það eru spennandi tímar framundan hjá mér. Ég held áfram að taka að mér einstaka verkefni sem leikari og er einnig með önnur spennandi verkefni á döfinni,“ segir Bent að lokum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. 27. október 2021 21:57 Íslensk hryllingsmynd frumsýnd á virtri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum Kvikmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Austin Film Festival í október næstkomandi. 26. ágúst 2021 15:16 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. 27. október 2021 21:57
Íslensk hryllingsmynd frumsýnd á virtri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum Kvikmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Austin Film Festival í október næstkomandi. 26. ágúst 2021 15:16