Dimma fagnar 10 ára afmæli plötunnar Myrkvaverk Steinar Fjeldsted skrifar 7. september 2022 20:01 Nú í haust eru 10 ár liðin frá því að DIMMA gaf út plötuna Myrkraverk en hún markaði tímamót á ferli sveitarinnar þar sem allir textar voru á íslensku. Myrkraverk fékk mjög góðar viðtökur og má með sanni segja að þar hafi flug DIMMU hafist fyrir alvöru. Í tilefni þessa afmælis mun DIMMA spila á nokkrum tónleikum, þar sem Myrkraverk verður leikin í heild sinni ásamt öðrum vinsælum ópusum sveitarinnar. Mörg þessara laga hafa ekki heyrst lengi á tónleikum og ólíklegt að þau verði leikin aftur í bráð. Næstu tónleikar DIMMU sem þegar eru komnir í sölu á tix.is eru í Bæjarbíói á föstudaginn 9. september, Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 24. september og svo hápunkturinn; Stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikarnir í Íþróttahöllinni verða mikið sjónarspil og þeir allra flottustu sem DIMMA hefur haldið síðan sveitin var með tvenna uppselda útgáfutónleika í Eldborg fyrir plötuna Þögn. Það er margt sem myrkrinu býr í.. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Í tilefni þessa afmælis mun DIMMA spila á nokkrum tónleikum, þar sem Myrkraverk verður leikin í heild sinni ásamt öðrum vinsælum ópusum sveitarinnar. Mörg þessara laga hafa ekki heyrst lengi á tónleikum og ólíklegt að þau verði leikin aftur í bráð. Næstu tónleikar DIMMU sem þegar eru komnir í sölu á tix.is eru í Bæjarbíói á föstudaginn 9. september, Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 24. september og svo hápunkturinn; Stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikarnir í Íþróttahöllinni verða mikið sjónarspil og þeir allra flottustu sem DIMMA hefur haldið síðan sveitin var með tvenna uppselda útgáfutónleika í Eldborg fyrir plötuna Þögn. Það er margt sem myrkrinu býr í.. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið