Enski boltinn

Fær ekki að dæma næstu helgi eftir afdrifarík mistök

Atli Arason skrifar
Knattspyrnudómarinn Lee Mason.
Knattspyrnudómarinn Lee Mason. Getty Images

Lee Mason, dómari í ensku úrvalsdeildinni, fær ekki að sinna myndbandsdómgæslu næstu helgi eftir mistök hans í leik Crystal Palace og Newcastle í síðustu umferð.

Mason var myndbandsdómari í áður nefndum leik en mistök hans urðu til þess að löglegt mark var dæmt af Newcastle þegar Joe Wilock, leikmaður Newcastle, átti að hafa brotið á Vincente Guita, markverði Palace. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli.

Michael Salisbury, dómari leiksins dæmdi mark Newcastle gott og gilt en tók það til baka eftir ráðgjöf frá Mason

Dómarasambandið hafði áður gefið út að markið átti ekki að vera dæmt af og hefur nú í kjölfarið skipað Mason í eins leiks leikbann.


Tengdar fréttir

Viðurkenna að VAR hafi rænt mörkum af West Ham og Newcastle

Enska dómarasambandið hefur viðurkennt að það hafi verið rangt að dæma mörk af West Ham United og Newcastle United með hjálp myndbandsdómgæslu (VAR) í leikjum liðanna í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×