Veggir einnar elstu borgar Pakistan féllu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2022 10:28 Borgin Moenjodaro er talin vera um fimm þúsund ára gömul. Getty Veggir hinnar fornu borgar Moenjodaro hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna úrhellisrigningar og flóða sem nú eru í gangi í Pakistan. Borgin er á Heimsminjaskrá UNESCO og var byggð fyrir fimm þúsund árum síðan. Borgin Moenjodaro er staðsett í Indusdalnum og fannst á þriðja áratug síðustu aldar. Í bréfi sem menningarmálaráðuneyti Singh-héraðsins sendi til UNESCO og CNN fjallar um segir að margar byggingar borgarinnar hafi orðið fyrir skemmdum vegna flóðanna og rigningarinnar. Ráðuneytið hefur óskað eftir hundrað milljónum rúpía, 62 milljónir íslenskra króna, til þess að geta unnið að viðgerðum á svæðinu. Verkamenn á vegum ráðuneytisins hafa verið á fullu síðustu daga að reyna að varðveita minjarnar, meðal annars með því að leggja dúka ofan á byggingar. Í frétt The Guardian segir að alls hafi 1.355 manns látið lífið í Pakistan vegna flóðanna en 33 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Ástandið í Pakistan hefur aldrei í sögunni verið jafn alvarlegt vegna veðurfars. Í vikunni var greint frá því að vatn gæti flætt yfir bakka Manchar-stöðuvatnsins sem er stærsta stöðuvatn landsins. Yfirvöld hafa reynt allt sem hægt er til þess að koma í veg fyrir það en talið er að hundrað þúsund manns þurfi að yfirgefa heimili sín ef það gerist. Pakistan Náttúruhamfarir Fornminjar Tengdar fréttir Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. 6. september 2022 08:59 „Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Borgin Moenjodaro er staðsett í Indusdalnum og fannst á þriðja áratug síðustu aldar. Í bréfi sem menningarmálaráðuneyti Singh-héraðsins sendi til UNESCO og CNN fjallar um segir að margar byggingar borgarinnar hafi orðið fyrir skemmdum vegna flóðanna og rigningarinnar. Ráðuneytið hefur óskað eftir hundrað milljónum rúpía, 62 milljónir íslenskra króna, til þess að geta unnið að viðgerðum á svæðinu. Verkamenn á vegum ráðuneytisins hafa verið á fullu síðustu daga að reyna að varðveita minjarnar, meðal annars með því að leggja dúka ofan á byggingar. Í frétt The Guardian segir að alls hafi 1.355 manns látið lífið í Pakistan vegna flóðanna en 33 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Ástandið í Pakistan hefur aldrei í sögunni verið jafn alvarlegt vegna veðurfars. Í vikunni var greint frá því að vatn gæti flætt yfir bakka Manchar-stöðuvatnsins sem er stærsta stöðuvatn landsins. Yfirvöld hafa reynt allt sem hægt er til þess að koma í veg fyrir það en talið er að hundrað þúsund manns þurfi að yfirgefa heimili sín ef það gerist.
Pakistan Náttúruhamfarir Fornminjar Tengdar fréttir Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. 6. september 2022 08:59 „Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. 6. september 2022 08:59
„Monsúnrigning á sterum“ Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. 30. ágúst 2022 15:56